Dagrenning - 01.08.1951, Blaðsíða 32

Dagrenning - 01.08.1951, Blaðsíða 32
en eigi að síður eru þau þess eðlis, að þau rnunu verða viðfangsefni mannkj’nsins með- an lönd eru byggð. Aðeins þrjú þeirra verða gerð hér að umtalsefni, lítilsháttar, einkum vegna þess, að þau eru á dagskrá, og vegna þess að margir halda sig vita rneira urn þau en vitað er — eða hafa um þau hugmyndir sem vart geta staðizt. Þessi viðfangsefni eru: Uppruni sólkerfisins, geimloftið og samband við vitsmunaverur á öðrum hnetti eða hnött- um. ❖ Fyrst er þá að geta þess að til er fjöldi kenn- inga um uppruna sólkerfisins eða það sem nefnt er á alþýðumáli sköpun heimsins — því að þá er átt við uppruna þess heims, sem vér byggjum og þekkjum. En sumar þessar kenningar, eða getgátur, liafa svo litla stoð í veruleikanum og eru svo vanhugsaðar, að vafamál er að höfundar þeirra hafi sjálfir trú- að þeim. Og freistandi er að skipa þeim sess með æsifregnum blaðanna og líta svo á, að þær hafi það eina markmið að koma á loft nöfnum höfunda þeirra um stundar sakir — því að í heimi vísindanna eru loddarar alveg eins og annarsstaðar. Sú síðasta af þessu tagi var flutt í brezka útvarpið fyrir skömnm af höfundinum sjálfum, og lesin þýdd, nú ný- lega, í útvarpið hér, og liið bezta fram flutt — svo að höfð séu orð Eiríks konungs um flutning Höfuðlausnar forðum. Flestar slík- ar tilgátur falla skjótt í gleymsku og devja, án þess að tilraun sé gerð til að sanna þær. — En þrjár kenningar um þessi efni bera svo mjög af öðrum, að þeirra ber að geta. Þær heita: Þokukenningin, kend við Kant og Laplace, vígahnattakenningin, kennd við Moulton og Camberlain og útsogskenning- in, borin fram af James Jeans. Líklegasta verð- ur að telja þá fyrstu, sé hún endurbætt með tilliti til þekkingar, sem áunnizt hefir á þess- ari öld, en ólíklegasta þá síðustu. Kenningar þessar eru hver í andstöðu við aðra, og engri þeirra tekst að leysa ráðgátuna urn sköpun heimsins, þó að sumir kunni að lialda að svo sé. — Andspænis heimsgátunni standa menn í sömu sporum og höfundur orðanna: Guð skóp í upphafi himin og jörð. Þá er það sem nefnt er interstellar gas — eða geimloft. Það er löngu umdeilt, og mat vísindamanna á magni þess er svo misjafnt, að hlutfall hins áætlaða magns er líkt og einn — að áliti eins — á rnóti svo sem þrett- án stafa tölu — að áliti annars. Og þetta eitt vekur grun um, að urn þetta efni viti menn ekki neitt. Einn vísindamaður áætlar það svo sem eitt atóm á teningskílómetra í rúrninu — og gildislaust — en annar, Fred Hoyle í Cam- bridge, áætlar það svo sem 100000 atóm í rúmtaki, sem nernur einni eldspítnaöskju. Og í þeirri forsendu reisir hann kenningu urn að það ráði lögum og lofum í tilverunni: göngu stjarnanna, fæðingu þeirra og þróun — þ. á m. að það viðhaldi orku sólarinnar, er það skelli á yfirborð hennar og breytist þar að nokkru leyti í hita. Geimloftið 'ætti þá að vera allt í öJJu. Augljósasti gallinn á þessu er sá, að ekki eru minnstu tök á því að sanna til- vist þessa örþunna og ósýnilega lofts úti í rúminu millum stjarnanna. Svo geysiþunnt væri þetta efni, þó að það liefði hinn mesta þéttleika, sem getur liér að ofan, að allra næmustu mælitæki myndu ekki sýna neitt, þó að menn hefðu það einangrað í tilrauna- glasi millum liandanna. Og ýmislegt mælir á móti því að það sé yfir höfuð til, að und- anskildu því, sem um getur í kafla III hér að Um þetta efni er komin út á islenzku ný bók, sem allir skyldu lesa, sem áhuga hafa á heimsmynd- unarfræðinni. Þýðandi er Hjörtur Halldórsson. Það borgar sig að lesa hókina — því að hún fjallar urn mikilvæg efni — þó að fjarri fari því að hægt sé að fallast á það, sem höfundur leggur sjálfur til mál- anna. — Það er mikill kostur á bókinni, að Trausti Einarsson ritar við liana ágætan formála. 30 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.