Dagrenning - 01.06.1953, Page 5
Hjá hverjum þeim manni, sem kornið hefir
auga á þetta hlýtur að vakna spurningin:
Hvai endar þetta? Og ennfremur: Hvað er
hægt að gera til þess að stöðva þetta glæfra-
spil, eða er ekkert hægt að gera? Margir munu
segja, að það standi auðvitað kirkjunni næst
að reyna að hafa hér einhver áhrif. En hvað
er kirkjan? Er hún prestarnir? Ef þeir eru
„kirkjan" er þaðan lítillar samtaka forustu að
vænta, því prestarnir tilheyra velflestir ein-
hverjum hinna gömlu stjórnmálaflokka,
og eru þannig bundnir í báða skó. Ef
hins vegar „söfnuðurinn“ er kirkjan þá eru
safnaðarlimimir einnig velflestir á einn eða
annan veg ánetjaðir einhverjum stjómmála-
flokknum og greiða þeim atkvæði án þses
að hugsa nokkru sinni um afleiðingar þess
fvrir hin kristnu viðhorf. Stjórnmálaflokkarn-
ir hafa því nú þegar, gengið svo hreinlega frá
„kirkjunni", að hún getur ekkert aðhafst í
þessu efni, enda mun hún ekki gera það.
Á þá að láta reka á reiðanum? Á þá ekkert
viðnám að veita en lofa hinum heiðnu stjórn-
málasamtökum að leiða fólkið lengra og
lengra út í ófæruna? Því verður hiklaust að
svara neitandi. Eina lausn málsins, sem til
er, er þess vegna sú, að þeir menn í þjóð-
félaginu, sem sjá þessa hættu og skilja hvert
stefnir, taki höndum saman um að vekja hina
almennu borgara til skilnings á því hvert
stefnir og fá þá til að rumska, og ef mögulegt
er til að hefjast handa, f\’rst til að veita við-
nám og síðan til að snúa við á óheilla og
ógæfubrautinni. Við „flokkana" og forustu-
lið þeirra er alveg vita gagnslaust að revna
að tala.
Nú er mínu skaplyndi þannig farið, að
þegar ég er orðinn sannfærður um einhvem
hlut þá fylgi ég þeirri sannfæringu hver sem
í hlut á, og hvort sem það er „verra" eða
„betra“ fyrir sjálfan mig persónulega eða
ekki. Ég gerði það þegar ég fylgdi Alþýðu-
flokknum og ég geri það nú, eftir að ég hefi
gert mér ljósar villur hans og veilur og sagt
skilið við hann að fullu.
Sú er nú sannfæring mín, að þjóð minni
verði ekki bjargað frá þjóðemislegri, fjárhags-
legri og menningarlegri glötun nema það tak-
ist mjög íljótlega að hefja um land allt kiisti-
lega þ/óðarvakningu og þeirri vakningu fylgi
öflug samtök. Stofnað verði til eins-
konar kristilegrar þjóðfylkingar, sem
beinir hugum landsmanna burt frá sundr-
ungarstarfi því, sem allir flokkar reka
nú, að heilbrigðu samstarfi í þjóðfélagsmál-
um á kristilegum og þjóðlegum grundvelli.
Ef enginn gerist til þess, að ganga fram
fvrir skjöldu í þessu efni, ef enginn þorir að
hefja upp raust sína og tala hin nauðsynlegu
varnaðarorð til þjóðarinnar, þá fær hún al-
drei tækifæri til að sýna í verki vilja sinn.
Það sem því vakir fyrir mér með framboði
mínu, er að gefa þeim íslenzkum kjósendum,
sem vilja sýna vilja sinn í verki og aðhyllast
þessar skoðanir, tækifæri til þess.
Fyrir mer vakir ekki að stofna fimrnta
flokkinn til viðbótar þeim, sem fyrir eru,
til ranglætisiðkunnar og flokkskúgunar held-
ur hitt að gefa þjóðinni tækifæri til þess að
skapa sér grundvöll að heilbrigðum, kristi-
legum samtökum, svo hægt sé að hverfa
burtu frá flokksþrætum og foringjadýrkun að
kristilegri og þjóðlegri lífsstefnu.
Mér er það ljóst, að Lýðveldisflokkurinn
er ekki slík kristileg þjóðfylking enn sem
komið er. Hann er þó spor í þá átt, því fram-
bjóðendur hans eru frjálsir menn og stefnu-
skrá hans miðar að því að leysa fjötrana af
þjóðinni.
*
Þegar framboð mitt var ráðið gerði ég
nokkra grein fyrir því í blaðinu „Varðberg“
hversvegna ég fylgdi Lýðveldisflokknum.
Sú greinargerð er þannig og þykir mér rétt
að hún birtist einnig hér:
DAGRENNING 3