Dagrenning - 01.06.1953, Qupperneq 21
notaði þessi orð í kenningu sinni og talar
jafnan um andstæður: Líf og dauða, ljós og
myrkur, trú og vantrú, frelsun og glötun.
Þessar andstæður eiga að fvlgjast að í hinum
kristna boðskap. Það er ekki réttmætt í krist-
inni prédikun að slíta þetta úr samhengi og
rnynda sjálfstæða kenningu um myrkrið,
dauðann, vantrúna, glötunina eða helvíti,
því fagnaðarerindið segir frá baráttu, harð-
vítugri viðureign hins illa og góða, ljóssins og
myrkursins, lífsins og dauðans.
HIÐ NÝJA HELVÍTI.
Sr. J. A. vill aftur á móti byggja upp nýja
kenningu um helvíti á sögunni um ríka
manninn og Lazarus, en bara ekki á þeim
boðskap, sem sagan flytur (í Lúk. 16. kap.).
Ríki maðurinn segir að í helju sé kvalastað-
ur, en sr. J. A. telur það ekki vera, heldur
sé þar um skóla að ræða og gætir alls ekki
að því sem Abraham segir í dæmisögunni:
Að svo mikið djúp sé staðfest milli sælu-
og vansælustaðarins að þeir, sem vilja fara
á milli Jieirra, komizt ekki þar yfir um. Þar
sem hann vill nú nota þessa dæmisögu, sem
kenningargrundvöll, verður hann að halda
hinni fyrri iðju áfram: Fela orð Jesú þar sem
honum finnast þau óviðeigandi. Við þessu
má alltaf búast hjá frjálslyndum guðfræðing-
um, en aldrei kann maður að vita hvað þeir
fella næst. Þar af leiðandi geta þeir ekki láð
guðleysingjunum þótt þeir „felli“ Guð ein-
faldlega og blátt áfram. Það er aðeins eitt
skref áfram á þeirri braut, sem frjálslyndu
guðfræðingarnir eru á.
Mig furðar á að sr. J. A. skuli ekki hafa
fellt kenninguna um helvíti úr gildi og tekið
upp miðaldakenninguna um hreinsunareld-
inn og að í hann færu þeir, sem ekki væru í
húsum hæfir í Guðs ríki og samfélagi heilagra
á himni eftir andlátið. Því hreinsunareldur-
inn var sannarlega skóli þrauta og þjáninga.
E. t. v. er hann hræddur við orðið e. t. v.
finnst honum hið gamla orð vera kjarnmeira
og betra heiti á andlegum skóla eftir and-
látið, enda má hann í því efni fylgja sínum
smekk fyrir mér, því ég hefi enga trú á slík-
um skóla. Tel Biblíuskóla á jörðinni eða
kirkjulega skóla miklu heppilegri til að búa
menn undir lífið, bæði þessa heims og
annars.
Fáskrúðug finnast mér rök hans fyrir fyrir-
bænarskyldu lifandi manna gagnvart hinum
framliðnu. í þessu efni blasir hin rómversk-
kaþólska leið beinna við og er auk þess feg-
urri og fjölbreyttari, en hún er sú að ákalla
Heilaga Guðs Móður og alla aðra dýrðlinga
Drottins á himni og biðja um að Jieir biðji
fyrir oss. Ef til vill sér hann það síðar hví-
líkur vinningur það væri að fórna öllum önd-
um, óholdguðum, hálfholdguðum og hold-
guðum til þess að komast í samband við hinn
hreina heim allra Drottins dýrðlinga. Að vísu
hafnar vor evangeliska kirkja einnig þeirri
leið að ákalla hina helgu menn og konur (sjá
Ágsborgarjátninguna 21. grein) en hvetur oss
til að minnast þeirra til þess að vér megum
líkjast þeim í trú og góðum verkum. María
mey er líka sígild fyrirmynd kristinnar kirkju
og allra kristinna manna. „Sjá, ég er ambátt
Drottins" segir hún. Mættu lútherskir guð-
fræðingar vita betur hvað þeir eiga að segja
er þeir tala um hennar heilaga líf, þjónustu
og þjáningu. Og hollara væri kirkjunni að
gefa meiri gaum að lífi hinna heilögu manna
og kvenna en að styðja sig við hálfholdgaða
anda og vofur. Sú kirkja, sem þarf á slíkri
stoð að halda, er í sannleika veik.
Sr. Jón Auðuns finnst það miður að menn
skuli hafa hellt fyrirlitningu yfir umrnæli W.
Stead’s að það sé sæla himnaríkis að tæma
helvíti. Ég get ekki láð mönnum þótt þeir
skopizt að þessu og spyrji hvort þarna hafi
ekki einhver misskilningur komizt að, svo
þeir, sem að tæmingunni vinna, kunni að
hafa tæmt eitthvað úr því „upp á jörðina"
DAGRENN I NG 19