Dagrenning - 01.06.1953, Blaðsíða 31

Dagrenning - 01.06.1953, Blaðsíða 31
Andl k ©inmúiMSta ráðsitefean í Lond on t—■ í júnímánuði 1952 boðaði brezka stjómmálatímaritið Intelligence Digest tU mikUIar andkommúnistiskrar ráðstefnu í London. Mættu þar margir þeirra manna á sviði heimsstjómmálanna sem hafa gert sér fulla grein fyrir hinni andlegu pest, sem kommúnisminn flytur með sér hvert sem hann berst, og ekki er síður hættuleg hverri þjóð en styrjaidir þeirra og áróður á sviði féiagsmála og fjármála. í júlíhefti Intelligence Digest 1952 birtist eftirfarandi frásögn af ráðstefnunni, en hennar mun hvergi hafa verið getið áður í íslenzkum blöðum né timaritum en þau hafa flest getið aUra kommúnistiskra funda og þinga, sem haldin hafa verið. Má af þessu m. a. marka sljóleika og andvaraleysi blaðanna, og hina óbeinu þjónustu þeirra við kommúnismann. L_________________________________________________________________________> Ráðstefnan, sem Intelligence Digest stofn- aði til, var sótt af fólki frá mörgum lönd- um heims, þar fluttu ávörp nokkrir af fremstu sérfræðingum í sínum greinum. Ræðumenn og spyrjendur úr áheyrendahópi létu í Ijós mikla þekkingu á þeim málum, sem rædd voru. DAUÐAÞÖGN BREZKU BLAÐANNA. Blöð íhaldsflokksins og Frjálslynda flokks- ins — sem hafa öllu að tapa, ef marxistar sigra — hundsuðu ráðstefnuna næstum al- gerlega, enda þótt til hennar hefði verið vandað, hún væri þýðingarmikil og hefði mikið fréttagildi. Þessi furðulega staðreynd lýsir því, hversu ástandið er alvarlegt. Við getum verið örugg um, að ef einhver af hin- um frægu fyrirlesurum hefði stigið drukk- inn í ræðustólinn (einkum ef hann hefði verið biskup), hefðu hér um bil öll blöðin sagt frá því. Nú var því ekki þannig farið, að blaða- menn væru ekki viðstaddir. Þeir voru þar. Það var augljóst, að ritstjórarnir kærðu sig ekki um áð segja frá ráðstefnunni. Þetta er, í sjálfu sér, eitt af þeim viðfangsefnum, sem þeir, er sátu ráðstefnuna, verða að levsa. Eigi að síður var mikið um ráðstefnuna rætt í frönskum, þýzkum og austurrískum blöðum. Kommúnistablöðin vom mjög óttaslegin og alvöruþunginn sem yfir ráð- stefnunni hvfldi, virtist orka mjög á þau. Vestun'eldunum stendur ekki einungis ógn af fárlegri hættu á herðnaðarlega svið- inu og syndaflóði marxistiskrar hugmynda- fræði, heldur eru þau einnig sýkt af lam- andi sinnuleysi og sjúklegum hugmyndum, sem rugla hugsanir okkar og framkvæmdir. HIN ALVARLEGA AÐVÖRUN OTTÓS ERKIHERTOGA. Ottó erkihertogi, sem hafði mikil áhrif á ráðstefnuna og allir viðstaddir álitu afburða hæfileikamann, sagði við ritstjóra Intelli- gence Digest að ráðstefnunni lokinn, að til þess að mæta þeirri hættu, sem yfir okkur DAGRENNING 29

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.