Dagrenning - 01.06.1953, Qupperneq 37

Dagrenning - 01.06.1953, Qupperneq 37
Ánægjulegt er að verða stöðugt var við kristið, biblíulegt sjónarmið í grein Chesnuts. Hann hefir valið þessu kjarnalími nafnið Kólossulögmálið. Hann hefur valið þetta nafn af tveim orsökum. í fyrsta lagi, vegna þess að „colossal“ þýðir stórkostlegur og þetta er vissulega stórkostlegt, en í öðru lagi bendir höf. á að afl þetta er þekkt fyrir ná- lega 2000 árum og á það rninnst í bréfi Páls til Kólossumanna (1. kap. 16—17.): „Enda var allt skapað í Honum í himnunum og á jörðinni hið sýnilega og hið ósýnilega, hvort sem eru hásæti eða herra- dómar eða tignir eða völd. Allir hlutir eru skapaðir fyrir Hann og til Hans. Og sjálfur er Hann fyrir öllu og af Honum er öllum hlutum saman haldið.1'1) Sá möguleiki, að seinna verði ef til vil fundið lögmál, sem sýnir áþreifanlega og hlutfallslega útreiknað þetta stórkostlega afl, þarf ekki á neinn hátt að ríra gildi þessarar ritningargreinar, sem við höfum vitnað í, og eignar Kristi þennan bindandi kraft, kjama- límið. Það mikilvægasta er, að Chesnut vekur athygli okkar á að smátt og smátt höfum vér komist að raun um, að Biblían þekkti þennan undramátt fyrir 2000 árum. Enginn á dögum Páls mundi hafa hugsað að halda yrði saman sandi sjávarins eða klett- um fjallanna. Það sem Páll segir þama í bréfinu til Kólossumanna fær þess vegna meiri þunga og sterkari lit, þegar hafður er í huga hinn guðlegi innblástur Ritningar- innar. Margir em þeir sem láta mjög hátt um þá skoðun sína, að Biblían sé full af mótsögn- um. Áður fyrr, á dögum vantrúarinnar, var ég vanur að vitna einnig í slíkar mótsagnir. Þegar ég varð kristinn og kynni mín af 1) í greininni sem hér er þýdd eru ensku orðin: „and by Him all things consist" (correct translation, hold together). í ísl. Biblíunni er þetta öðruvísi þýtt. Biblíunni jukust, þá hurfu þessar mótsagnir hver á eftir annarri mjög skjótlega. Kjamafræðingarnir hafa skýrt frá skemmti- legri tilraun: Vegið er eitt pund af mjólk og eitt pund af vatni, og því helt saman — ná- kvæmlega tvö pund af blöndu er árangur- inn. Hér eru engar mótsagnir. En Ches- nut vekur athygli okkar á þvi, að ef við reyn- um að blanda saman kjömunum á þennan sama hátt, þá verður annað uppi á teningn- um. Af tölum Chesnuts sjáum við að eðlis- þyngd prótóna er 1.0076, og neutróna 1.0089; leggið þessar tölur saman og útkoman ætti að vera 2.0165. Seinni talan ætti þá að vera eðlisþyngd hins nýja kjarnahluta, sem við getum kallað deuteron. En útkoman verður sú, þegar prótónum og neutrónum er bland- að saman, að þá verður þunginn 2.0142 en ekki 2.0165 e’ns °S vænta mátti. Enginn þungi hefir farið forgörðum með því að einhver lofttegund hafi horfið eða nokkuð þessháttar, en kljúfið deuteronið í prótónur og neutrónur aftur og hvert þeirra mun ná aftur sínum fvrri þunga. Kjarna- fræðingar töldu þetta í fvrstu mótsögn, sem ekki fengi staðist, þar til það upplýstist betur. Nú er skýringin sú að þegar prótónumar og neutrónurnar sameinast til að verða að deutrón, og sé kjarninn heilsteyptur eins og Guð gerði ráð fyrir að hann væri, þá losnar ósjálfrátt eitthvað af massanum og breytist í kjamalím, þennan undra kraft, sem heldur kjarnanum saman. Og þannig er það Hann, sem skapað hefir alla hluti, heldur öllum hlutum við og mun einhvemtíma gera okkur eins ljóst og við æskjum, vald sitt og hæfileika til að stjóma öllum hlutum! Hr. Chesnut vitnar í samtal einhverra franskra vísindamanna í París 1869. Það var þá sagt fyrir, að innan hundrað ára mundu vísindin bókstaflega hafa komizt að ein- hverju leyti inn á svið Guðs. Þessari fullyrð- DAGRENNING 35

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.