Reykjalundur - 01.06.1947, Blaðsíða 33

Reykjalundur - 01.06.1947, Blaðsíða 33
Hann hafði lítið borðað og var daufur í dálkinn. Hún stóð kyrr og horfði þegjandi á hann. Líklega var hann svangur, þó að hann væri hættur að borða. Henni rann svo til rifja að sjá fullorðinn karlmann svona vonleysislegan, að tárin komu fram í augu hennar. Hann leit snögglega upp og horfði undr- andi á hana, lengi. Svo reis hann á fætur, gekk til hennar og tók hana í faðm sér. Hún varð ekkert undrandi, ekki einu sinni glöð, en miklu fremur hrygg. Það gerði slátrið og hákarlinn á borðinu. „Nú ertu unnustan mín,“ sagði hann lágt. Hún lokaði augunum snöggvast og naut þessa dularfulla, hátíðlega orðs — unnusta. Og eitt augnablik hvarf ómetið á borðinu henni sjónum. Sigga rís á fætur og færir sig að þvotta- balanum. Hún er ákaflega döpur. En þegar illa liggur á henni, rifjar hún upp drauminn góða. Draumurinn uppfyllir allar óskir hennar: Hún er húsfreyja á stóru heimili og gengur vel klædd um hvítþvegið bað- stofugólfið. Stórt borð er á miðju gólfi. Það er líka hvítþvegið. Hún raðar mörgum disk- um á borðið og leggur hjá þeim spegilgljá- andi hnífa. Síðan sækir hún kúfað fat af feitu hangikjöti, nýbakað, glóðvolgt flat- brauð og smjör. A þessu borði sést ekki bráðafárskjöt eða þorskalýsisbræðingur. Hún kallar á fólkið. Það er margt fólk. Hús- bóndinn kemur fyrstur. Hann er í stráheil- um fötum og á nýjum skóm. Börnin fylgja honum eftir, sælleg og glöð. Vinnumenn og vinnukonur eru kát og snör í snúningum. Samt er Jón skrafhreifnastur af öllum. Fólkið setzt að borðinu og hefur svo góða matarlyst, að hún verður að sækja á fatið aftur. „Blessuð reynið þið nú að borða vel“, segir hún, „það veitir ekki af , í þessum kulda“. Þegar allir eru orðnir saddir, sækir hún kaffið, sterk kaffi með rjóma og hvíta- sykri. Lifandi ósköp liggur vel á fólkinu. Það hlær eins og krakkar. Þegar það fer út í kuldann aftur, áminnir hún stúlkurnar um að klæða sig vel og koma heim með fyrra móti, ef veðrið skáni ekki. Stúlkurnar eru hreinlega og myndarlega klæddar. Sjálf fer hún að sinna verkum sínum. Þegar líður að kvöldi, fer hún enn að mat- reiða. Hún ber á borðið lundabagga, súra bringukolla, góða skyrhræru og volga ný- mjólk. Fólkið er orðið þreytt. Þegar það er búið að borða, tekur það á sig náðir, Hér eru æðardúnssængur í öllum rúmum. Um morguninn —--------. Hallveig húsfreyja kallar óþýðlega: „Sigga, kemurðu ekki að borða?“ Hátíð! Hátíð, sem ekki kemur nema einu sinni á hundrað árum. Enginn, sem kominn var vel á legg, gat gert sér von um að lifa slíka hátíð í annað sinn. Menn töluðu alvar- lega um fortíð og framtíð og skrifuðu sendi- bréf í allt öðru hugarástandi en áður, vegna þess. að ártalið endaði á tveimur núllum. Það voru hátíðahöld um allt héraðið — allt landið — þetta vor: Ræðuhöld, söngur, dans, kaffidrykkja! „Það eru ekki aldamót á hverjum degi“, sögðu konurnar, þegar þær mældu rúsín- urnar í jólabrauðið og gerðu það ríflega. „Það eru ekki aldamót á hverjum degi“, sögðu kotungarnir í afsökunarskyni, þegar þeir sögðu gestum og gangandi, að þeir ætluðu sér hiklaust að fára á samkomuna -----já, og konan var meira að segja að hugsa um að fara líka. Og það hvað eiga að koma ræðumaður, skólagenginn maður. Ekki þó úr Reykjavík, en merkismaður samt. Sá var nú ekki sagður feiminn að tala, hvað margir, sem til heyrðu. Og svo rifjuðu menn upp það, sem þeir höfðu séð og heyrt til ræðumannanna um dagana: þingmanna, presta og nokkurra annarra. Þetta hafði svo sem farið í vöxt með ræðu- höld, síðan ungmennafélögin komu til sög- unnar og kaupfélögin. Vel á minnzt! Mikill var ofstopinn í þeim mönnum. Það orðbragð, sem þeir höfðu um kaupmanninn! Aldamótahátíðin gleymdist í svipinn, þeg- ar slíkt bar á góma. Og í hundraðasta sinn sló í brýnu út af þessari nýju stefnu, sem mönnum bar ekki saman um, hvort mundi efla menn til sjálfbjargar eða gera allan Reykjalundur 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.