Reykjalundur - 01.06.1947, Blaðsíða 35

Reykjalundur - 01.06.1947, Blaðsíða 35
konan vék höfðinu ósjálfrétt við, eins og hún væri að horfa á eftir henni. Eftir andartak var hún komin aftur. „Varst þú aldrei á bæ, svona eins og mamma, Sigga mín?“ spurði hún, áður en hún var komin alla leið til gömlu konunnar. „Nei, ég var alltaf bara vinnukona.“ „En maðurinn þinn, hann Jón sálugi, var hann þá ekki bóndi, heldur vinnumaður?“ „Við vorum alltaf vinnuhjú.“ „Því þá? Eg hélt að menn væru vinnu- menn á meðan þeir eru ungir, en yrðu svo bændur, þegar þeir giftu sig.“ „Það þarf efni til þess að reisa bú. En við eignuðumst aldrei neitt. Við vorum bæði heilsulítil. Börnin okkar voru líka heilsu- veil, á meðan þau lifðu. Og tvisvar misstum við allar «kepnurnar, sem við vorum búin að koma upp.“ „Blessaðar skepnurnar,“ sagði telpan hrygg. „Við skulum samt ekki tala um þær núna,“ bætti hún við fljótmælt. „Því ertu svona hugsandi. Sigga? Um hvað ertu að hugsa?“ „Eg var bara að hugsa um drauminn minn,“ svaraði gamla konan stillilega. „Hvaða draum? Dreymdi þig eitthvað merkilegt í nótt?“ „Nei, það var þegar ég var ung.“ „Og manstu það enn?“ „Við eigum aldrei að gleyma því, þégar okkur dreymir eitthvað fallegt, Ásta mín.“ „-----Hin nýja öld-------hin ýja öld — — hin nýja öld------.“ Já, það vantaði ekki að hann gat talað, þessi maður. Það þurfti áræði til að standa þarna frammi fyrir allri sveitinni og segja þetta svona hátt og djarflega — — hin nýja öld. Hin nýja öld, sagði hann, átti að syngja fögnuð í brjóst hinnar ungu kynslóðar. Hin unga kynslóð átti að hleypa gunnfáki hug- sjónanna inn í ríki fegurðarinnar. Hin unga kynslóð • átti ekki að hugsa eingöngu um mat og drykk og kæfa anda sinn í lægstu kröfum hinna daglegu þarfa. En því miður var þetta andi hins nýja tíma------. Og hann talaði um mat og drykk af svo mikilli lítilsvirðingu, að konurnar, sem höfðu verið svo innilega glaðar yfir jóla- brauðinu, roðnuðu af blygðun frammi fyrir hinni nýju öld. Sigga gamla var komin inn, því að nú var blessuð sólin horfin af hlaðinu. Hún sat á rúminu sínu og var að taka prjónana úr slifsinu sínu með mestu varasemi. „Blessunin,11 tautaði hún, þegar hún heyrði trítlað inn göngin og stokkið upp baðstofustigann. „Sigga mín. Ertu strax að fara úr peysu- fötunum? Ertu þreytt? Eg skal brjóta saman slifsið. Eg skal gera það ósköp vel. Mamma sagði, að ég ætti að færa þér kaffið og allt. Hún sagði að þú gætir ekki drukkið með fólkinu við stóra borðið í þinghúsinu, því þú værir bhnd. En finnst þér samt ekki gaman?“ „Jú, jú. Mér þótti gaman. Eg get bara ekki drukkið við borðið. En ég kann líka ágæt- lega við að drekka hérna á rúminu mínu. Og nú er ég búin að hlusta á sönginn og ræðuna. Hlustaðir þú á ræðuna, barnið mitt?“ „Nei — ég — ég var svo mikið að hugsa. Ég tók ekki eftir ræðunni. Ræður eru líka bara fyrir fullorðna.“ „Heyrirðu þá e k k e r t af ræðunni? Ekki orð?“ Ásta litla hugsaði sig um: „ Jú, svolítið. Mig minnir ég heyrði eitthvað svolítið.“ „Jæja, jæja, ekki held ég ræðuskömmin hafi sakað þig. Þú ert svo gott barn.“ Dag nokkurn var negri að járna hest. Skyndilega reif hesturinn sig lausan og sló negrann í höfuðið. Nokkrum dögum síðar var eigandi klársins spurður um líðan svertingjans. — Svertingjanum líður ágætlega — svaraði hann — en hesturinn er draghaltur. • — Er [jað satt mamma, að Pétur litli hafi komið frá himnaríki? — Já, góði minn. — Finnst þér ekki eðlilegt, að englarnir hafi viljað losna við hann, fyrst hann er svona óþægur? Reykjalundur 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.