Reykjalundur - 01.06.1947, Blaðsíða 31
Vistmenn geta boðið
gestum sinum inn i
bjarta og vistlega dag-
stofu.
fjáraflanir og sölu. Þeirra starf krefst fórn-
fýsi og skilnings á því hlutverki, sem þeir
takast á hendur að leysa, og verður seint
fullmetið. Með aðstoð mætra manna tókst
okkur þó að yfirstíga alla þessa byrjunar-
örðugleika vegna hins stórkostlegasta happ-
drættis, sem efnt hefur verið til hér á landi.
Það sem var mikilsverðast í þessu sam-
bandi, var það, að við nutum enn sem fyrr,
velvildar og skilnings valdhafanna á þeim
framkvæmdum, sem við höfum með hönd-
um fyrir þjóðina. Þjóðin mun áreiðanlega
kunna þeim þakkir, sem studdu að því, að
okkur gæfist tækifæri að stofna til jafn
glæsilegs happdrættis til fjáröflunar vegna
byggingaframkvæmdanna, og trauðla mun
nokkur iðrast þess, að hafa veitt því máh
brautargengi. Miklar vonir eru tengdar við
happdrættið, og ef allir leggjast á eitt með
að gera árangur þess sem beztan, er því
máli vel borgið.
A síðastliðnu ári ákvað miðstjórn sam-
bandsins, að afla fjár til byggingafram-
kvæmdanna með því að gefa út skuldabréf
og selja. Þetta kom til framkvæmda á fyrsta
fjórðungi þessa árs og tókst okkur fljótlega
að selja helming bréfanna, en alls voru þau
að verðmæti kr. 600.000.ÓO Vonir standa til
að síðar verði hægt að selja þau bréf, sem
eftir eru, enda þótt ekki sé markaður fyrir
þau sem stendur. Meiri óvissa ríkir nú á
peningamarkaðinum en nokkru sinni áður,
og kemur þar margt til greina.
A fjárlögum fyrir árið 1947 var samband-
inu veittur byggingastyrkur að upphæð kr.
600.000.00. Þótt það fé kæmi ekki til útborg-
unar fyrr en á þessu ári, var það að mestu
notað- á síðasta ári, því að þá var tekið
bankalán út á það.
Almennt er litið svo á, að ríkinu beri að
greiða % byggingakostnaðar að Reykja-
lundi, eins og byggingakostnað annarra op-
inberra sjúkrahúsa. Ennþá vantar þó all-
mikið. á að þær greiðslur hafi verið inntar
af hendi. En ákvörðun um þær greiðslur er
tekin, þegar-gengið er frá fjárlögum hvers
árs.
Yfirleitt erum við bjartsýnir á það, að
okkur takist að halda linnulaust áfram með
þessar byggingar, þar til þeim er að fullu
lokið eins og ráð var fyrir gert í upphafi.
Við treystum á, að þjóðin styðji okkur áfram
á þeirri braut. Þá mun öllum erfiðleikum
verða rutt úr vegi.
Reykjavík, 8. sept. 1947.
Reykjalundur
13