Reykjalundur - 01.06.1947, Blaðsíða 49

Reykjalundur - 01.06.1947, Blaðsíða 49
undir berklaveikinnar, þ. e. opna lungna- berkla. Þó var það álit sérfræðinganna, að nokkur bati sæist mjög oft við opna berkla, og mætti því vænta þess, að lyfið gæti kom- ið að haldi til þess að skapa þann bata, er nægi til þess, að gera illa farna sjúklinga hæfa til skurðaðgerðar Tveir verulegir annmarkar eru þó á notkun streptomycin; í fyrsta lagi verða sýklarnir fljótt ónæmir fyrir lyfinu, oft eftir 30 daga gjöf, og þetta ónæmi helzt líklega að minnsta kosti í 1—2 ár. I öðru lagi er lyfið skaðlegt í þeim skömmtum, sem gefa þarf við berklum. Aðaleiturverkanir streptomycin eru jafn- vægistruflun og heyrnardeyfa. Ég sá mann vafra um eins og hann væri blindfullur, þótt 1V2 ár væri liðið síðan hætt var að gefa honum streptomycin. Einnig sá ég unga konu, sem var nærri heyrnarlaus eftir að hafa fengið streptomycin í 2 mánuði. Með minnkuðum skömmtum og gætni má komast að miklu leyti hjá þessum eitur- verkunum, en eigi að gefa streptomycin, verður í hverju tilfelli, að meta alvarleik sjúkdómsins og áhættuna við eiturverkan- irnar af lyfinu. Þetta hefur orðið þess vald- andi, að þar sem streptomycin er mest not- að, ríkir ekki neinn sérstakur áhugi berkla- sjúklinga fyrir að fá lyfið. Eiturverkanirnar hafa dregið kjark úr fólki við notkun lyfsins. Hitt er jafnvíst, að streptomycinið er stór- kostlega merkileg, vísindaleg nýjung, og getur orðið að miklu liði, sem meðhjálp berklalækninga og aðstoð, þótt það komi ekki að neinu leyti í staðinn fyrir viður- kenndar læknisaðferðir gegn berklaveikinni. Það er nú ekki lengur öruggt, að ungur maður eða kona, sem fær heilahimnuberkla, deyi innan fárra vikna. Berklabakterían býr ekki lengur í örugglega læstu óvígu virki. Vísindamennirnir hafa komizt með fótinn milli stafs og hurðar, og ólíklegt er, að þar verði staðar numið. Hve mörg ár það tekur, að vinna bug á óvætt þessari, verður engu um spáð, en víst er um það, að meiri vonir standa nú til um það, að unninn verði bugur á berklaveikinni en nokkru sinni fyrr. Bólusetning gegn berklaveiki B.C.G., var annað aðalmál þingsins. Frummælandi var Jóhannes Hólm frá Danmörku. Hann lýsti nákvæmlega margra ára rannsóknum á bólusetningunni í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Taldi hana mikilsvirði, einkum þar sem berklaveiki væri mikil og lífskjör slæm. Gat hann, í því sambandi, um hið ömurlega ástand, er nú ríkti í heilbrigðis- málum Mið- og Suður-Evrópu, að berkla- veiki hefði stóraukizt í: Þýzkalandi, Tékkó- slóvakíu, Póllandi, Frakklandi, Italíu og víðar í Evrópu. Taldi hann, að mikils árang- urs mætti vænta með því, að hefja nú þegar bólusetningu með B.C.G. í stórum stíl í þess- um löndum. Margir ræddu þetta mál og voru ekki sammála um gildi bólusetningar- innar, en virtust þó nokkurn veginn sann- færðir um gildi hennar í mikið sýktu um- hverfi. A fundinum var upplýst, að U. S. A. væri um það bil að hefja bólusetningu á 60.000 börnum í Suðurríkjunum í tilraunaskyni. í Norðurríkjunum, þar sem berkladauði er mjög lítill, virtust læknar ekki hallast að almennri bólusetningu barna, en aftur á móti leggja áherzlu á bólusetningu lækna- nema og hjúkrunarkvenna, sem ekki hafa tekið í sig berklasýkilinn. Ymis fleiri mál voru rædd á þinginu, sem ég mun ekki geta um hér, og að lokum var svo ákveðin starfsskrá næsta árs og þar lögð megin áherzla á framhaldsrannsóknir strep- tomycins og annarra lyfja, sem líkleg eru til árangurs í baráttunni gegn berklaveikinni. Þá var einnig samþykkt, að leggja áherzlu á, að koma sem fyrst á, alþjóðaberklavörn- um, og í því skyni hittust fjórir berklasér- fræðingar í París, nú í ágúst; einn frá U. S. A., einn frá Englandi, einn frá Rússlandi og einn frá Danmörku. Af tilviljun varð ég samferða bandaríska fulltrúanum, frá New York til Keflavíkur. Hann vænti mikils af fundi þessum og bjóst við að vera á ferðalagi um Evrópu, fram eftir hausti, til þess að undirbúa þessa merku samvinnu allra þjóða í berklavörn- um. Reykjalundur 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.