Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.1. 2015 Engin smálán lengur í Króatíu F yrir örfáum árum var vörumerkið Minikredit áberandi á markaði fyrir smálán í Króatíu. Það starfaði á árunum 2010- 2012 en smálánabransinn varð skammvinnur í Króatíu því árið 2012 breyttu yfirvöld lögum um neytendalán þannig að ekki var lengur hagkvæmt að bjóða smálán til landsmanna. Ástæða þess að saga Minikredit á erindi á síður ís- lensks dagblaðs er sú að félagið á bakvið það var í íslenskri eigu. Minikredit notaðist við nákvæmlega sams konar vörumerki og hið ís- lenska Hraðpeningar enda í eigu sömu aðila. Vörumerkið Minikredit var í eigu fyrirtækis að nafni Odmah (orðið þýðir „strax“) sem var og er enn skráð í eigu Skorra Rafns Rafns- sonar, samkvæmt króatískri fyrir- tækjaskráningu. Hann er nú stjórn- arformaður sölutorgsins Bland.is og forstjóri fyrirtækis sem nefnist Mó- berg og er eigandi að Bland.is, Net- gíró, Skífunni, Sport.is, Hún.is, Gamestöðinni, Flickmylife.com, 433.is og netfyrirtækinu Wedo – sem sér til dæmis um að halda úti vefsíðum hinna fyrirtækjanna. Wedo er með höfuðstöðvar í Reykjavík en starfsstöð í Zagreb í Króatíu. Odmah var fulltrúi Jumdon Finance - sem á þrjú ís- lensk smálánafyrirtæki Þegar nánar er rýnt í gögn frá kró- atísk-íslenska smálánafyrirtækinu Minikredit má sjá að í lok ágúst 2011 sendi félagið frá sér frétta- tilkynningu þar sem eignarhald fyr- irtækisins er skýrt nánar. Í henni kemur fram að eigandi Minikredit, þ.e. fyrirtækið Odmah, sé „fulltrúi fyrir- tækisins Jumdon Finance Corp. frá Kýpur“. Nafn Jumdon Finance hefur komið upp í viðskiptafréttum hér- lendis enda er það nú skráð sem eigandi að Hraðpeningum, 1909 og Múla, þeirra þriggja smálánafyr- irtækja sem starfa undir hatti fé- lags sem heitir Neytendalán. For- svarsmenn fyrirtækjanna hafa fram til þessa ekki svarað neinu um eign- arhald kýpverska fyrirtækisins og örðugt reynist að leita upplýsinga hjá fyrirtækjaskrá á Kýpur. Fyrir liggur að Hraðpeningar voru stofnaðir árið 2009 af Skorra Rafni og bróður hans Fjölvari Darra Rafnssyni. Samkvæmt upp- lýsingum frá Skorra Rafni seldu þeir Hraðpeninga í janúar árið 2011 og í samtali við blaðamann við vinnslu þessarar greinar sagðist Skorri Rafn ekki hafa nein tengsl við Jumdon Finance, núverandi skráðan eiganda Hraðpeninga, Múla og 1909. Miðað við fréttatilkynninguna sem send var í ágúst 2011, þegar Skorri Rafn var enn stjórnandi Od- mah og Minikredit, þá eru tengslin við Jumdon Finance þó augljós. Od- mah, fyrirtæki Skorra Rafns í Kró- atíu, var þá (eftir að hann seldi hlut sinn í hinu íslenska fyrirtæki Hrað- peningar) fulltrúi (e. representative) Jumdon Finance. Íslenskt eignarhald vakti athygli króatískra fjölmiðla Talsvert var skrifað um hin nýtil- komnu smálán í króatískum fjöl- miðlum árin 2010 og 2011, enda fyr- irbærið óþekkt þar í landi líkt og hér. Fólk hafði ekki áður getað fengið lán með himinháum vöxtum með því einu að senda sms. Rætt var við hinn íslenska full- trúa Odmah og Jumdon Finance sumarið 2011. „Ég er mjög bjart- sýnn á króatíska markaðinn og sé að hér er mikil eftirspurn eftir smálánum,“ var haft eftir Skorra Rafni í króatíska viðskiptablaðinu Poslovni Dnevnik þann 28. júní 2011. Í tilkynningunni sem Odmah sendi frá sér í ágúst sama ár og vís- að er í að framan er hins vegar gerð grein fyrir því að Odmah er í raun fulltrúi Jumdon Finance, hins kýpverska eiganda þriggja af fimm smálánafyrirtækjum hér á landi. Fréttatilkynningin er aðgengileg á Facebook-síðu Minikredit. Minikre- dit er enn með virka síðu á Face- book en hefur ekki sett inn færslu frá því í lok nóvember 2012. Það er ekki tilviljun því í desember 2012 gekk í gildi ný og endurbætt neyt- endalöggjöf þar sem sérstaklega var kveðið á um harðari skilyrði fyrir fyrirtæki sem veita neytendalán. Gögn frá króatískri fyrir- tækjaskrá sýndu, að því er fram kom í skrifum blaðamanna Poslovni Dnevnik, að ekki var mikill hagn- aður og ekki sérlega mikil velta hjá íslensk-króatíska félaginu Odmah sem starfaði undir nafninu Minikre- dit. Það er þó ekki talið til marks um að smálánabransinn þar hafi ekki verið ábatasamur, heldur var ástæða þess sú að lánaveltan hjá Odmah fór í raun í gegnum hið kýpverska Jumdon Finance og þar kom þá hagnaður eða tap fyrirtæk- isins fram. Engar upplýsingar feng- ust þó um það huldufyrirtæki, ekki frekar en fengist hafa upplýsingar um hið sama hér á landi. Smálánafyrirtækin sem starfa hér á landi eru fimm. Auk þeirra sem talin hafa verið upp að ofan eru fyr- irtækin Kredia og Smálán starfandi en þau eru einnig sögð í erlendri eigu einnig og því hafa takmarkaðar upplýsingar verið veittar um af- komu þeirra. Smálánastarfsemin í Króatíu lagðist af þegar löggjöfin utan um neytendalán var hert. Löggjöf um neytendalán var hert hér á landi 2013 en smálánafyrirtæki lifa þó enn – þótt lítið sé í raun vitað um hversu góðu lífi þau lifa. Smálánafyrirtæki skila ekki árs- reikningum og því er lítið vitað um afkomu þeirra hér. Í Króatíu var sama upp á teningnum með íslenska smálánafyrirtækið sem þar starfaði. Þar var búið svo um hnútana að litlar upplýsingar lægju fyrir um hagnað þeirra. Morgunblaðið/Golli BLAND.IS OG NETGÍRÓ ERU Í EIGU SAMA AÐILA OG STOFNAÐI BÆÐI HRAÐPENINGA OG SAMBÆRILEGT SMÁLÁNAFYRIRTÆKI AÐ NAFNI MINIKREDIT SEM STARFAÐI Í KRÓATÍU ÞAR TIL LÖG VORU SETT Á STARFSEMINA ÞAR Í LANDI ÁRIÐ 2012. KÝPVERSKA HULDUFYRIRTÆKIÐ JUMDON FINANCE Á ÞRJÚ SMÁLÁNAFYRIRTÆKI HÉR Á LANDI EN ÞAÐ VAR EINNIG Á BAKVIÐ ÍSLENSKU SMÁLÁNASTARFSEMINA Í KRÓATÍU. Sama hugmynd - sama útlit - sömu auglýsingar Minikredit í Króatíu (Facebook-síða fyrirtækisins er enn opin þótt engin sé starfsemin) og Hraðpeningar á Íslandi virðast byggja á nákvæmlega sömu hug- mynd. Allt útlit fyrirtækjanna er sambærilegt og notast var t.d. við sömu sjón- varpsauglýsingar fyrir bæði fyrirtækin. Margir muna eftir auglýsingu sem sýnd var hér á landi fyrir nokkrum árum þar sem par sat á veitingastað og maðurinn hugðist biðja konuna sem sat á móti honum að giftast sér. Hringurinn var hins vegar hrifsaður úr höndum hans því hann hafði ekki greitt fyrir hann. Sama auglýsing er auðfundin á króatísku á Youtube undir leitarstrengnum Minikre- dit. Íslensku útgáfuna er hægt að finna ef leitað er undir Hraðpeningar. Skorri Rafn Rafnsson * Í Króatíu var starfsemi smálánafyrirtækja á borð við Mini-kredit stöðvuð með lögum um neytendalán í lok árs 2012. Hérá landi starfa Hraðpeningar og fjögur önnur smálánafyrirtæki enn. ÞjóðmálEYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.