Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 53
Við gerð þessarar töflu var notast við ýmsar heimildir, þar á meðal vef Fálkaseturs Íslands,Wikipediu, vef Dýraheilbrigðiseftirlits Indiana,Vísindavef HÍ og vef Fiskistofu. 220 kg naut með 62% nýtingu • 480 kg hreindýr með 40% nýtingu að helmingur unga séu karlfuglar sem slátrað er á fyrstu dögum ð 50% nýtingu • 83,9 kg fugl með 62% nýtingarhlutfall l ætilegs kjöts og húðar • 11500 g fugl og 62% hlutfall ætilegs kjöts Lamb6 Þorskur7 Villigæs8 Eldislax9 Kjúklingur, venjulegur10 Kjúklingur, vistvænn10 Rjúpa11 Krybbur 8,6 3,0 2,4 2,0 1,1 1,1 0,3 0,0001 Kíló af ætilegri vöru á hverja slátrun nei nei nei óvíst já nei nei nei Erfiðar aðstæður já já nei nei já já nei nei Erfiður dauðdagi Sumir kenna í brjósti um rjúpuna, hreindýrið eða gæsina en það gæti þó hugsast að villibráð væri einn mannúðlegasti val- kosturinn í kjöti. Gott líf og skjótur dauðdagi fyrir villibráð? Mætti segja að villibráðin sleppi hvað best af öllum þeim dýr- um sem mannskepnan leggur sér til munns. Verksmiðjufram- leidd dýr eiga mörg erfitt líf en skjótan dauðdaga á meðan dýrin sem fá að lifa villt fá að vera í náttúrunni en geta átt langan og sársaukafullan dauðdaga, hvort sem það er vegna veikinda, meiðsla, hungurs, eða rándýrs. Dýrin sem felld eru af hæfum veiðimanni fá að eiga gott líf í sínu náttúrulega um- hverfi, og einnig skjótan dauðdaga. Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumaður er mikill veiðimaður og sendi m.a. frá sér fyrir þremur árum Stóru bókina um villi- bráð. Úlfar segir fugla drepast nær samstundis eftir að hafa verið hæfðir með haglaskoti. „Veiðimaðurinn leggur sig fram við að dýrið þjáist sem minnst og ef svo ólíklega vill til að fuglinn sé enn á lífi þegar hann lendir á jörðinni er hann óðara snúinn úr hálslið. Yfirleitt er þó fuglinn kominn til fugla-guðs áður en hann lendir á jörðinni.“ Stóru dýrin drepast líka hratt ef þau eru skotin í hjarta eða lungu. Ekki er æskilegt að miða á höfuðið þó gott skot i heila myndi fella dýrið strax. Er hættan sú að skotið geigi og t.d. skjóti af kjálkann og valdi dýrinu ómældum þjáningum. „Skot í hjarta eða lungu tekur mjög skjótt af og aldrei meira en nokkrar sekúndur frá því að skotið hæfir dýrið og þangað til það er dautt.“ Bíða lengi á línunni Ekki má gleyma skepnunum sem synda í sjónum. Er kannski mannúðlegra að láta spendýrin og fuglana í friði, og þess í stað borða meinhollan fiskinn? Ef marka má Konráð Eggertsson hvalveiðimann kann að vera að hvalkjöt sé eitt mannúðlegasta kjöt sem setja má á diskinn. Bæði gefur dæmigerð hrefna af sér að jafnaði um hálft annað tonn af kjöti og með nútíma sprengiskutlum drepst hvalurinn hratt. „Áður fyrr gat verið bölvað mál að drepa hvalinn. Þá voru notaðir hefðbundnir skutlar án sprengiefnis og svo höfðum við sérstaka riffla til að klára málið ef hvalurinn drapst ekki fljót- lega. Í síðustu lotu vísindaveiða voru notaðir sprengiskutlar og í 99% tilvika drapst hvalurinn um leið og skutullinn hæfði hann.“ Konráð segir hvalinn heldur ekki flýja skipin af ótta. „Stundum getur þetta verið langur eltingaleikur, en það er ekki vegna þess að hvalirnir fælist hvalveiðiskipin, heldur vegna þess að þeir eru í fæðisleit og á mikilli hreyfingu.“ Hvað með fiskana? Þeir fá að synda um frjálsir en eru veiddir með ýmsum hætti. Hugsanlega ættu þeir sem vilja lág- marka þjáningu að gera upp á milli fiskflaka eftir því hvaða tækjum var beitt við veiðarnar. Einar Hreinsson er veiðarfærasérfræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun: „Stystu veiðiferlin eru þegar notuð eru handfæri og dragnót. Á handfæraveiðum er dauðastríðið kannski nokkr- ar mínútur. Í tilviki dragnótaveiða líða kannski 30-60 mínútur frá því fyrsti fiskurinn lendir í nótinni og þangað til hann er kominn um borð.“ Veiðarnar taka lengri tíma þegar veitt er á línu, net og með botnvörpu. „Botnvarpan er að jafnaði dregin í nokkra klukku- tíma en í tilviki línuveiða getur verið að 5-12 tímar líði frá því fyrsti fiskurinn bítur á agnið og þangað til hann kemst á hníf- inn. Á netaveiðum getur liðið sólarhringur frá því fiskur festist í netinu og þar til hann er blóðgaður. Eru þetta almenn tíma- mörk fyrir algengustu veiðiaðferðir okkar.“ Það gæti verið að eldisfiskur geti verið mannúðlegri kostur en villtur fiskur, a.m.k. hvað snýr að slátruninni. Kristján G. Jóakimsson er sjávarútvegsfræðingur og situr í stjórn Lands- sambands fiskeldisstöðva. Hann segir að við slátrun eldisfisks sé leitast við að valda heiladauða á sem skjótastan hátt, þ.e. áður en fiskurinn er blóðgaður og slægður. Eru þá notaðar sérstakar vélar sem ýmist reka pinna í haus fisksins og rotar hann eða setur rafstraum í ákveðinn stað á höfði fisksins. Er markmiðið að lágmarka streitumyndun, verki og kvalir hjá fiskinum og á aflífunin að gerast eins hratt og mögulegt er við slátrunina. „Ef fiskurinn er blóðgaður án þess að hafa fyrst verið heiladrepinn sendir heilinn áfram skilaboð út í vöðvana um að sprikla og forða sér frá vánni. Þar sem vöðvarnir fá ekki lengur súrefni til bruna á sér stað loftfirrtur bruni. Þessi loftfirrti bruni veldur lækkun á sýrustigi í holdinu sem aftur hefur neikvæð áhrif á gæði afurðarinnar.“ Kristján segir jafnframt að ekki þurfi að væsa um fiskinn i kvíunum. Áhrifamiklar verslanakeðjur erlendis gera oft þá kröfu að magn fisks á hvern rúmmetra í kvíunum fari ekki upp fyrir ákveðin mörk svo fiskurinn búi ekki við of mikil þrengsli. „En fiskeldisstöðvar sem reyna að kreista sem mest magn úr kvíunum reka sig líka á að gæðin minnka ef fiskurinn fær ekki nægilegt pláss og fer t.d. að sjást á sporði og uggum, vöxtur minnkar og fleira kemur upp sem getur haft neikvæð áhrif á reksturinn. Mannúðlegt eldi og árangur í rekstri hefur reynst fara vel saman og helst gjarnan í hendur.“ Að endingu verður að skoða þau dýr sem hafa ekki jafnþró- uð taugakerfi og hryggdýr. Er mjög erfitt að fullyrða en má þó ætla að t.d. humar og ostrur upplifi þjáningu og skelfingu ekki með sama hætti og lamb eða hænsn. Stefán Atli Thoroddsen þekkir þessi mál en hann rekur sprotafyrirtækið BSF Productions sem unnið hefur að fram- leiðslu prótínstanga úr dufti sem gert er úr krybbum. Hann segir að margt geri krybbuprótín að mannúðlegum valkosti. Ekki aðeins eru krybburnar með vanþróað taugakerfi heldur eru þær ræktaðar í þægilegum boxum þar sem þær una sér vel með fóðrinu sínu. „Þegar líður að uppskeru er byrjað á að setja boxin í kæli. Við það leggjast krybburnar rólega í dvala og eru orðnar alveg rænulausar þegar þær ýmist eru frystar eða þurrkaðar með hita.“ Vegið og metið Hver er svo niðurstaðan? Hver er besti valkosturinn fyrir þá sem vilja hafa sem minnst af þjáningu á bak við hvern kjöt- bita? Í töflunni hér til hliðar hefur nokkrum valkostum verið raðað upp, bæði með tilliti til þess hversu mikið af ætilegri vöru fæst fyrir hvert dýr sem slátrari eða skytta fellir, og eins með upplýsingum um hvort dýrið átti erfitt líf eða erfiðan dauðdaga. Strax blasir við að hrefnan gefur mesta kjötið, á skjótan dauðdaga og syndir fram að því frjáls um höfin. Mætti jafnvel halda því fram að mannúðlegra sé að skjóta hvalinn en að láta hann deyja af náttúrulegum orsökum. Hitt er svo siðferð- isspurning sem ekki verður svarað hér, hvort hvalir séu mögu- lega slíkar vitsmunaverur að ósiðlegt sé að veiða þá og borða. Ef við skoðum hóf- og klaufdýrin virðist hesturinn koma best út og lambið verst. Hreindýr virðist ekki gefa af sér mik- inn mat en aftur er vert að skoða hvort hreindýrið þjáist ekki minnst heilt yfir og sé betur fellt af skotvísum veiðimanni frekar en að þola náttúrulegan dauðdaga af völdum hungurs, sjúkdóma eða meiðsla. Fuglar og fiskar gefa ekki af sér mikið ætilegt hold, en fisk- urinn þó ögn meira og kannski mannúðlegra að borða eldislax en kjúkling, hvað þá ef við gefum okkur að kjúklingurinn hafi þroskaðra taugakerfi en fiskurinn og upplifi aðbúnað sinn og örlög öðruvísi. Til fróðleiks fá egg að fljóta með í töflunni enda prótíngjafi sem margir velja þegar sagt er skilið við kjötið. Ef allt er talið eru eggin þó ekki endilega mannúðlegasti kosturinn og mælt í kílóum fæst margfalt meira matarmagn úr t.d. einu holdanauti en úr einni varphænu sem skilar 400 eggjum. Neðst á töflunni lenda svo krybburnar sem rækta þarf í þúsundavís til að gera eitt kíló af krybbu-hveiti. Eina ferðina enn verður lesandinn að gera það sjálfur upp við sig hvort slátrun einnar krybbu jafnast á við slátrun kjúklings eða lambs, eða eigi meira skylt við rykmaurana sem falla í valinn í hvert skipti sem rúmfötin eru sett í þvottavélina. * Yfirleitt er fuglinn kominntil fugla-guðs áður en hannlendir á jörðinni. 4.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.