Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.1. 2015 Ég hef stundum sagt söguna af því þegar égspáði falli Margrétar Thatcher af stóli for-sætisráðherra Bretlands skömmu eftir að hún komst til valda undir lok áttunda áratugar síð- ustu aldar. Ég var þá fréttamaður á Ríkisútvarpinu og sinnti fréttaskýringum um erlend málefni. Spádóma mína um afhroð járnfrúarinnar eins og hún var gjarnan nefnd, tengdi ég hraðvaxandi at- vinnuleysi í Bretlandi á þessum tíma. Það fór úr hálfri milljón í milljón. Það var nógu slæmt en miklu verra átti ástandið eftir að verða, hálf önnur milljón, tvær milljónir atvinnulausra, síðan tvær og hálf og loks þrjár milljónir atvinnulausra. En alltaf sat Thatcher. Það sem ég hafði misreiknað mig á var tíðarand- inn sem á þessum árum var að taka breytingum. Á sjötta, sjöunda og lungann úr áttunda áratugnum hefðu spádómar mínir ræst. En ekki lengur. „Þú gleymir einu,“ sagði glöggur kunningi minn, „þú horfir til þeirra sem eru án vinnu, en gleymir öllum hinum sem hafa vinnu“. Og bætti síðan við: „Þeir eru miklu fleiri.“ Samfélag sem áður leit á atvinnu- leysi sem þjóðarböl, hlutskipti sem ætti ekki að henda nokkurn mann hugsaði nú þrengra, í anda Margrétar Thatcher sem sagði að hver maður ætti fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig. Þá myndi hin ósýnilega hönd markaðarins sem Adam Smith þóttist hafa komið auga á í árdaga kapítalismans, sjá um afganginn. Eigingirnin og græðgin myndu með öðrum orðum gagnast samfélaginu öllu þegar upp væri staðið. Ekki reyndist þetta farsæl hugsun og áttu menn eftir að sjá hve miklu verr í stakk búið misréttisþjóðfélagið er að glíma við erfiðleika en hitt sem býr við jöfnuð og félagslegt réttlæti. Rétt fyrir áramótin lét Þorleifur Gunnlaugsson, fyrrver- andi borgarfulltrúi í Reykjavík, frá sér fara athygl- isverða hugleiðingu, eins konar herhvöt. Hún geng- ur þvert á hugsun Thatcher. Þorleifur segir nefnilega að atvinnuleysi komi okkur öllum við. Kerfisbreytingar nú um áramótin, þar sem tím- inn sem fólk á rétt á atvinnuleysisbótum er styttur um hálft ár, eru sagðar spara ríkinu milljarð en sveitarfélögin sem taki við framfærslunni á tím- anum sem nemur styttingunni, verða af hálfum milljarði. Hvað um fimm hundruð milljónirnar þarna á milli? spyr Þorleifur og svarar sjálfum sér að bragði og segir að í þessari peningaupphæð sé „fólgin tekjuskerðing hjá þeim hópi á Íslandi sem býr við lökust kjör og erfiðustu félagslegu aðstæð- urnar eftir langvarandi atvinnuleysi.“ Síðan útlistar hann hin bágu kjör og kemst að þeirri niðurstöðu að þau séu á ábyrgð okkar allra – í okkar nafni. Þetta er rétt hjá Þorleifi Gunnlaugssyni. Þeim okkar sem hafa fulla vinnu og búa við sæmileg launakjör væri hollt að hugleiða hvað okkur finnist um þá tilhugsun að búa við 178 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt og þurfa síðan að sæta skerð- ingu eins og gerðist um þessi áramót hjá allstórum hópi fólks. Ekki nógu stórum til að ógna einni rík- isstjórn nema að við verðum nógu mörg sem sætt- um okkur ekki við tíðaranda þröngrar eigingirni og svörum herhvöt Þorleifs Gunnlaugssonar til varnar tekjulægsta fólkinu á Íslandi. Ráðist á fátæka í okkar nafni * Þeim okkar sem hafafulla vinnu og búa viðsæmileg launakjör væri hollt að hugleiða hvað okkur finnist um þá tilhugsun að búa við 178 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt … ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Áramótaskaupið var nokkuð um- deilt og kannski ekki ýkja ný tíð- indi en það virtist þó ekki skipta sköpum fyrir óánægjuna hvar fólk stóð í pólitík. Ágústa Eva Er- lendsdóttir leik- kona skrifaði á Facebook eftir skaupið í at- hugasemd hjá Þórarni Þórarins- syni blaðamanni sem var ekki heldur ánægður með skaupið: „Greinilega verið takmark að vera „beitt“ en sprakk algjörlega í höndunum á þeim. Varð að bit- lausri og ófyndinni árás, pólitískar skoðanir og reiði aðstandenda skaupsins fór með gott slott og slatta af peningum beint í ruslið. Vei.“ Andri Snær Magnason rit- höfundur var einnig með inn- legg í álitsgjöf á Skaupinu og skrif- aði á Twitter: „Það á að gera jafnt grín að öllum. Einhver hefði átt að vera með blackface og leika Osmos á lestarstöð á Ítalíu.“ Afar voru nokkuð til umræðu á Facebook á ára- mótunum og meðal annars rigndi inn ham- ingjuóskum á Fa- cebook-síðu Loga Bergmanns sem varð afi um miðja viku. Ari Eld- járn grínisti sat hins vegar uppi með annars konar afavinkil en hann deildi því á Twitter hvernig dóttir hans fór mannavillt er hún horfði meðlimi hljómsveitarinnar Rolling Stones í sjónvarpinu. „Dóttir mín benti rétt í þessu á Rolling Stones í sjónvarpinu og sagði hátt og snjallt: „Afi“.“ Líf Magn- eudóttir, vara- borgarfulltrúi Vinstri grænna, skellti inn skemmtilegum hátíð- arfærslum á Twitter þar sem hún fagnaði því meðal annars að börn- in væru sofnuð, klukkan hálfeitt um nóttina. Þá vakti hún athygli á því að konfekt væri víðast hvar á heilmiklum afslætti þegar jólahá- tíðin væri um garð gengin. „Best að halda jólin eftir jól. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan alltaf að græða.“ AF NETINU Breskir fjölmiðlar eru farnir að fjalla um væntanlegt sjónvarps- efni ársins og þar er einkum horft til bresku glæpaþáttarað- arinnar Fortitude sem tekin var upp hér á landi á síðasta ári. The Guardian segir að enginn geti talist maður með mönnum nema fylgjast með þáttaröðinni en fyrsti þátturinn fer í loftið 29. janúar. En það er ekki að- eins söguþráðurinn og hvernig Ísland kemur út í myndinni sem beðið er eftir með eftirvæntingu heldur er það hvort klæðnaður og útlit Sofie Gråbøl slái á sama hátt í gegn og í Forbrydelsen – er önnur tískubóla eignuð leikkonunni sem Söru Lund á leið- inni? Guardian vísar þar í lopapeys- una víðfrægu en í þáttunum fór Sofie Gråbøl nær aldrei úr peys- unni fallegu. Í Fortitude klæðist leikkonan, í hlutverki Hildar Odegard, brúnleitri ull- arkápu með áberandi, stórum og miklum loð- kraga og hér er spá Guardian; loð- kragar verða tísku- bóla ársins vegna þessa. Sér- staklega þar sem Hildur Odegard er jafnmikið í mynd í káp- unni og Sara Lund var í ull- arpeysunni. Spá tískubólu út frá Fortitude Þessum loðfeldi Hildar Odegard er spáð frægð. Sofie Gråbøl í ullarpeys- unni í Forbrydelsen. Kanadískt nýársbarn fékk íslenskt nafn Freyja með foreldrum sínum Kayla McEvoy og Jared Adams og bróðurnum Daníel. Skjáskot/Edmonton Journal McEvoy og Jared Adams, vildu minnast Íslandsferðar sinnar í sum- ar en þau giftu sig hérlendis í febr- úar síðastliðnum og ferðuðust þá vítt og breitt um landið í vetrarbúningi. Dóttirin fæddist þegar klukkan var tvær mínútur gengin í eitt. Foreldrar fyrsta barns ársins 2015 í höfuðborg Alberta í Kanda, Edmon- ton, ákváðu að heiðra Ísland og gefa barni sínu íslenskt nafn; Freyja. Að því er vefmiðill dagblaðsins Edmonton Journal greinir frá er ástæðan er sú að foreldrarnir, Kayla Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.