Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2015 „Ég er í senn stoltur og hrærður. Í starfi eins og þessu, þar sem maður situr mikið einn við og heyrir stundum ekki tóna eftir sjálfan sig mánuðum saman, er það mikils virði að til sé fólk sem vill veita manni svona viðurkenningu. Það hefur raunar meiri þýðingu en hægt er að koma í orð því það er hæg hrynjandi í þessu fagi og getur verið mjög langt á milli hápunkta,“ segir Hugi Guðmundsson tónskáld sem hlaut í gær Íslensku bjartsýnisverðlaunin. Verðlaunin eru hugsuð sem hvatning og viðurkenning til íslenskra listamanna. Rio Tinto Alcan hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá árinu 2000 en þau voru fyrst veitt 1981 og þá kennd við upphafsmann sinn, danska athafnamanninn Peter Bröste. Hugi segir engan vafa á því að verðlaun af þessu tagi hafi þýðingu. „Alla vega finnst okkur listamönnum það. Þetta er klapp á bakið fyrir okkur og vísbending um að við séum að gera hluti sem skipta máli. Það er heldur ekkert bón- usakerfi á launareikningum okkar, þannig að þetta kemur sér vel,“ segir Hugi og bætir við að ekki dragi það úr lotn- ingu sinni að margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar hafi hlotið verðlaunin gegnum tíðina. Hann segir fleiri íslensk fyrirtæki mega taka Rio Tinto Alcan sér til fyrirmyndar. Það þurfi ekki endilega að vera í formi viðurkenninga, styðja megi við menningu og listir með margvíslegum öðrum hætti, eins og að panta tónverk. Hugi fékk á nýliðnu ári starfslaun til þriggja ára í Danmörku, þar sem hann býr og starfar, og í kjölfarið kom pönt- un um að skrifa óperu byggða á Hamlet í tilefni af 400 ára ártíð Williams Shakespeares 2016. Hún verður frumsýnd í Hamletkastalanum í Helsingör. „Þetta mun taka bróðurpartinn af mínum tíma á næstunni, með öðrum verkefnum inn á milli,“ segir Hugi sem á m.a. nýtt verk á Myrkum músíkdögum nú í janúar, auk þess sem barnaverk eftir hann verður flutt á skólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Ég hlakka mjög til að sjá hvernig það gengur.“ Hugi Guðmundsson tekur við Íslensku bjartsýnisverðlaununum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Morgunblaðið/Kristinn HUGI GUÐMUNDSSON HLÝTUR ÍSLENSKU BJARTSÝNISVERÐLAUNIN Meiri þýðing en orð fá lýst Geirfinnur Einarsson er ekki leng- ur í tölu lifenda og lík hans liggur í sjó eða vatni í átta hundruð eða eitt þúsund metra fjarlægð frá heimili hans í Keflavík. Og alls ekki lengra. Þetta kom fram í símasamtali Morgunblaðsins við hinn heimsþekkta hollenska sjá- anda Gerard Croiset í ársbyrjun 1975. Fáeinar vikur voru þá liðnar frá þessu umtalaðasta manns- hvarfi Íslandssögunnar. Lögreglan hafði greint frá því opinberlega að hún hefði leitað til Croisets í þeirri von að hann gæti hjálpað til við að upplýsa hvarf Geirfinns og fyrir vikið þótti Morgunblaðinu eðlilegt að hafa samband við sjáandann, að því er segir í baksíðufrétt blaðsins. Í samtalinu er haft eftir Croiset að lík Geirfinns liggi í einhverju „tré- verki“, sem er hálft í kafi og hálft upp úr vatninu. Um væri að ræða hús eða skipsflak en bryggja kæmi líka til greina. Þegar Croiset var spurður um aðdragandann að hvarfi Geirfinns vildi hann ekkert tjá sig um það en kvaðst mundu gefa lögreglunni upplýsingar um það mál. Ekki leiddu þær upplýsingar til þess að Geirfinnur fyndist. GAMLA FRÉTTIN Sá lík Geirfinns Gerard Croiset, hollenski sjáandinn heimsfrægi, sem leitað var til. Geirfinnur Einarsson hvarf spor- laust frá heimili sínu síðla árs 1974. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Tobey Maguire kvikmyndaleikari. Garðar Thor Cortes óperusöngvari. Jake Gyllenhaal kvikmyndaleikari. ILVA.DK ÚTSALA YFIR 2500 VÖRULIÐIR Á LÆKKUÐU VERÐI ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 SPARAÐU 25% af öllum handklæðum SPARAÐU 25% af öllum púðum SPARAÐU 25% af öllum kertum Ýmsir litir. 50 x100cm. 995kr. Nú695kr. 70 x140cm. 1.995kr. Nú1.495kr. 100 x150cm. 2.995kr. Nú1.995kr. Nessa-handklæði ZigZag.Púði. 50 x50 cm. 4.995kr. Nú3.695kr.Contrast. Púði. Svartur/natur. 3.995kr. Nú2.995kr. Love is...Púði. 40 x60 cm. 6.995kr. Nú5.195kr.One.Púði. 40 x40 cm. 2.995kr. Nú2.195kr. Púðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.