Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 18
Hin háreista Höll vindanna setur svip á Jaipur, sem oft er kölluð bleika borgin vegna allra háreistu sandsteinshúsa sem þar eru. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Í bítið, þegar við Indlandsfararnir lögðum upp frá Jaipur suður til Agra, var okkur sagt að ferðalagið tæki tíu tíma. Allur væri þó varinn góður, því ef kýr væru á vegi og tepptu umferð ættu þær, sakir heilagleika síns, allan rétt. Auðhumlur Indlands ganga því á lagið og liggja stundum á meltunni úti á vegunum klukkustundum saman. Í þetta skiptið gekk ferðin greiðlega, utan hvað rútan var gömul og þröng og einbreiðir holóttir vegirnir sem rútan skrölti eftir minntu á Kjöl eða Sprengisand. Eftir nokkurra tíma akstur um hina óendanlegu breiðu ók bílstjórinn heim að einni vegasjoppunni. Stúlka og ungur maður sem strauk strengi hljóðfæris sem var eitthvað í ætt við fíólín stóðu við útidyr. Þau léku listir sínar þótt undirliggjandi til- gangur þessa alls væri að sníkja peninga og víst tókst krökk- unum að klóra eitthvert klink í kassann. Svo gengum við inn á vertshúsið þar sem á borðum var kjötréttur, þótt uppistaðan væri hrísgrjón sem höfðu verið krydduð algjörlega í drep. Svo héldum við áfram, hvar ekið var í svækjuhita svo svitaperlur merluðu á enni sumra ferðalanganna. Ástandið varð bærilegra þegar leið á daginn. Með höfuðið fullt af spurningum Að koma heim úr ferðalagi með góðar minningar er gott, en sjálfum finnst mér meiru skipta að vera með höfuðið fullt af spurningum. Og það gerði þessi leiðangur; ferð til þessa ógn- arstóra lands þar sem m.a. trúarbrögðin skipta fólkinu upp í hópa og gera hinum fátæku ómögulegt að öðlast betra líf. Ind- verjar teljast vera rúmlega milljarður og fjölgar ört. Sér- staklega fólki í lágstéttinni, sem er sakir viðhorfa hindúa- trúarinnar gert nánast ómögulegt að vinna sig upp til betra lífs. „Hinir ósnertanlegu“ er viðhorf yfirstéttarinnar til þessa fólks, sem gengur um berfætt og betlandi, býr í hreysum og hefur takmarkaðan aðgang að menntun og félagslegri þjónustu og öðru sem sjálfsagt þykir á Vesturlöndum. Því höfum við, fólkið í álfum auðlegðar, ærnar skyldur gagnvart fólkinu, þótt undarlegir siðir og feysknir innviðir samfélagsins torveldi allt sem til hjálpar má verða. ÞAR SEM KÝRNAR ERU HEILAGAR Undarlegt er Indland LÁGSTÉTTIN Á INDLANDI ER ÓSNERTANLEG OG HRÍSGRJÓN KRYDDUÐ Í DREP. VEGIR ERU EINS OG SPRENGISANDUR OG FÓLKIÐ GENGUR UM BERFÆTT OG BETLANDI Í ÞESSU RÍKI ÞVERSTÆÐNANNA. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Götufólkið þarf aur til að draga fram lífið sem er torsótt. Blikið í augum barnanna á Indlandi er fallegt en hvernig ætli framtíð þeirra og örlög verði? Kýrnar á Indlandi mega nánast allt og ekki tiltökumál þótt þær éti úr rusladalli. Fólksfjöldanum í Nýju-Delhí verður best lýst sem mannhafi. Ferðalög og flakk *Reglur um handfarangur geta veriðólíkar eftir því með hvaða flugfélagi erferðast. Stundum er miðað við fjölda aftöskum, þ.e. að aðeins megi vera meðeina tösku í handfarangri óháð stærð ogþyngd. Hjá öðrum flugfélögum eru reglur um hámarksþyngd handfar-angurs og stundum er miðað við ummál handfarangurs. Gott getur því verið að kynna sér vel hvaða reglur gilda áður en lagt er af stað í reisu, einkum ef ferðast er með fleiri en einu flugfélagi. Ekki gleyma handfarangrinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.