Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 17
Menn ferðast um allan heim í leit að ein- hverju sem þeir þarfnast, en finna það loks þegar þeir snúa aftur heim. George Moore Mundu að brosa og mundu að hafa gaman af lífinu! Minion 4.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Agnes Marinósdóttir flutti fyrir stuttu til Barcelona með manni sínum, Aroni Þór Arnarssyni, og tveimur sonum sín- um, Ólafi Árna, 11 ára og Birni Darra, 2 ára. Hún stundar nám í tísku- og markaðsfræði en áð- ur var hún með fyrirtæki hér á landi sem heitir AGGYSTAR og hannaði hún töskur sem henta túristum. Einnig hefur hún verið að fikta við myndlist og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Fjöl- skyldan er dugleg að njóta sólarinnar og gera margt skemmtilegt saman í sólinni í Barcelona. Þátturinn sem allir geta horft á? Sko, það er nú ansi mikil bjartsýni að tala um að við getum öll horft á eitthvað saman! „Epic Fails videos“ á Youtube hentar einhvern veginn öllum, sérstaklega þeim yngsta sem hlær dátt þegar fólk dettur. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Við búum á Spáni þar sem matarmenningin er öðru- vísi en heima. Burritos er í uppáhaldi hér en að sjálfsögðu er íslenskt lamb í allra mestu uppá- haldi. Kjötið er svo miklu betra heima, það er bara þannig. Skemmtilegast að gera saman? Veðrið í Barce- lona er rosalega gott, vetur hér er eins og sumar á Íslandi þannig að við erum mikið úti að leika saman. Róló-menningin í hverfinu okkar, sem heitir Gracia, er mikil og kaffihús með stórri ver- önd eru allstaðar. Við förum öll saman að fá okk- ur að borða og litla dýrið fær að hlaupa um frjálst. Einnig förum við stundum á ströndina með hlaupahjól og lítið barnamótorhjól og renn- um meðfram strandlengjunni. Alveg dásamlegt. Borðið þið morgunmat saman? Við borðum alltaf morgunmat saman og knúsumst inn í sólardaginn. Það eru þó tvö skipti í viku sem ég þarf að mæta mjög snemma og þarf að rjúka út en strákarnir knúsast þá bara án mín. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Þegar við erum heima þá reynum við að slaka á sem mest. Við eldum góðan mat, horfum á „epic fail“ og stundum reynum við að spila spil en það er varla hægt þegar litli gaurinn er vakandi (ég er búin að kaupa fjóra spilastokka á þremur mánuðum!). Þá lesum við íslenskar bækur þar sem strákarnir eru í katalónskum skóla og mikilvægt fyrir þá að halda íslensk- unni við. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Agnes Marinósdóttir Fara iðulega á ströndina í góða veðrinu 1Hægt er að spara pláss með þvíað setja spil og púsl í taupoka. Hægt er að merkja nöfnin á pok- ana með tússpenna. 2 Ef Legókubbar eru vinsælir áheimilinu er ef til vill snjallt að raða þeim eftir litum. 6 Glærirgeymslukass- ar eru hentugir og þægilegir, einkum vegna þess að auðvelt er að sjá hvað er í þeim. Þá er sniðugt að merkja þá með límbandi og fal- legri skrift. ÞEGAR GÖMUL OG NÝ LEIKFÖNG SAMEINAST VERÐUR OFT PLÁSSLEYSI Barnaherbergið skipulagt á ný JÓLIN ERU TÍMI BARNANNA OG EFLAUST HAFA ÞAU FENGIÐ NÓG AF NÝJUM LEIKFÖNGUM SEM BÆTAST VIÐ Í FLÓRUNA. PLÁSSLEYSI VERÐUR ÞAR IÐULEGA TIL VANDRÆÐA OG ÞVÍ ER GOTT AÐ VERA SNJALL Í SKIPULAGSMÁLUM. HÉR KOMA NOKKUR SKIPULAGS- RÁÐ SEM GOTT ER AÐ STYÐJAST VIÐ. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn 3 Það gerir herbergið hreinlegraog fínna að fela hirslur, einfald- lega með því að setja tjald fyrir. 4 Ef hugsað er aðeins útfyrir kassann dettur manni ýmislegt í hug. Hirslur sem eru hugsaðar fyrir ákveðna hluti henta oft einnig fyrir eitthvað allt annað. Til dæmis er sniðugt að nota skóhirslu fyrir allt föndurdótið og hengja það aftan á hurðina eða einfald- lega beint á vegginn. 5 Skóhillur á vegg geta líka hent-að til dæmis fyrir alla bílana. HÁR Dreifingaraðili Óskum landsmönnum gleðilegs nýs árs og þökkum viðskiptin á liðnu ári Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 – Vertu vinur okkar á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.