Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 24
R agnheiður Valgarðsdóttir, formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykja- víkur (SJÓR), byrjaði í sjósundi fyr- ir tæpum sex árum. „Núna í febrúar verða komin sex ár. Ég byrjaði með systur minni og við vorum ánægðar þegar við gátum loks tekið nokkur sundtök. Við fórum hægt og rólega ofan í, stóðum í fjörunni og tókum okkur tíma í að átta okkur á þessu,“ segir hún og bendir á að SJÓR sé ekki aðeins sjó- sundsfélag heldur líka sjóbaðsfélag. „Það þarf enginn að synda. Þetta er ekki keppni í hetju- skap. Það eru margir sem fara bara í sjóböð og synda þannig að þeir ná alltaf í botninn og fara aldrei frá ströndinni en fá alveg jafn- mikið út úr þessu,“ útskýrir hún. Hvernig tilfinning er það að fara út í kald- an sjóinn? „Það er ískalt fyrst og alltaf svolítið sjokk að fara út í,“ segir Ragnheiður og lýsir því hvernig hún ber sig að. „Maður labbar rösk- lega í sjóinn. Svo er átak að byrja að synda. Þegar þú ert kominn með sjóinn upp að nafla þá þarftu að fara að taka ákvörðun um að setja hendurnar ofan í og synda. Þá þarf að muna eftir að anda rólega. Það má ekki of- anda og ekki heldur sleppa því að anda. Lyk- illinn er að anda rólega og synda nokkur sundtök, þá kemst maður yfir þennan hjalla og þá er þetta orðið notalegt,“ segir hún og ítrekar að þetta eigi ekki að vera nein keppni. Gaman hjá börnunum í pottinum Hún segir að vel sé hægt að stunda sjósund með fjölskyldunni. „Það er hægt að stunda sjósund með börn því potturinn niðri í Naut- hólsvík er mjög skemmtilegur fyrir krakka. Krakkarnir geta alveg verið í pottinum þó að foreldrarnir skreppi að- eins í sjóinn. Þeim finnst gaman að hlaupa niður í fjöruna og leika sér þar og koma aftur í pottinn,“ segir hún. Hún segir það gam- an að vera í Nauthóls- vík; hún veiti gott skjól fyrir norðanáttinni. Ljósmengunin sé held- ur ekki mikil svo hægt sé að njóta stjörnu- bjartra kvölda. „Sjósundið er stund- um tengt hetjusög- unum um Gretti sem synti út í Drangey og svoleiðis en þetta tengist ekki hetjuskap hjá okkur. Við njótum þess bara að vera í sjónum og syndum ekki of langt, allra síst á veturna þegar það er svona kalt; þá höldum við okkur meðfram ströndinni og syndum ekki ein held- ur í hópi eða vitum af einhverjum nálægt,“ segir Ragnheiður og segir að líka sé gott að fara ekki í sundið á fastandi maga því það út- heimti mikla orku að fara í sjóinn. En hvað finnst henni sjósund hafa gert fyr- ir hana? „Þetta hefur bæði líkamleg og andleg áhrif. Ég er betri af vöðvabólgu, mér finnst blóð- rásin í líkamanum vera betri en áður en ég fór að stunda sjósund. Mér finnst ég líka til- búnari að takast á við ýmislegt í lífinu. Þetta hefur kennt mér að takast á við ýmsar að- stæður,“ segir hún og bætir við að sjósundið hafi kennt henni áræðni, hún andi rólega og hafi stjórn á aðstæðum. „Svo talar fólk um að þetta hafi andlega góð áhrif, þú færð adrenalín kikk og endorf- ínið streymir um líkamann. Þetta er eins og að standa á toppnum eftir fjallgöngu en tekur styttri tíma. Þú ferð út í sjó, blóðrásin fer á fullt og þegar þú kemur upp úr fylgir lík- amleg vellíðan.“ Hún fer í sjóinn tvisvar til þrisvar í viku allan ársins hring og segir stóran hóps fólks fara svo oft. Hún segir fólk eiga sína tíma og hitti alltaf sama fólkið en töluvert sé um vina- hópa í sjósundinu. Sem stendur er ekki formleg nýliðamóttaka í gangi. „En það er alltaf hægt að mæta í Nauthólsvík þegar opið er og láta vita að við- komandi sé nýr og það er alltaf einhver sem er tilbúinn að taka hann með sér.“ Síðasta laugardag var sjórinn -0,9 °C þegar Ragnheiður fór í sjóinn. „Það eru nokkur skipti á vetri sem þetta gerist. Það er svona aðeins héla, smá krapi ofan á sjónum og mað- ur er bara þrjár, fjórar mínútur ofan í. Sjór- inn er mjög kaldur en maður getur þetta al- veg. Kikkið er svolítið skemmtilegt. Eins og fyrir lærin, maður ímyndar sér að appelsínu- húðin sé bara horfin,“ segir hún og hlær. Hún segir marga nota sjóinn sem kælingu eftir hlaup eða önnur átök til að vinna á bólg- um eða eymslum í skrokknum. „Kæl- ingin er miklu meiri en að setja bara bakstur á sig,“ segir hún. „Þetta er minna mál en fólk heldur,“ fullyrðir Ragnheiður en ekki er laust við að „leikmenn“ fái hroll við tilhugsunina um kaldan sjóinn. Á vet- urna klæðast flestir þó jafnan hönskum, skóm og hettu eða húfu til að verja sig gegn kuldanum. „Svo má ekki gleyma gufunni í Nauthólsvík en hún er alveg æðisleg. Sumir taka Finnann á þetta, fara í sjósund og gufubað á eftir,“ segir hún. Einn af stóru viðburðunum hjá SJÓR er hið árlega nýárssund. „Það er kjörið til að mæta ferskur til leiks á nýju ári. Það verður engin þynnka á þeim sem fer í sjósund, hún hverfur eins og dögg fyrir sólu,“ segir hún en í nýárssundinu mætir fólk jafnan í búningi. „Fólk leggur jafnvel meira upp úr dressinu fyrir nýárssundið en jólakjólnum,“ segir hún. Hver sjósundferð er ólík öðrum Ragnheiður segir það gott að byrja í sjósundi núna þó að sjórinn sé svona kaldur. „Þá er hægt að vera búinn að venjast sjónum og vera tilbúinn fyrir hann þegar fer að hlýna í sumar. Það er æðislegt að synda í sjónum á sumrin en þá er hægt að kafa eftir kross- fiskum og kröbbum. Hver sjósundferð er ólík öðrum. Fjaran er heldur aldrei eins.“ Hún líkir muninum á því að synda í sund- laug og í sjó við muninn á að hlaupa á hlaupabretti á líkamsræktarstöð og hlaupa úti í náttúrunni.“ Hún segir sjósundið hafa gefið henni ný gleraugu á ferðalagi um Ísland. „Þegar mað- ur ferðast um landið horfir maður á sjóinn og hugsar, þarna væri gaman að hoppa út í. Maður fær öðruvísi sýn á landið.“ SJÓR er líka með fræðslu og skipulagðar sundferðir á sínum vegum og ýmsar uppá- komur. „Það er frekar þegar sjórinn er far- inn að hitna meira,“ segir hún og þá er ör- yggið í fyrirrúmi. „Í þessum skipulögðu sundferðum hjá okkur á sumrin er gæslan mjög góð. Við erum með björgunarsveitir og hjálparsveitir, þrjá til fjóra báta og teymi í landi sem er tilbúið að taka á móti fólki ef eitthvað er. Öryggisgæslan er mikil, allir eru merktir og með skærlitar sundhettur. Við höfum tekið okkur á í öryggismálunum og viljum hafa strangar reglur. Fólk getur kannski synt kílómetra í laug en það er allt annað að synda sömu vegalengd í sjó, þú þarft að þora að treysta á sjálfa/n þig. Þessar aðstæður hafa kennt manni að takast á við ýmislegt í lífinu.“ FORMAÐUR SJÓSUNDS- OG SJÓBAÐSFÉLAGS REYKJAVÍKUR (SJÓR) Ekki keppni í hetjuskap „Ég er betri af vöðvabólgu, mér finnst blóðrásin í lík- amanum vera betri en áð- ur en ég fór að stunda sjó- sund. Mér finnst ég líka tilbúnari að takast á við ýmislegt í lífinu. Þetta hef- ur kennt mér að takast á við ýmsar aðstæður,“ segir Ragnheiður. RAGNHEIÐUR VALGARÐSDÓTTIR FER Í SJÓINN TVISVAR TIL ÞRISVAR Í VIKU ALLAN ÁRSINS HRING OG SEGIR SJÓSUNDIÐ HAFA JÁKVÆÐ ÁHRIF Á LÍKAMLEGA OG ANDLEGA HEILSU. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Ferð í pottinn í Nauthólsvík er ómissandi eftir dýfu í sjónum. Myndirnar með viðtalinu eru allar teknar í nýárssundinu þar sem fólk skartaði sínu fínasta. * Maður labbar rösk-lega í sjóinn. Svo erátak að byrja að synda. Þegar þú ert kominn með sjóinn upp að nafla þarftu að fara að taka ákvörðun um að setja hendurnar ofan í og synda. Þá þarf að muna eftir að anda rólega. 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.1. 2015 Heilsa og hreyfing Heilsubók Röggu Nagla kemur í verslanir 6. janúar. „Bókin er samansafn af nöldri Naglans í gegnum tíðina í bland við nýtt tuð, og gómsætar uppskriftir,“ segir Naglinn sjálfur, sem heitir réttu nafni Ragnhildur Þórðardóttir. Það eru engar töfralausnir í bókinni enda boðar höf- undur ekki skyndiátak heldur varanlegan lífsstíl. Heilsubók Röggu Nagla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.