Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 37
4.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Sé leitað að orðinu „ljósritunarvél“ á hinum stórgóða vef timarit.is kemur í ljós að elsta niðurstaðan sem fæst er frá árinu 1970. Ekki verður hér fullyrt um hvenær fyrsta ljós- ritunarvélin barst til Íslandsstranda en þó er ljóst að orðið sjálft hefur hafið innreið sína í íslenska fjölmiðla í upphafi áttunda áratugarins. Remington-ljósritunarvélin sem aug- lýst var í Morgunblaðinu hinn 5. júlí 1970 var fær um að prenta allt upp í 30 eintök á mínútu og tekið var fram að hún skilaði af sér fyrsta afritinu eftir aðeins sjö sekúndur og það án nokkurrar forhitunar. Lesendur blaðsins voru hvattir til þess að kynna sér yfirburði vélarinnar. Faðir ljósritunarvélarinnar var Bandaríkjamaðurinn Chester Carlsson og fékk fyrsta einkaleyfi sitt fyrir vélinni árið 1938. Ekki þarf að óttast að hann hafi ekki vitað hvert hann átti að snúa sér í þeim efnum því svo heppilega vildi til fyrir Carlsson að hann starfaði einmitt sem lög- fræðingur á sviði einkaleyfa. Á næstu áratugum náði vélin smám saman útbreiðslu um víða veröld og hefur síðan þá auðveldað skrifstofufólki lífið þar sem hún dælir út hverju afritinu á fætur öðru á meðan viðkomandi stendur yfir henni og sötrar rjúkandi kaffi. GAMLA GRÆJAN Ljósritunarvélin Hver hefur ekki sett sér það markmið að drekka nú aðeins meira vatn? Eitt glas á morgnana. Muna að drekka eitt glas fyrir svefninn. Drekka tvö glös af vatni fyrir hvern kaffibolla. Þótt alþekkt sé að vatn sé líkamanum mik- ilvægt og að mikill hluti mannslík- amans sé vatn þjást afar margir af vökvatapi og það getur leitt af sér ýmsa sjúkdóma. Flest okkar eru hins vegar of upptekin til að drekka reglulega vatn. Yfirleitt drekkum við ekki fyrr en við erum orðin þyrst, sem er leið líkamans til að tilkynna okkur að vatns- magn sé ójafnvægi og að frumur hans glími nú við vökvatap. Daily Water er snjallsímaforrit sem ætl- að er að stemma stigu við þessu og hjálpa fólki að drekka nóg af þessum magnaða vökva og fylgjast með inntöku sinni. Vatn flytur næringarefni og súrefni til frumna, stillir af líkamshita, stuðl- ar að efnaskiptum og svo fram- vegis. APPIÐ Vatns- drykkjan greind Viðmót smáforritsins er heiðblátt eins og vökvans sem það varðar. 2/3 mannslíkamans eru vatn og það er lífsnauðsynlegt öllum mönnum. AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.