Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 21
Hrefna og Björn við klettinn fræga, Urulu, inni í miðri Ástralíu. 4.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Þau voru á Filippseyjum um jól og áramót. „Við vorum fyrst tvo daga í Ma- nila en keyrðum svo út á hrísgrjónaakra norðar í landinu, þar sem heitir Banaui. Þar var allt mjög frumstætt en ótrúlega gaman að koma á svæðið. Við fórum í tíu tíma rútuferð norður eftir á Þorláksmessu og þar var margt um manninn: mjög margir að fara heim yfir jólin. Við fórum upp á von og óvon því þarna er ekki netsamband og við höfðum ekki fengið pöntun á hótelinu staðfesta, en það var bara hressandi og við lentum á mjög skemmtilegum stað; gistum í strákofum. Við fengum súpu og önd á aðfangadag en höfðum ekki hugsað út í að þarna eru engir hraðbankar og þar sem við vorum ekki með mikla lausa peninga fengum við okkur því bara einn bjór í kvöldmat á jóladag! Það var magnað að sjá hrísgrjónaakr- ana. Þeir eru rosalegt landflæmi ofan í djúpum dölum, þar sem fólk býr í þorpum og mikil vatnskerfi eru í háum hlíðunum í kring. MAGNAÐ AÐ SJÁ HRÍSGRJÓNAAKRANA „Hvorugt okkar hafði komið til Kína, en það var mjög áhugavert. Við vorum fyrst í Peking, um miðjan desember, og það kom mér aðallega á óvart hve hrikalega var kalt. Við skoðuðum Forboðnu borgina og Torg hins himneska friðar, þar sem mér fannst merkilegt hve alltaf eru margir verðir; hve yf- irvaldið er áberandi, og risastórar myndir af Maó út um allt,“ segir Hrefna. Hún segir ótrúlega mikla mengun hafa verið í Peking. „Okkur var sagt að tveimur dögum áður en við komum hefði mengunin verið svo mikil að varla hefði verið óhætt að vera úti og skyggni aðeins fimm metrar. Þegar við fór- um svo með lest til Shanghæ fékk ég satt að segja dálítið sjokk að sjá meng- unina úti í sveitunum; hún var margfalt meiri en í Peking vegna mikils iðnaðar og á þessu ferðalagi áttaði maður sig á því að ekki er hægt að ganga um heiminn eins og gert er. Á leiðinni lá oft þykkt mengunarský yfir; víða voru margar háar blokkir í hnapp og mengandi verksmiðja í miðjunni. Andrúms- loftið var annað og betra í Shanghæ þótt þar væri vissulega mengun. Hún er ekki ósvipuð sumum evrópskum borgum og ekki eins þéttbýl og ég hafði ímyndað mér. Þar var nóg pláss! Ég gæti vel hugsað mér að búa þar, ef meng- unin væri minni og algengara væri að fólk talaði ensku.“ ÁHUGAVERT AÐ KOMA TIL KÍNA Hjónin voru fimm daga á Maldív-eyjum í Ind- landshafi á leiðinni heim. „Við gerðum smá mistök fyrir þá ferð; ákváðum í flýti að koma þar við og kynntum okkur eyjarnar ekki nógu vel. Fannst magnað að finna hótel á viðráðanlegu verði, á höfuðeyjunni Male. Svo kom í ljós að þar er enginn túrismi; þarna búa múslimar og ég gat því ekki verið á bikiníi á ströndinni. Ferðamenn eru allir á öðrum eyjum og þangað mátti ekki fara nema kaupa næturgistingu sem var rándýr. Við sátum í súpunni, á gullfallegum stað en þar var ekkert um að vera! En málið redd- aðist; við keyptum siglingu af dularfullum náunga niðri við höfn; komum „bakdyra- megin“ á rándýru eyjuna og nutum lífsins í sólbaði og við köfum, fengum ókeypis mat og drykk – sem er innifalinn í gistingu – og héldum svo til baka sæl og glöð um kvöldið... MALDÍVSK SÆLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.