Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Side 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Side 59
4.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 buzz eftir Anders de la Motte er framhald bókarinnar geim sem hlaut nýliðaverðlaun Sænsku glæpasagnaakademí- unnar árið 2010 og kom út á ís- lensku árið 2013. Henrik Pettersen er á flótta og fer huldu höfði í Dubai. Re- becca systir hans er í Súdan og stýrir lífvarðasveit fyrir sænsk- an ráðherra. Brátt lenda þau bæði í ógnþrungnum að- stæðum og eru tilneydd til að snúa aftur til Svíþjóðar þar sem leiðir þeirra liggja saman á ný. Höfundurinn, sem fæddist árið 1971, er yfirmaður örygg- ismála hjá alþjóðlegu tölvufyr- irtæki og starfaði áður hjá lög- reglunni í Stokkhólmi. Jón Daníelsson þýðir bókina. Ógnþrungnar aðstæður Eftir jól er venja víða um lönd að velja bestu bækur ársins. Norska blaðið Adresseavisen valdi nýlega tíu bestu glæpasögur ársins og þar á meðal er Kuldi (De uønskede) eftir Yrsu Sigurðardóttur. Yrsa er þarna í góðum félagsskap því meðal höfunda sem eiga bækur á listsanum eru Joh- an Theorin, Håkan Nes- ser og Lars Kepler. DNA Yrsu var svo meðal sölu- hæstu bóka hér á landi þetta árið og ekki er hægt að ætla annað en að sú bók muni einnig fá góðar viðtökur er- lendis. Morðin í bókinni eru með þeim hugmyndaríkari sem sjást í glæpasögum. Sennilega munu ýmsir ekki líta ryksuguna sína sömu augum eftir lesturinn. Lygi eftir Yrsu Sigurðar- dóttur er meðal bestu glæpasagna ársins í Noregi. Morgunblaðið/Frikki KULDI EIN AF BESTU GLÆPASÖGUNUM Í Tíund, fréttablaði Ríkis- skattstjóra, sem nýkomið er út, er að finna jólahugvekju eftir Guðberg Bergsson. Ríkisskattstjóri hefur þá hefð að bjóða gesti til sín á að- ventunni sem flytur starfs- mönnum hugvekju. Að þessu sinn var það Guðbergur Bergsson sem flutti hugvekju sem birtist nú í blaðinu og nefnist Hvernig létta á þunglyndi hænsnfugla. Þar fjallar Guðbergur um jólin og myrkrið og beinir sérstaklega sjónum að þunglyndi sem sækir að hænum um aðvent- una og getur haft hin marg- víslegustu áhrif. Þá er ráð að reyna að dáleiða hænurnar. Það segir sig nokkuð sjálft að jólahugvekja eftir Guðberg verður aldrei hefðbundin heldur fyndin og frumleg. Guðbergur mun hafa samið hugvekju sína sérstaklega fyrir þetta tilefni. Þessi óvenjulega hugvekja er örugglega skemmtilegasta og skáldlegasta les- efnið í þessu nýja hefti Tíundar. ÞUNGLYNDI HÆNSNFUGLA Guðbergur Bergsson á skemmtilega grein í Tíund. Glæpasögur Camillu Läckberg njóta mikilla vinsælda hér á landi og Ljónatemjarinn selst eins og heitar lummur. Hálf- nakin stúlka ráfar út á veg og verður fyrir bíl. Hún hefur orð- ið fyrir skelfilegum pyntingum. Rannsókn hefst. Glæpamálin í þessari bók eru svo óhugguleg að þeir allra við- kvæmustu gætu jafnvel fengið martraðir. Víst er að óhugnað- urinn hefur aldrei verið meiri í bókum Camillu. Óhugnaður og skelfing Glæpir, prjónatækni og sálarfræði NÝJAR BÆKUR Á NÝJU ÁRI ER UPPLAGT AÐ EFLA ANDANN OG EFLA HUGARRÓ OG NÝ BÓK VEITIR AÐSTOÐ VIÐ ÞAÐ. NÝ GLÆPASAGA CAMILLU LÄCKBERG, LJÓNATEMJARINN, NÝTUR VINSÆLDA OG FRAM- HALD AF BÓKINNI GEIM EFTIR ANDERS DE LA MOTTE ER KOMIÐ ÚT. SÉRSTÖK PRJÓNATÆKNI ER KENND Í NÝRRI BÓK. Í bókinni Hugrækt og hamingja fjallar Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur í persónulegum og aðgengilegum texta um vestræna sálarfræði og austræna visku sem fléttast saman í leið sem á að stuðla að meiri lífs- gæðum, tilfinningagreind, hugarró og visku. Anna hefur áður skrifað met- sölubækurnar Leggðu rækt við sjálf- an þig og Leggðu rækt við ástina. Sálarfræði og viska Guðrún María Guðmundsdóttir er höfundur bókarinanr Tvöfalt prjón – flott báðum megin. Tvöfalt prjón felst í því að hvert stykki er prjón- að með tveimur hliðum á sama tíma og því hægt að snúa flíkinni á báða vegu. Með þessari tækni er hægt að prjóna nánast hvað sem er. Í bókinni eru fjölbreyttar uppskriftir, auk ítarlegs leiðbein- ingakafla um þessa sérstöku og skemmtilegu prjónaaðferð. Sérstök prjónatækni * Vertu alltaf aðeins betri enþú þarft. James M. Barrie BÓKSALA 24.-30. DESEMBER Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 2 DNAYrsa Sigurðardóttir 3 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 4 LjónatemjarinnCamilla Läckberg 5 Sveitin í sálinniEggert Þór Bernharðsson 6 KataSteinar Bragi 7 OrðbragðBrynja Þorgeirsdóttir/ Bragi Valdimar Skúlason 8 VonarlandiðKristín Steinsdóttir 9 Svarthvítir dagarJóhanna Kristjónsdóttir 10 Þín eigin þjóðsagaÆvar Þór Benediktsson Handbækur / Fræðibækur / Ævisögur 1 Sveitin í sálinniEggert Þór Bernharðsson 2 OrðbragðBrynja Þorgeirsdóttir/ Bragi Valdimar Skúlason 3 Svarthvítir dagarJóhanna Kristjónsdóttir 4 Saga þeirra, sagan mínHelga Guðrún Johnson 5 Bjór - Umhverfis jörðina á 120tegundum Stefán Pálsson 6 Maðurinn sem stal sjálfum sérGísli Pálsson 7 Reykjavík sem ekki varðAnna D.Ágústdóttir/Guðni Valberg 8 Háski í hafi IIIllugi Jökulsson 9 Íslenskar þjóðsögurBenedikt Jóhannesson/ Jóhannes Benediktsson 10 Í krafti sannfæringarJón Steinar Gunnlaugsson MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Ráð er undir rifi hverju.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.