Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 30
Morgunblaðið/Þórður „Það eru ríkar hefðir varðandi samsetninguna en það sem er svo skemmtilegt við matar- gerð í dag er að fólk er farið að þora að raða ólíklegustu hráefnum saman,“ segir Marentza. Morgunblaðið/Þórður „Smurbrauð er þægilegur veislumatur á margan hátt, auðvelt að undirbúa fyrirfram að miklu leyti. Það getur verið mjög fjölbreytt, hvort sem um ræðir fisk, kjöt eða grænmeti. Allir ættu að geta fengið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Marentza Poulsen, stofnandi og eigandi veitingahússins Flóru í Grasagarðinum í Laugardal. „Smur- brauðið var í lægð til margra ára hér á landi en það er gaman að upplifa að í dag er það orðið vinsælt að nýju, bæði hefðbundið og með skemmtilegum nýjungum.“ Marentza er Færeyingur en flutti til Íslands fyrir 50 árum og hef- ur búið hér síðan. Nokkur ár bjó hún þó í Danmörku og lærði þar sína iðn þar sem hún hlaut þann skemmtilega titil að vera smur- brauðsjómfrú. Hún hefur lengst af starfað innan veitingageirans og skapað sér gott nafn auk þess að hafa undanfarin 17 ár rekið veit- ingastaðinn Flóru. Fólk farið að þora meira í matargerð „Undirbúningurinn skiptir mestu máli þegar kemur að smurbrauðs- gerð og matargerð almennt. Svo þarf að velja réttar samsetningar og þegar maður smyr brauð þá er alltaf einhver ákveðinn grunnur og því þarf að vera undir það búin að finna út hvað passar best með hvaða hráefni,“ segir Marentza. „Það eru ríkar hefðir varðandi sam- setninguna en það sem er svo skemmtilegt við matargerð í dag er að fólk er farið að þora að raða ólíklegustu hráefnum saman og svo má ekki gleyma því að sjónræni þátturinn er mikilvægastur í upplif- uninni við að borða góðan mat.“ Marentza segir það skipta máli að koma sér upp góðum áhöldum áður en farið er að útbúa mat. Þar að auki er gott að byrja ekki á flóknum hlutum þegar fyrstu skrefin eru stigin í eldhúsinu, heldur er betra að finna einfaldar uppskriftir og vanda valið á hráefninu. „Svo er bara að hafa góða skapið og jákvæðnina í för,“ segir Marentza kát. Strengdi ekki áramótaheit heldur þakkaði fyrir sig Marentza segist ekki hafa strengt nein áramótaheit enda sé mikil- vægara að þakka frekar fyrir allt sem árið gaf. „Það eina sem ég geri hver áramót er að líta til baka og þakka fyrir allt sem ég hef upplifað og fólkið sem hefur verið samferða mér í gegnum lífið. Ég held að það sé gott fyrir hvern og einn að hugsa aðeins um hvernig maður getur orðið að betri manneskju og verið betri við náungann. Það þætti mér besta áramótaheitið.“ Flóran verður opnuð aftur 1. maí á þessu ári en veisluþjónustan er hins vegar opin allt árið og því segir Marentza að væntanlega sé von á mörgum skemmtilegum verkefnum framundan. MARENTZU POULSEN KANNAST MARGIR VIÐ FRÁ FLÓRU Í GRASAGARÐINUM Smurbrauð á þrjá vegu SMURBRAUÐSJÓMFRÚNNI MARENTZU POULSEN ÞYKIR GAMAN AÐ UPPLIFA ÞAÐ HVAÐ SMURBRAUÐ ER ORÐIÐ VIN- SÆLT AÐ NÝJU. HÚN GEFUR UPPSKRIFT AÐ DÁSAMLEGU SMURBRAUÐI SEM HENTAR VIÐ HVERT TÆKIFÆRI. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Smurbrauð með steiktri síld og kartöflum er efst til vinstri, smur- brauð með eplum og fleski til hægri og fremst á myndinni er smurbrauð með reyktum laxi. Matur og drykkir Kavíar er eins og vín Morgunblaðið/Frikki *Eitt elsta góðgæti heims, góðgæti sem er taliðlúxusfæði, er kavíar. Kavíar kom í raun á undanostrum, kampavíni og jafnvel trufflum og hefur ver-ið talinn algjört lostæti í háa herrans tíð. Forn-Grikkir, Rómverjar, rússneska keisaraveldið, kon-ungar og önnur aðalsmenni ágirntust kavíar ogþótti hann afar fínt fæði. Í dag þykir ennþá voða fínt að leggja sér kavíar til munns og er sagt um hann að hann sé eins og vín, því eldri, þeim mun betri. ½ flak reyktur lax í sneiðum 8 sneiðar af góðu rúg- brauði dill til skrauts SALAT 2 stk meðalstórar rauð- rófur soðnar og skornar í grófa bita 1 stk grænt epli skrælt og skorið í bita 1 msk rifin fersk pipar- rót ½ búnt dill pillað og gróft saxað DRESSING 3 msk repjuolía ½ skarlottulaukur (saxaður) 1 tsk gróft sinnep salt og pipar AÐFERÐ Rauðrófurnar eru soðnar í vatni í uþb. 40-50 mín. og skornar í bita, eplið er skrælt og skorið í bita og svo er öllu blandað saman og velt upp með dressing- uni, smakkað með salt og pipar. Smurbrauð með reykt- um laxi rauðrófum, eplum og piparrót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.