Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 16
PMTO-foreldrafærni er með-ferðarúrræði sem með-höndlar hegðunarraskanir hjá börnum. Úrræðið hefur nýst bæði í meðferð og forvörnum og er upprunalega komið frá Oregon í Bandaríkjunum í kringum 1960. Rannsóknir hafa sýnt fram á að PMTO skilar árangri með óyggj- andi hætti. Fyrir stuttu birtist grein um árangur úrræðisins hér á landi í bandarísku fagtímariti, Family Process. Greinin er sú fjórða sem birtist í erlendu rit- rýndu fagtímariti við rannsókn á árangri úrræðisins hér á landi og jafnframt sú mikilvægasta. Sam- kvæmt niðurstöðum dró PMTO meðferð meira úr aðlögunarvanda barna á leik- og grunnskólaaldri en þjónusta sem er almennt veitt þessum hópi í sveitarfélögum landsins. Margrét Sigmarsdóttir, Anna María Frímannsdóttir og Edda Vikar Guðmundsdóttir, sálfræð- ingar, kalla sig stundum skytt- urnar þrjár en þær standa að miðstöð PMTO-foreldrafærni hér á landi og sjá um innleiðingu úr- ræðisins. Einingin tilheyrir Barnaverndarstofu í dag. PMTO-foreldrafærni gengur út á það að foreldrar fá ákveðin verkfæri í hendurnar samkvæmt áætlun meðferðarinnar. Þeir fá einnig þjálfun að beita þessum verkfærum til að draga úr og auka góða aðlögun barna sinna. PMTO býður upp á einstaklings- meðferð og hópameðferð en um 1.500 foreldrar hafa fengið þjón- ustu hjá PMTO á Íslandi. „Verk- færin nota foreldrar til að bæta aðlögun barna sinna, til dæmis með því að gefa skýr fyrirmæli. Skoðaðar eru leiðir til að hvetja börnin og efla sjálfstraust þeirra, kenna þeim að hafa stjórn á til- finningum sínum og fleira,“ segir Anna Margrét. „Foreldrar fá að- stoð við að aðlaga verkfærin að sínu barni miðað við aldur barns- ins og fleira.“ Skilar fjárhagslegum sparnaði „Það er staðfest að úrræðið sýni árangur hér á landi. Ástæðan fyrir því er sú að rannsóknin sem greinin fjallar um sýnir að hópurinn verður ekki bara betri eftir meðferð heldur verður hann einnig betri í samanburði við hina sem fá aðra þjónustu sem al- mennt er veitt í sveitarfélögum. Við getum með góðri samvisku sagt að það sé eðlilegt að nota skattpeninga almennings í að mennta PMTO meðferðaraðila til að meðhöndla hegðunarraskanir,“ segir Margrét Sigmarsdóttir. „Hér höfum við aðferð sem búið er að rannsaka og prófa. Nið- urstöður sýna fram á árangur með óyggjandi hætti.“ Margrét segir að til lengri tíma skili meðferðin hagnaði inn í kerfið. „Í Danmörku var gerð kostnaðaráætlun og hvernig PMTO gæti skilað fjárhagslegum sparnaði til lengri tíma fyrir hvert barn sem var meðhöndlað. Í ljós kom, miðað við þeirra töl- ur, að sparnaður nam 4,4 millj- ónum.“ Oft úrræðaleysi eftir greiningar Stöllurnar segja mikilvægt að grípa inn í snemma þegar börn byrja að sýna hegðunarvanda. PMTO hentar vel fyrir börn á aldrinum þriggja til 12 ára. Ákveðin vitundarvakning hafi ver- ið að eiga sér stað undanfarið hvað það varðar. „Upp að 12 ára aldri skilar úrræðið mestum ár- angri frekar fljótt en meðferðin skilar einnig árangri fyrir ung- linga og er upphaflega þróuð fyr- ir þann hóp. Víða í heiminum er þó miðað við úrræðið fyrir börn á aldrinum 3-12 ára,“ segir Anna María. „Mikilvægt er að úrræðið sé til staðar fyrir alla foreldra á landinu, börn með hegðunarrask- anir eru oft send í greiningar til fagaðila og að henni lokinni eru oft fá úrræði til staðar til að fást við erfiðleikana með markvissum hætti,“ segir hún. „Það tekur langan tíma að gera eitthvað eftir greiningu og oft eru langir biðlistar eftir hvers kyns aðstoð,“ segir Edda Vikar. „Meðferðin hefur sýnt að það dragi verulega úr hegðunarrösk- unum hjá börnum, einnig hjá þeim sem hafa fengið einhvers konar greiningu á borð við at- hyglisbrest, ofvirkni, ADHD eða því um líkt. En með PMTO hafi einkennin minnkað mjög mikið þó það sé alls ekki í öllum til- fellum,“ segir Margrét. Nýtist öllum uppalendum Verkfæri PMTO nýtast ekki að- eins þeim sem eiga börn með hegðunarraskanir heldur einnig fyrir alla uppalendur. „Þetta snýst um að gefa skýr fyrirmæli og í stað þess að einblína á það sem börnin eiga ekki að gera, einblína þá á það sem þau eiga að gera, t.d. „notum inniröddina“, „hafðu hendurnar þínar hjá þér“ í stað þess að segja „ekki öskra!“ eða „ekki pota svona í bróður þinn!“ Svo er einnig mikilvægt að gefa jákvæðri hegðun gaum og sýna barninu að þú hafir tekið eftir því þegar það gerði rétt. Með því móti má kenna nýja og flókna hegðun. Mikilvægt er að setja mörk með sanngjörnum hætti – það dregur úr erfiðri hegðun og eflir sjálfsstjórn. Nú þurfa samskiptin að vera virk og leysa þarf úr ágreiningi jöfnum höndum, samhliða markvissu eft- irliti og tilfinningastjórnun,“ segir Margrét. „Þetta verður aðeins snúnara þegar þú ert með barn með hegðunarraskanir, þá reynir á úthald við að nota verkfærin og þá kemur meðferðin sterk inn til að þjálfa foreldra,“ segir Edda Vikar. PMTO barst fyrst til Íslands í kringum aldarmótin 2000 og var tekið upp í Hafnarfirði. Í dag hefur PMTO verið innleitt víða um land og miðstöð PMTO- foreldrafærni stendur að þjálfun meðferðaraðila og sér um stuðn- ing og eftirlit. „Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegt en mikil áskorun líka. Við höfum unnið með kerfinu að breytingum og viljum fá fagfólk til að hverfa frá skyndilausnum og notast við úr- ræði sem er sannreynt og skilar árangri. Það verður að vera markviss hugsun þegar kemur að úrræðum,“ segir Margrét. „For- eldrar taka þessu vel en það hef- ur verið snúnara að breyta við- horfum hjá fagfólki, breyta vinnulagi, skipulagi og innra skipulagi á stofnunum, það er áskorun,“ segir Edda Vikar. UM 1.500 FORELDRAR HAFA NÝTT SÉR ÞJÓNUSTU PMTO HÉR Á LANDI Meðferð sem skilar árangri SKÖMMU FYRIR ÁRAMÓT BIRTIST GREIN Í BANDARÍSKU FAGTÍMARITI SEM SÝNIR FRAM Á ÁRANGUR AF MEÐFERÐ FYRIR BÖRN MEÐ HEGÐUNARVANDA SEM KALLAST PARENT MANAGEMENT TRAINING OREGON AÐFERÐ EÐA PMTO. NIÐURSTÖÐUR RANNSÓKNARINNAR ERU MIKIÐ GLEÐIEFNI OG GEFA TILEFNI TIL AÐ INNLEIÐA MEÐFERÐINA ENN FREKAR HÉR Á LANDI SEGJA SÁLFRÆÐINGAR SEM UNNIÐ HAFA MEÐ PMTO. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is „Upp að 12 ára aldri skilar úrræðið mestum árangri frekar fljótt en með- ferðin skilar einnig árangri fyrir unglinga,“ segir Anna María. Morgunblaðið/Ómar *Við höfumunnið meðkerfinu að breyt- ingum og viljum fá fagfólk til að hverfa frá skyndi- lausnum og notast við úrræði sem er sannreynt og skilar árangri. Anna María Frímannsdóttir, Edda Vikar Guðmundsdóttir og Margrét Sigmarsdóttir standa að miðstöð PMTO -foreldrafærni hér á landi. Myndin sem sést í glugg- anum er af glaðlegri stúlku í regnbogakjól og hefur hún mikla þýðingu fyrir PMTO á Íslandi en myndina teiknaði dóttir Margrétar, Hera, fyrir nokkrum árum. Morgunblaðið/Kristinn 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.1. 2015 Fjölskyldan ...að ef þú reynir að þylja upp allt stafrófið án þess aðhreyfa hvorki munn né tungu, þá hljóma allir stafirnir nánast eins? Prófaðu það! Vissir þú...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.