Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 56
É g er staddur í Plymouth núna og er að gera Elf söngleik- inn. Það var verið að flytja hann af Broadway, hann er kominn hingað núna,“ segir vídeó- og ljósahönnuðurinn Ingi Bekk þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans. Ingi útskrifaðist í fyrra frá Central School of Speech and Drama í Lundúnum, nam þar ljósahönnun í þrjú ár og hefur komið að fjölda glæsilegra sýninga, bæði hér á landi og erlendis. Meðal þeirra sem Ingi hefur unnið með er einn þekktasti leikhúsleikstjóri Breta, Katie Mitchell og leikstjórinn Terry Gilliam sem gerði garðinn frægan með grínhópnum Monty Python á sínum tíma og á margar stórkost- legar kvikmyndir að baki. Ingi hefur komið að leiksýningum, óperum og verkefnum fyrir tónlistarmenn, meðal annars strákasveitina Backstreet Boys og hljómsveitina Bombay Bicycle Club. Af verkefnum sem hann hefur sinnt hér heima má nefna Nýjustu fréttir í Þjóðleik- húsinu og Wide Slumber sem var sýnt á Listahátíð í fyrra og vakti mikla athygli, ekki síst fyrir tilkomumikla vídeó- og ljósahönnun. Í starfsþjálfun hjá Ross Áður en Ingi flutti til Lundúna hafði hann unnið lengi sem ljósamaður og -hönnuður hér heima og þá fyrir leikhús, tónleika og aðra viðburði. Hann segist hafa farið í námið í Lundúnum bæði af ævintýramennsku og til að skipta um umhverfi. „Eftir eitt og hálft ár í náminu langaði mig að breyta örlítið til og þá datt ég niður á myndbands- og víd- eóhönnun fyrir leikhús og tónleika og slíkt sem ég vissi hreinlega ekki að væri til,“ segir Ingi. Hann hafi haft samband við Finn Ross, þekkt- an vídeóhönnuð sem kom meðal annars að hönnun verðlaunasýning- arinnar The Curious Incident of the Dog in the Night-Time. Ross hafi tekið hann í starfsþjálfun og að henni lokinni ráðið hann í vinnu nánast samfleytt í heilt ár og hafa þeir átt farsælt samstarf í framhaldi af því. „Þannig komst ég inn í þessa vídeóhlið,“ segir Ingi. –Ferilskráin þín er tilkomumikil, þú hefur komið að tilkomumiklum og afar umfangsmiklum uppfærslum, meðal annars á óperunni Benve- nuto Cellini í English National Opera sem Terry Gilliam leikstýrði. „Já, og við erum að fara að flytja hana yfir í hollensku þjóð- aróperuna. Ég tek við henni og flyt hönnunina, er fulltrúi hönnuðarins á svæðinu.“ Snillingur og indælisnáungi – Hvernig var að vinna með Gilliam? Ég býst við því að hann hafi ver- ið með mjög skýra sýn á hvað hann vildi og kröfuharður, eða hvað? Ingi hlær. „Ég var nú bara í stuttan tíma í tæknivinnunni á staðn- um, í óperunni sjálfri. Hann er náttúrlega með mjög „visual“ hug- myndir, þekkir inn á öll þessi trix sem hægt er að gera hvað varðar myndbönd og slíkt. Hann rekur sjálfur fyrirtæki sem er mikið í mynd- vinnslu og slíku, ef ég man rétt. Hann sat stundum fyrir aftan okkur, horfði á skjáina og passaði upp á að við værum að vinna vinnuna okk- ar,“ segir Ingi og hlær. Gilliam sé algjör snillingur, indæll náungi og gaman að vinna með honum. – Það eru nokkur skrítnari verkefni á ferilskránni hjá þér, t.d. eitt sem þú vannst fyrir strákasveitina Backstreet Boys… Ingi hlær aftur. „Það æxlaðist þannig að ég fór að vinna mikið fyrir stað í Lundúnum sem Roman Abramovich á, eigandi Chelsea knatt- spyrnuklúbbsins, stað sem er undir leikvanginum. Ég var beðinn um að taka að mér að hanna lýsingu og vídeó fyrir Backstreet Boys, það átti að taka upp tónleika með þeim á staðnum fyrir MTV. Það heppn- aðist gríðarlega vel og þetta var rosalega skemmtilegt,“ segir Ingi. Spennandi tími Ingi segir vídeó- og ljósahönnun verða sífellt mikilvægari hluta leik- og óperusýninga í Bretlandi. „Það kom mér á óvart hversu mikinn skiln- ing og þekkingu leikstjórar hafa á henni. Þeir hafa reynslu af því að nýta sér þessi element, til dæmis myndbönd í leikhúsi og slíkt og þetta er komið gríðarlega langt hérna,“ segir Ingi. Hann sé heppinn að vinna við þetta nú um stundir þar sem fólk sé mjög opið fyrir slíkri hönnun og tilbúið að eyða tíma og peningum í hana. – Nú hlýtur The Curious Incident of the Dog in the Night-Time að hafa vakið athygli á þessu tiltekna fagi, sýning sem þú vannst í… „Jú og ég held að hún hafi aukið skilning á því og opnað margar dyr fyrir okkur því hún byggist mikið á vídeói og ljósum. Vídeóið í henni er ekkert endilega upplýsingatengt heldur meira tengt sviðsmyndinni sem slíkri,“ segir Ingi. – Er samkeppnin hörð í þessum geira? „Hún er hörð en mjög sanngjörn, myndi ég segja. Eins og staðan er núna eru mörg verkefni og við erum passlega mörg sem vinnum við þetta hérna úti. Þannig að það er nóg að gera fyrir alla og við virð- umst geta valið okkur verkefni sem er mjög gott,“ segir Ingi. Sorrow Beyond Dreams það erfiðasta til þessa – Hvaða verkefni er það erfiðasta sem þú hefur tekið að þér? Ingi hugsar sig um. „Þau eru öll strembin en ég held að það sé þeg- ar ég vann í fyrsta skipti með Katie Mitchell. Hún er þekktur leik- stjóri hér úti og með mjög sérstaka nálgun á leikhúsið. Hún býr til bíómynd á sviðinu sem er klippt og varpað lifandi á skjá fyrir ofan sviðið. Sýningin hét Sorrow Beyond Dreams og var gríðarlega erfið og krefjandi, krafðist 14-15 klst. vinnu á dag í heilan mánuð. En útkoman var gríðarlega góð og skemmtileg. Ég var svokallaður „associate video designer“ í henni, svona „meðvídeóhönnuður“. Í september á næsta ári verð ég aðalvídeóhönnuður verks sem hún leikstýrir í Hamborg sem ég held að verði stærsta verkefni mitt til þessa,“ segir Ingi og bætir við að þær óperuuppfærslur sem hann hafi unnið við hafi verið mjög krefjandi. Stórar og tæknilegar sýningar en samt sem áður afskaplega skemmtilegar. SPENNANDI TÍMAR Í VÍDEÓ- OG LJÓSAHÖNNUN Samkeppnin hörð en sanngjörn INGI BEKK GERIR ÞAÐ GOTT Í LUNDÚNUM SEM VÍDEÓ- OG LJÓSAHÖNNUÐUR. Á GLÆSILEGRI FERILSKRÁ INGA MÁ MEÐAL ANNARS FINNA ÓPERU SEM TERRY GILLIAM LEIKSTÝRÐI OG VERÐLAUNASÝNINGUNA THE CURIOUS INCIDENT OF THE DOG IN THE NIGHT-TIME Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ingi segir nóg að gera fyrir ljósa- og vídeóhönnuði. Ljósmynd/Myriam Marti 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.1. 2015 Næst þegar tilkynnt verður um nýjan hand- hafa Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum mun Sara Danius tilkynna valið, fyrst kvenna. Danius, sem er prófessor í bókmenntafræði við Stokkhólmsháskóla, hefur tekið við af rit- höfundinum og sagnfræðingnum Peter Engl- und, sem ritari Sænsku akademíunnar en hún velur þá höfunda sem hreppa þessi eftirsótt- ustu verðlaun bókmenntaheimsins. Hefur ritarinn oft verið sagður einn valdamesti maður bókmenntaheimsins. Danius hefur verið einn hinna átján með- lima akademíunnar frá 2010. Auk þess að kenna fræðin hefur Danius gagnrýnt bækur fyrir Dagens Nyheter og skrifað um verk ýmissa höfunda, þar á meðal Marcel Proust, Thomas Tranströmer og James Joyce. STÝRIR AKADEMÍUNNI NÝR RITARI Sara Danius hefur tekið við embætti ritara aka- demíunnar sem veitir Nóbelsverðlaunin. Ljósmynd/Sofia Runarsdotter Rebecca Solnit hefur sent frá sér enn eina róm- uðu bókina. Ísland kemur við sögu í safninu. Nýtt greinasafn bandaríska rithöfundarins Rebecca Solnit, „The Encyclopedia of Trouble and Spaciousness“, er lofað af fjöl- miðlum víða um lönd. Solnit hefur sent frá sér fjölda bóka þar sem hún fjallar um um- hverfi samtímans og þátttöku manna í að gera heiminn að betri stað, meðal annars með borgaralegri óhlýðni. Solnit dvaldi fyrir nokkrum árum í Vatnasafni í Stykkishólmi og í nýja greinasafninu, sem í eru 30 greinar, fjallar hún meðal annars um Ísland fyrir og eftir hrun. Á vef BBC er bókin valin ein af tíu bestu á liðnu ári og segir rýnir höfundinn segja sögur sem hafa farið hljótt, „um von, mátt samstöðunnar, niðurrif og möguleika“. ÍSLAND Í RÓMUÐU SAFNI SOLNIT HRÓSAÐ Ný skáldsaga danska spennuhöfundarins Jussi Adler-Olsen, „Den grænseløse“, seldist best allra bóka í Danmörku á árinu að sögn Jyllends- Posten. Næst á listanum var „På kanten af evighe- den“ eftir Ken Follett, í þriðja sæti „Stå fast“ eft- ir Svend Brinkmann, „Kvinden de meldte savnet“ eftir Sara Blædel í því fjórða og „Sto- ner“ eftir John Williams í því fimmta. Þá komu „Sønnen“ eftir hinn norska Jo Nesbø, „Stalker“ eftir Lars Kepler Stillidsen og Donna Tartt, ráðgjafarritið „Den letteste vej til 5:2 kuren“ eftir Gitte Heidi Rasm- ussen. Í níunda sæti er „Stillidsen“ eftir Donna Tartt og loks „Den hemmelige social- demokrat“ í því tíunda. Þá kemur fram að ljóð hafi selst betur en í mörg ár og er vin- sældum Yahaya Hassan eignuð sú þróun. DANSKI METSÖLULISTINN ÁR ADLER-OLSEN Jussi Adler-Olsen Menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.