Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 49
Katrín Ómarsdóttir komin heim í snjóinn. Erfiðir tímar eru að baki og lífið blasir við henni. Morgunblaðið/RAX „Ég er svolítill einfari í eðli mínu og þó það geti verið ágætt að leigja með öðrum var ég eiginlega búin að fá nóg af því.“ Spurð um ástamál færist órætt bros yfir varir Katrínar. „Það er stelpa sem ég hef verið að hitta,“ viðurkennir hún svo og lítur feimnislega undan. „Það er reyndar nokkuð langt síðan við kynntumst eða í mars 2013. Ég var nýkomin heim til Liverpool eftir erfitt mót með lands- liðinu á Algarve og ákvað að skella mér út á lífið til að hrista vonbrigðin af mér. Ég var stödd á klúbb þegar þessi stelpa gekk inn, horfði á mig og ég varð strax heltekin.“ Katrín fékk símanúmer stúlkunnar og þær byrjuðu að hittast. Hlutirnir gengu þó lengi vel hægt fyrir sig og það var ekki fyrr en í síðasta mánuði eftir tæplega tveggja ára haltu mér/slepptu mér-samband að þær byrj- uðu loksins saman. „Núna erum við loksins orðnar kær- ustupar og síðustu tvær vikurnar áður en ég kom heim í jólafrí voru yndislegar. Nú get- um við byrjað að hjálpa hvor annarri að ná okkar markmiðum og draumum í lífinu,“ segir Katrín sem kýs að nafngreina kærustu sína ekki að svo stöddu, þar sem svo nýlega var til formlegs sambands stofnað. Greind með þunglyndi Efinn stafaði öðru fremur af vanlíðan sem Katrín hefur glímt við síðustu tvö árin. „Í grunninn er ég frekar þung í lund. Fann stundum fyrir vanlíðan meðan ég var ung- lingur án þess að gera beinlínis neitt í því. Þetta leið bara hjá. Fljótlega eftir að ég flutti til Liverpool helltist þessi vanlíðan hins vegar yfir mig af mun meiri þunga en áður. Ég var treg að fara til læknis. Hugsaði bara sem svo að þetta hlyti að rjátlast af mér, eins og okk- ar Íslendinga er siður. Fótboltinn hjálpaði mér líka heilmikið. Hann hefur alltaf verið mitt líf og yndi og í þessum erfiðleikum var hann nauðsynleg rútína og haldreipi.“ Hún lét sig loksins hafa það að leita til læknis sem greindi hana með þunglyndi. „Ég hef lesið mér mikið til um þetta og það er merkilega algengt að vanlíðan og sjálfsefi hellist yfir fólk milli tvítugs og þrítugs. Það sem hélt mér á floti var vissan um að þetta myndi á endanum líða hjá. Ég var aldrei í neinum vafa um það, sem er algjört lyk- ilatriði upp á bata.“ Núna líður Katrínu mun betur og hún kveðst hafa lært mikið á þessum tveimur ár- um. Hún hafi meiri skilning á sjálfri sér og öðrum eftir að hafa gengið í gegnum þessar hremmingar. Trúði ekki á hamingjuna Kærastan reyndist Katrínu afar vel meðan á þunglyndinu stóð. „Hún er mjög glöð að upplagi. Við bætum hvor aðra upp og mæt- umst á miðri leið. Hún hífir mig upp og ég dreg hana niður úr skýjunum. Hún hjálpaði mér rosalega mikið meðan ég var svona langt niðri. Var algjör klettur og sýndi hvað hún elskar mig mikið. Ég ýtti henni margoft frá mér með þeim orðum að ég tryði ekki á hamingjuna, enda leið mér þannig á þeim tíma, en hún hlustaði ekki á mig. Sem betur fer!“ Einn ljóður var þó á ráði kærustunnar – klæðnaðurinn. „Þær eru alveg rosalegar í klæðaburði, þessar scouse-stelpur. Þetta er svona öfga-barbídúkkuklæðnaður og hárið út um allt. Nánast eins og á eitís-tímanum. Sem betur fer hefur okkur tekist að tóna þetta aðeins niður,“ segir hún skellihlæjandi. Kærastan er líka í fótbolta og leikur raun- ar með erkifjendunum í Everton. Þykir mik- ið efni, hefur leikið með yngri landsliðum Englands og setur stefnuna á A-landsliðið með tíð og tíma. Þær Katrín hafa mæst á velli og spurð hvort það hafi ekki verið erfitt hristir hún ísköld höfuðið. „Fótbolti er fót- bolti!“ Kærastan kom út úr skápnum fjórtán ára gömul en mamma hennar neitaði að sætta sig við það. Hefur raunar ekki gert það að fullu ennþá. „Auðvitað elskar hún dóttur sína en óttast að líf hennar verði erfiðara svona. Það eru svo sem ekki óalgeng viðbrögð hjá foreldrum þegar börnin þeirra koma út úr skápnum,“ segir Katrín. Spurð hvort þetta hafi ekki verið erfitt kinkar Katrín kolli en stúlkan haldi eigi að síður sínu striki enda viti hún hver hún er. Þurfum ekki skilgreiningar Spurð um stöðu samkynhneigðra í Bretlandi segir Katrín þá réttindabaráttu skemmra á veg komna en hér heima. Raunar sé leitun að landi sem standi sig betur í þessum efn- um en Ísland. Mögulega skýringu segir hún þá að Bretland sé rótgróið samfélag og allar breytingar taki tíma. „Hafandi sagt það skilst mér að umhverfið í Liverpool sé vina- legra en víða annars staðar í Bretlandi og margir samkynhneigðir og transfólk hafa flutt þangað þess vegna. Annars vona ég að svona skilgreiningar hætti fyrr en síðar að verða nauðsynlegar. Við erum öll fólk, burt- séð frá kynhneigð og eigum að geta lifað og skemmt okkur saman – án fordóma og árekstra.“ Sjálf kom hún út úr skápnum um tvítugt. Án minnstu vandræða. „Ég hafði engar áhyggjur af umhverfinu í því sambandi. Þurfti bara að átta mig á þessu sjálf og stað- setja mig gagnvart sjálfri mér óháð því hvað aðrir myndu segja. Ég hafði orðið skotin í strákum en þegar ég varð fyrst skotin í stelpu fann ég að það var öðruvísi. Og að þannig væri ég. Fjölskylda mín og vinir tóku þessu, eins og við var að búast, mjög vel og mér hefur aldrei fundist ég þurfa að útskýra neitt fyrir neinum. Foreldrar mínir og bræð- ur hafa alltaf reynst mér vel og staðið þétt við bakið á mér, hvort sem það er í fótbolt- anum eða lífinu yfir höfuð,“ segir Katrín en hún er dóttir hjónanna Guðrúnar Mörtu Þor- valdsdóttur og Ómars Benediktssonar og á þrjá bræður. Katrín segir Íslendinga raunar einstaka þegar kemur að frelsi einstaklingsins. Hér fái fólk möglunarlaust að vera það sjálft. Henni er minnisstæð saga frá þeim tíma er hún var að þjálfa ungar stúlkur, 8 til 11 ára, hjá KR. Þá nýkomin út úr skápnum. Hinir ungu iðkendur höfðu veður af því að Katrín ætti kærustu og gáfu sig af því tilefni á tal við hana. „Veistu,“ sögðu þær. „Það er allt í lagi!“ Verðum að passa upp á landið „Því meira sem ég ferðast átta ég mig betur á því hvað Ísland er gott land. Það er ekki bara frelsið, heldur líka náttúran, loftið og öryggið. Allt hlutir sem við tökum sem gefn- um en eru það auðvitað ekki. Allt veitir þetta okkur sérstöðu sem við verðum að passa vandlega upp á,“ segir Katrín. Hún segir Breta upp til hópa hafa mikinn áhuga á Íslandi og þarf reglulega að svara fyrirspurnum frá þeim. Eldgosin síðustu misserin hafi mikið um það að segja, auk þess sem allir virðist þekkja norðurljósin og þrá að koma hingað til að berja þau augum. Spurð hvort búið sé að sópa Icesave-deilunni út af borðinu hlær Katrín. „Já, fyrir lifandis löngu. Annars held ég að hinn almenni Breti hafi aldrei verið inni í þeirri deilu.“ Ef að líkum lætur á Katrín mörg ár eftir í atvinnumennsku. Spurð hvort hún reikni með að setjast að á Íslandi þegar skórnir fara upp í hillu brosir hún. „Það er ómögu- legt að segja. Ég mun alltaf láta hjartað ráða för. Í því efni sem öðrum. En það breytir ekki því að ég verð alltaf Íslend- ingur.“ Og Lubbi geltir. Til samþykkis. Stoltur Púlari í búningi Englandsmeistara Liverpool. Ljósmynd/ladies.liverpoolfc.com * Það sem hélt mér áfloti var vissan umað þetta myndi á end- anum líða hjá. Ég var aldrei í neinum vafa um það, sem er algjört lykil- atriði upp á bata. 4.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.