Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 26
Heimili og hönnun *Sænski bílaframleiðandinn Volvo kynnir, í sam-starfi við Ericsson og POC, frumgerð hjóla-hjálms sem tengir notandann við nálæg ökutækiog kemur þannig í veg fyrir slys. Hjálmurinnmiðar að því að gera vegfarendur meðvitaðrihvern um annan með því að deila upplýsingumum staðsetningu og senda tilkynningar þegar ökutæki nálgast. Hjálmur sem sendir tilkynningar Stofan er björt og stór. Ragnhildur segist kaupa mest inn á heimilið í IKEA og þá sérstaklega stóru hlut- ina. Einnig er hún mjög hrifin af skandinavískri hönnun og verslar því einnig í Epal, Lífi og list og Hrími. Morgunblaðið/Þórður HEILLANDI HEIMILI Í HAFNARFIRÐI Minna er meira HJÓNIN RAGNHILDUR OG STEFÁN BÚA Í SÉRSTAKLEGA BJARTRI OG FALLEGRI ÍBÚÐ Í HAFNARFIRÐI ÁSAMT SONUM SÍNUM BJARTI INGA OG ARNARI HELGA. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Hnöttur með ljósi sem gefur milda birtu er sérlega flottur í stofunni. Ragnhildur Sigurbjartsdóttir sækir meðal annars inn- blástur í blogg og skandinavískar fasteignasíður. R agnhildur Sigurbjartsdóttir lögfræðingur og Stefán Sveinsson lögreglumaður hafa komið sér vel fyrir í Hafnarfirði ásamt sonum sín- um, Bjarti Inga, sem verður fjögurra ára í febrúar, og Arnari Helga, sem er níu mánaða. „Ætli heimilið myndi ekki flokkast sem stílhreint og einfalt. Ljósir litir eru mjög ríkjandi og hugtakið „minna er meira“ á, held ég, ágætlega við. Á sama tíma vil ég hafa heimilið hlýlegt og er ég til dæmis kertasjúk. Maðurinn minn gerir óspart grín að mér þegar ég tek kvöldrúntinn og slekk á öllum 27 kertunum áður en við förum að sofa,“ segir Ragnhildur og bætir við að við innréttingu heimilisins sé mikilvægt að öllum líði vel enda sé heimilið sá staður þar sem fjölskyldan eyðir mestum tíma saman. „Mér finnst gaman að hafa fallegt í kringum mig og við eigum mikið af fallegum hlutum en á sama tíma reyni ég að hafa heimilið eins barnvænt og kostur er þar sem við eigum jú tvo drengi sem verða að fá að njóta sín líka.“ Ragnhildur segist kaupa mest inn á heimilið í IKEA og þá sérstaklega stóru hlutina. „Ég er hins vegar mjög hrifin af skandinavískri hönnun og Epal er með mjög gott úrval af henni svo ég slysast tals- vert oft þar inn sem og í Líf og list og Hrím.“ Ragn- hildur segist sækja innblástur í smáforritið Instagram, blogg og skandinavískar fasteignasíður. „Ég er til- tölulega nýbúin að læra á pinterest sem opnaði nýjan heim fyrir mér í þessu. Það sem ég sé hefur ósjálfrátt mikil áhrif á það hvernig ég innrétta heimilið.“ Sófinn í stofunni er í miklu eftirlæti hjá fjölskyld- unni og segjast þau eiga góðar stundir þar saman. „Þar förum við yfir málin þegar allir koma heim að loknum vinnudegi. Ég kann annars líka voðalega vel við mig í eldhúsinu, ég hef mjög gaman af því að prófa mig áfram þar og ég og kitchenaid-hrærivélin mín eigum vel saman,“ bætir Ragnhildur við að lok- um. Skemmtilegt safn af iittala-vörum og gullfiskur í vasa. Snotrir smáhlutir gefa eldhúsinu sjarma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.