Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2015 HÁDEGISMATUR Í FYRIRTÆKI OG STOFNANIR VINSÆLT - HEILSUBAKKAR Heilsubakkar eru réttir sem samanstanda af léttu fæði Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Við sendum hádegismat í bökkum og kantínum til fyrirtækja og stofnana alla daga ársins! Boðið er upp á sjö valrétti á virkum dögum: Tvo aðalrétti, þrjá aukarétti, heilsurétt og ávaxtabakka. Aðalréttirnir eru breytilegir frá degi til dags. Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is Fjölbreyttur matseðill og valréttir alla daga SKÚTAN Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Samkvæmt vefsíðunni sykurmagn.is samsvarar viðbætt sykurmagn í Létt- drykkjarjógúrti með jarðarberjum tíu sykurmolum, þeir eru sjö í dós af Engjaþykkni og sama magn í lítilli dós af skyr.is með bláberjum. Í dós af Óskajógúrti með jarðarberjum eru sex og hálfur syk- urmoli. Hver moli er tvö grömm. Allt eru þetta framleiðsluvörur MS, sem leitar leiða til að minnka viðbættan sykur í vörum sínum. Vöruþróunar- stjóri fyrirtæk- isins segir að syk- urminni vörur eigi til að falla síður í kramið hjá neyt- endum. Sykurmagn.is er á vegum Emb- ættis landslæknis, þar eru upplýs- ingar um viðbættan sykur í 55 vöru- tegundum og koma upplýsingarnar úr ÍSGEM, íslenska gagnagrunn- inum um efnainnihald matvæla. Fita, sætuefni, sykur … Með viðbættum sykri er átt við þann sykur sem bætt er í matvörur við framleiðslu. Viðbættur sykur er um 9% þeirra orkuefna sem Íslend- ingar neyta að meðaltali og kemur stærstur hluti hans úr sykruðum drykkjum og sælgæti, 6% koma úr mjólkurvörum. Ekki er bara átt við hvítan sykur, heldur einnig aðrar gerðir sykurs, t.d. agavesíróp, hrá- sykur og melassa. Á vefsíðu Embætt- is landlæknis segir að ekki sé al- mennt hollara að bæta í matvælin einni tegund sykurs umfram aðra. „Þetta erum við að takast á við og hefur verið markmið okkar lengi. Við settum okkur fyrst stefnu um að minnka sykurinn árið 2008,“ segir Björn S. Gunnarsson, matvæla- og næringarfræðingur og vöruþróun- arstjóri MS, spurður hvort ekki sé hægt að framleiða þessar vöruteg- undir án svo mikils sykurmagns. Á vef MS kemur fram að fyrir- tækið framleiðir 13 vörutegundir án viðbætts sykurs og fimm sem flokk- aðar eru sem sykurminni. Björn segir að til þess að kalla megi vöru syk- urminni eða sykurskerta þurfi að skerða sykurmagnið um 30% frá upp- runalegu vörunni eða þeirri hefð- bundnu. „Við höfum vissulega farið víða í vöruþróun,“ segir Björn. „Upp úr 1990 byrjaði fituumræðan og þá fórum við að koma með léttari vörur. Síðan var farið að tala um sykurinn, þá skiptum við honum sums staðar út fyrir sætuefni. Þau hafa verið gagn- rýnd og núna er helsta verkefnið að draga úr sykrinum án þess að nota sætuefni og án þess að það komi nið- ur á bragðgæðunum.“ Betri vopn í sykurbaráttunni Að sögn Björns eru ýmsar nýj- ungar á döfinni í mjólkurvörufram- leiðslu sem gera að verkum að hægt er að draga úr sykurmagni en halda samt tilteknum bragðgæðum. „Ég held því fram að við höfum sífellt betri vopn í höndunum til að minnka sykurinn án þess að skerða bragðið; gerla, bragðefni og vinnsluaðferðir,“ segir Björn. Þegar framleiðsla MS er skoðuð á vefsíðu fyrirtækisins sést m.a. að hrein vara, þ.e. án viðbætts sykurs og bragðefna, er gjarnan valkostur, t.d. má fá hreint skyr og hreint jógúrt. Björn segir þetta kost fyrir þá sem vilja síður viðbætt efni. Það sé að sumu leyti afturhvarf til fyrri tíðar áður en byrjað var að setja sykur í mjólkurvörur, en það hefur verið gert frá því um 1970. Haldið þið hjá MS að fólk vilji al- mennt allan þennan sykur? „Nei, sífellt fleiri vilja hreinar vörur eða með minna af sykri. En sumar af þeim sykurskertu vörum sem við höfum boðið upp á hafa ekki höfðað nægilega vel til neytenda og við þurfum greinilega að gera betur,“ segir Björn og nefnir Frútínu-jógúrt sem nú hefur verið tekið af markaði. „Svona úttekt, eins og er á syk- urmagn.is, ýtir vel við okkur og það er gott að fá aðhald.“ Sykrað skyr og dísætt jógúrt í dós  MS leitar ýmissa leiða til að minnka sykur í vörum sínum  Krafa frá neytendum um að minnka sykur  Sykurminni vörur falla þó misvel í kramið  Gott að fá ábendingar, segir framleiðslustjóri Sykurminna skyr » Dregið hefur verið úr við- bættum sykri í mörgum vöru- tegundum MS. » T.d. hefur hann verið minnk- aður um 10-15% í flestum bragðtegundum af skyr.is og í skólajógúrt. » Viðbættur sykur í KEA-skyri hefur minnkað um 10%. „Það kemur ekki fram á umbúð- unum ennþá, en nýjar umbúðir koma á næstu vikum þar sem það kemur fram,“ segir Björn. Björn S. Gunnarsson Sykur Embætti landlæknis sýnir viðbættan sykur í ýmsum fæðutegundum, meðal annars í mjólkurvörum frá MS, á vefsíðunni sykurmagn.is. Þeir sem hafa varið meðalstarfsævi á vinnumarkaði, eða um 40 til 45 árum, munu ná öllum viðmiðum um ævi- langan lífeyri. Allstór hópur fólks nær þeim viðmiðum hins vegar ekki þar sem það hefur ekki greitt nægi- lega lengi í lífeyrissjóð. Á komandi áratugum verða greiðslur úr lífeyr- issjóðum um þriðjungi hærri en hjá þeim sem nýlega hófu töku lífeyris. Þetta kemur fram í rannsókn Fjár- málaeftirlitsins og Landssamtaka líf- eyrissjóða á lífeyrissparnaði en rann- sóknin er hluti fjölþjóðlegs verkefnis ríkja OECD. Mismunur á milli hópa Í íslenska hluta rannsóknarinnar eru fjögur atriði nefnd sem veikleikar í kerfinu. Í fyrsta lagi er lífeyrir al- mennt talinn lágur um þessar mund- ir. Í öðru lagi er verulegur munur á lífeyrisréttindum opinberra starfs- manna og fólks á almennum vinnu- markaði en jöfnunaráhrif almanna- trygginga draga úr þeim mun. Í þriðja lagi er nefnd sterk tekjuteng- ing almannatrygginga og lífeyr- istekna og í fjórða lagi kemur fram að margir munu ekki ná viðmiði um 56% lífeyrishlutfall úr samtrygging- arsjóðum en það er einkum vegna rofs í iðgjaldasögu, svo sem vegna flutninga til útlanda eða skólagöngu. Í reglugerð er kveðið á um að hver sjóðsdeild verði að lágmarki að veita ávinnslu sem nemur að meðaltali 1,4% af launum hvers árs yfir 40 ára tímabil. Lífeyrir verði því að lág- marki 56% af meðalævitekjum. Líf- eyrishlutfallið er þó hærra í sumum sjóðum. Fram kemur að allir, hvort sem þeir hafa þegið laun eða ekki, munu fá að lágmarki fjárhæð sem er jöfn lágmarksframfærslugreiðslu úr al- mannatryggingum. Flestir munu þá einnig fá lífeyri úr starfstengdum líf- eyrissjóðum með skylduaðild og fá því hærri heildarfjárhæð en bara lág- marksframfærsluna. Lífeyrir verður þriðjungi hærri  Allstór hópur nær ekki lágmarki Morgunblaðið/Ómar Öldrun Bent er á að lífeyris- greiðslur séu frekar lágar nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.