Morgunblaðið - 10.02.2015, Síða 6
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Innri endurskoðun Reykjavíkur-
borgar hefur verið falið að gera
óháða úttekt á aðdraganda, innleið-
ingu og fram-
kvæmd ferða-
þjónustu fatlaðs
fólks hjá Strætó.
Strætó keypti
tölvukerfi, sem
innleitt var
vegna þjónust-
unnar, frá
danska fyrirtæk-
inu Trapeze en
sá samningur fór
ekki í útboð. Afstaða Strætó til
málsins er að umræddur samning-
ur hafi verið gerður í samræmi við
heimildir útboðsréttar. Hann hljóð-
aði upp á kaup á hugbúnaði og
uppsetningu hans fyrir 10 milljónir
króna og rekstrar- og viðhalds-
kostnað um 6,5 milljónir króna á
ári eða 514 þúsund á mánuði.
Bjarni Einar Einarsson kerfis-
fræðingur sá um hugbúnaðinn sem
áður var notaður í tengslum við
ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó
og er notaður við þá þjónustu í
Kópavogi og Akureyri. Hann smíð-
aði sitt fyrsta kerfi fyrir þessa
þjónustu árið 1992 og segir að það
sé klæðskerasniðið að þörfum fatl-
aðra.
„Kerfið hjá mér kostar sáralítið
miðað við þetta nýja kerfi. Ætli
kostnaðurinn á ári hafi verið rúm-
lega milljón með þróun og end-
urbótum.“
Bjarni skoðaði kerfið sem nú er
í notkun árið 2013 og leist illa á.
Hann segist hafa varað hæstráð-
endur við að taka það upp en á
hann hafi ekki verið hlustað.
„Þetta nýja kerfi er ekkert
nema móðgun við mig. Að Strætó
segi að ég geti ekki gert svona
kerfi – það er móðgun því þetta
nýja kerfi er ekkert nema bast-
arður, það er svo gallað. Kerfið er
einfalt og ópersónulegt og raðar
fólki eins og bögglum. Markmiðið
er að koma fólki frá A til B en
ekki er hugsað um hvernig það er
gert.“
Kostar yfir hálfa
milljón á mánuði
Samningur Strætó um nýtt tölvukerfi fór ekki í útboð
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2015
Bjarni Einar er afkastamikill forritari sem gerði meðal annars einn fyrsta
tölvuleik landsins, Sægreifann. Hann var byrjaður að smíða nýtt kerfi
sem hefði kostað brot af því sem hið nýja gerði.
„Það var spjaldtölvukerfi, líkt kerfinu sem nú er í gangi. Það lét bíl-
stjórana fá allar breytingar um leið og þær áttu sér stað yfir daginn.
Þetta var einföld og ódýr útfærsla. Byggðist á þeim forritum sem eru nú
þegar til,“ segir Bjarni en þegar forritið var prufukeyrt gekk það eins og í
sögu.
Spjaldtölvukerfi sem virkaði
FRAMTÍÐARFORRIT BJARNA VAR Í PÍPUNUM
Bjarni Einar
Einarsson
Lögreglumaður má því aðeins beita
skotvopni gegn manni þegar önnur
úrræði eru ekki tiltæk og brýna
nauðsyn ber til, til dæmis til að verj-
ast lífshættulegri árás á sig eða aðra
eða til að yfirbuga og handtaka af-
brotamenn sem teljast hættulegir
lífi fólks eða öryggi ríkisins.
Kemur þetta fram í reglum um
valdbeitingu lögreglumanna og
notkun valdbeitingartækja og vopna
sem dómsmálaráðherra setti á árinu
1999. Leynd hefur hvílt yfir regl-
unum en Ólöf Nordal innanrík-
isráðherra ákvað að birta þær nú.
Þriðja heimildin fyrir beitingu skot-
vopns gegn manni er að koma í veg
fyrir alvarlegt ofbeldi gegn fólki eða
að verulegu tjóni sé valdið á þjóð-
félagslega mikilvægum hagsmunum
eða stofnunum, rekstri þeirra eða
starfsemi.
Hafa má skammbyssu með
Þegar skotvopni er beitt gegn
manni skal lögreglumaður, ef unnt
er, reyna að takmarka þann skaða
sem af notkun skotvopnsins hlýst,
svo sem með því að skjóta í fætur
viðkomandi. Í ýtrustu neyð skal
miða á stærsta hluta þess líkams-
hluta sem honum er sýnilegur.
Ávallt skal veita alla hugsanlega að-
stoð eftir að skotið hefur verið á
mann.
Í reglunum kemur fram að geyma
skal skotvopn og fylgibúnað með
tryggilegum hætti á lögreglustöð.
Lögreglustjóri getur þó ákveðið, í
samráði við ríkislögreglustjórann,
að skammbyssur séu í sérstökum til-
fellum hafðar með í lögreglubifreið.
Sérstakar sveitir lögreglu geta einn-
ig haft önnur skotvopn meðferðis, að
því er fram kemur. helgi@mbl.is
Ekki skotið nema
í brýnni nauðsyn
Birtar reglur um valdbeitingu lögreglu
Morgunblaðið/Rósa Braga
Umsátur Sérsveitin hefur sérstakar
heimildir til vopnaburðar.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Heildarstaða lána í vanskilum hjá
Íbúðalánasjóði hefur lækkað um
rúma 53 milljarða króna síðan þau
náðu hámarki í
júlílok 2012; hafa
lækkað úr 93
milljörðum króna
í 39,8 milljarða.
Upphæð lána
sem voru „fryst“
hefur sömuleiðis
lækkað mikið.
Hún var 35,2
milljarðar í lok
janúar 2011 en
var rúmir 1,6 milljarðar í lok janúar
á þessu ári. Hefur upphæðin helm-
ingast síðan í lok júlí í fyrrasumar.
Sigurður Erlingsson, forstjóri
sjóðsins, segir lækkun heildarstöðu
lána í vanskilum skýrast af skulda-
úrræðum, fjölda eigna sem sjóður-
inn hefur leyst til sín og betri stöðu
heimila. Unnið er að greiningu á
áhrifum skuldaleiðréttingarinnar á
stöðu sjóðsins og áhrifum hennar til
lækkunar vanskila. Eins og sýnt er
hér til hliðar er frestur á uppboðum
á um 450 eignum að renna út. Sig-
urður segir að ætla megi að hluti
eignanna sé með lán hjá ÍLS. Hann
segir tapið vegna slíkra lána að
langmestu leyti komið fram.
Líklega komið undir 8%
Heildarstaða lána í vanskilum
náði hámarki í júlí 2012 og var
undirliggjandi virði slíkra lána þá
um 15% af lánasafni sjóðsins. Hlut-
fallið var 8,17% um síðustu áramót
og er að líkindum nú komið undir
8%. Það var lengst af 1-2% í sögu
sjóðsins, sem var stofnaður 1998, og
er því enn hátt í sögulegu samhengi.
Heildarfjárhæð lána í vanskilum
hjá lögaðilum hefur einnig lækkað
hratt. Hún var um 33 milljarðar í
mars 2013 og var það um fjórðungur
lána til lögaðila. Hún var 26,1 millj-
arður í desember og var það um
17,64% af útlánum til lögaðila. Þau
tíðindi hafa einnig orðið í rekstri
sjóðsins að eignum sem eru í sölu er
farið að fækka hraðar en fjöldi eigna
sem sjóðurinn leysir til sín. Sjóður-
inn seldi 1.115 eignir í fyrra en þá
fækkaði aðeins um 230 eignir sem
voru til sölu eða leigu; þær voru alls
1.891 um áramótin.
Með því að hægt hefur á fjölgun
slíkra eigna mun að óbreyttu ganga
hratt á listann í ár. Þannig voru 924
eignir í sölumeðferð hjá sjóðnum í
árslok 2014 og voru flestar komnar
á sölu hjá fasteignasölum. Þá er ver-
ið að fara yfir kauptilboð sem sjóðn-
um bárust í 400 eignir í sjö eigna-
söfnum á Vesturlandi, Norðurlandi,
Austfjörðum, Suðurlandi, Suður-
nesjum og á höfuðborgarsvæðinu.
Sigurður Erlingsson segir tíðinda
að vænta af sölu eignasafnanna á
næstu vikum. Hvað hinar 924 eign-
irnar varðar hafi sala fullnustueigna
gengið vel í desember og janúar og
því gengið á listann. Hann segir
söluverðið vel viðunandi.
Fá milljarðatugi fellda niður
„Markmiðið er að minnka vanskil
verulega í ár. Við bindum vonir við
að almenna niðurfærslan muni
koma vanskilum töluvert niður. Það
verður líklega ekki farið að skýrast
fyrr en í lok mars hversu mikið van-
skil lækka vegna niðurfærslunnar.
Það mun líka hafa áhrif þegar frest-
ur á uppboðum lýkur, enda mörg
mál sem þá klárast, annaðhvort með
úrræðum eða með því að uppboðs-
ferlið gengur til enda. Á þessu ári
væntum við því verulegrar breyt-
ingar til lækkunar á vanskilum,“
segir Sigurður og bætir því við að
hlutur sjóðsins í 80 milljarða nið-
urfærslu verðtryggðra lána sé um
36 milljarðar. Fram kemur í árs-
hlutareikningi ÍLS að 30. júní sl.
námu útlán sjóðsins 755 milljörðum
og lækkuðu þau um 14 milljarða frá
áramótum.
Lækkunin vegna leiðréttingar
verðtryggðra íbúðalána hefur þau
neikvæðu áhrif á stöðu sjóðsins að
uppgreiðslur aukast og með því
minnka eignir sem bera vexti í
framtíðinni. Sigurður segir þann
vanda bíða úrlausnar. Vanskilavand-
inn verði hins vegar senn að baki.
Sigurður segir lækkun heildar-
stöðu lána í vanskilum eða frystingu
ekki hafa áhrif á fjármögnunarþörf
sjóðsins frá ríkinu á þessu ári. Hún
sé óbreytt frá síðustu fjárlögum, eða
5,7 milljarðar. Með því að vanskilin
séu að minnka ört sé hins vegar ekki
útlit fyrir að sá vandi kalli á frekari
fjármögnun frá ríkinu. Hann segir
hagfelld ytri skilyrði, lága verðbólgu
og kaupmáttarstyrkingu, eiga þátt í
að vanskil þróist til betri vegar.
Yfirveðsettar eignir úti á landi
Í meirihluta tilfella vanskila og
frystinga er um að ræða lán sem
tekin voru á árunum 2005-2009.
Raunverð fasteigna var þá sögulega
hátt – það náði sögulegum hæðum í
október 2007 – og fóru margir lán-
takendur illa út úr verðbólguskotinu
eftir efnahagshrunið 2008.
Frysting lána þýðir að ekki er
greitt af lánum á frystingartíma-
bilinu. Lán sem lengi hafa verið í
frystingu geta því hafa hækkað um-
fram markaðsvirði eigna. Það sem
út af stendur af láni sjóðsins eftir
sölu eignar er því afskrifað.
Þá á það þátt í yfirveðsetningu að
lán voru tekin hjá ÍLS fyrir nýjum
fasteignum á landsbyggðinni sem
endurspegluðu byggingarkostnað á
sínum tíma sem var að jafnaði
nokkru hærri en markaðsverð. Af
þessum sökum eru fasteignir ÍLS á
landsbyggðinni kerfisbundið með
hærri veðsetningarhlutföll.
Vanskilavandi ÍLS er senn að baki
Forstjóri Íbúðalánasjóðs væntir verulegrar lækkunar vanskilalána í ár Ríkið muni að óbreyttu
ekki lengur þurfa að leggja ÍLS til verulegt fé vegna vanskila Mikil eignasala framundan hjá ÍLS
Að sögn Svanborgar Sigmarsdóttur, upplýsingafull-
trúa Umboðsmanns skuldara, stendur gjarnan eftir
svokölluð „eftirstæð“ krafa eftir að fólk missir hús-
næði.
„Það fær ekki nógu mikið fyrir nauðungarsölu
þannig að það skuldar enn eftir að það missir fast-
eignina. Í mörgum tilfellum hefur fólk ekki greiðslu-
getu til að borga það sem út af stendur. Þá aðstoðum
við fólk í greiðsluaðlögunarsamningum við að fá eft-
irgjöf af eftirstæðri kröfu. Slíkar kröfur falla raunar
niður hjá Íbúðalánasjóði eftir fimm ár.“
Hún segir húsnæðisvanda hinna tekjulægstu áberandi, þeir standi
ekki undir greiðslubyrði af fasteignaveðlánum. Þessa hóps og þeirra
sem missa húsnæðið bíði að fara á leigumarkað og sækja um húsa-
leigubætur.
Samið um það sem út af stendur
ÞEGAR FÓLK MISSIR HÚSNÆÐIÐ
Svanborg
Sigmarsdóttir
Sýslumenn og
frestuð uppboð
Fjöldi frestana til 1. mars
skv. lögum 94/2014
* Nýlegar tölur. Ekki vannst tími hjá
sýslumanni í gær til að uppfæra listann.
** 7 mál í Húnavatnssýslu, 3 mál í Skagafirði.
*** Framhaldssölu frestað, 25 mál. Frestun
ákvörðunar um framhaldssölu, 11 mál.
Vinnslu máls frestað, 4 mál.
**** Ákvörðun um framhaldssölu frestað,
12 mál.
Framhaldssölu frestað, sem ákveðin hafði
verið, 19 mál.
Frekari vinnslu máls frestað eftir að
framhaldssala var afstaðan, 7 mál.
Höfuðborgarsvæðið*
Vesturland
Vestfirðir
Norðurland vestra**
Norðurland eystra***
Austurland
Suðurland
Vestmannaeyjar
Suðurnes****
Samtals
280
17
10
10
40
12
37
6
38
450
Heimild: Sýslumenn á Íslandi
Morgunblaðið/Ómar
Holtin í Reykjavík Þúsundir heimila lentu í skuldavanda eftir hrunið.
Sigurður
Erlingsson