Morgunblaðið - 10.02.2015, Side 9

Morgunblaðið - 10.02.2015, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2015 VERTU VAKANDI! blattafram.is Góð samskipti milli þín og barna þinna er besta leiðin til að vernda þau fyrir kynferðislegu ofbeldi! MÁ BJÓÐA ÞÉR Í SJÓNMÆLINGU? 20% afsláttur af öllum gleraugum. Gildir út febrúar. Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 – Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Nýjar vörur : –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 2. mars. SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 6. mars FERMINGAR Fermingarblaðið er eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. Sparidress - Sumaryfirhafnir - Peysur - Blússur - Bolir www.laxdal.is VERÐHRUN ALLT AÐ 70% SÍÐASTA ÚTSÖLUVIKA 50-70% afsláttur Laugavegi 63 • S: 551 4422 Kjartan Halldórsson, oft kenndur við Sæ- greifann, lést á Borg- arspítalanum síðastlið- inn sunnudag, 75 ára að aldri. Kjartan fæddist árið 1939 á bænum Syðri- Steinsmýri í Vestur- Skaftafellssýslu. For- eldrar hans voru Hall- dór Davíðsson og Hall- dóra Eyjólfsdóttir. Kjartan var sjötti í röðinni af átta systk- inum. Kjartan hafði alla tíð yndi af veiðimennsku. Hann starfaði lengst af við sjómennsku eða frá sextán ára aldri fram til ársins 2002, síðast á Erlingi KE, yfirleitt sem kokkur. Hann var þó einnig sjálfstætt starfandi verktaki við húsaviðgerðir á árunum 1974- 1990. Kjartan stofnaði fiskbúðina Sægreifann árið 2003. Ferðamenn fóru að venja komur sínar til hans í búðina í leit að góðum fiski og fljótlega hófu þeir að biðja Kjartan um að elda fyrir sig fiskinn. Hann beið ekki boðanna, keypti grill og hófst handa. Sægreifinn varð þann- ig fljótlega að vinsæl- um veitingastað og var þekktur víða um lönd. Kjartan seldi Sægreifann árið 2011 til Elísabetar Jean Skúladóttur en hélt áfram störfum svo lengi sem heilsan leyfði. Síðustu ár bjó hann einnig á Sægreifanum. Kjartan kvæntist tvisvar, fyrri kona hans var Soffía Sigurgeirs- dóttir og áttu þau soninn Jóhann Sævar Kjartansson. Síðar kvæntist hann Sigríði Elísdóttur og átti með henni synina Halldór Pál og Elís Má Kjartanssyni. Barnabörnin átti hann níu talsins. Andlát Kjartan Halldórsson – með morgunkaffinu Aukablað alla þriðjudaga Gangagröftur í Vaðlaheiðargöngum er nú hálfnaður. Við lok síðustu vinnuviku voru göngin orðin 3.642 metrar að lengd en alls eru 7,17 kílómetrar í gegnum heiðina. Gangamenn Ósafls fögnuðu áfanganum og gæddu sér á tertu frá Vaðlaheiðargöngum hf. Nú er eingöngu sprengt á einum stafni, Fnjóskadalsmegin, og er ágætur gangur þar flestar vikurn- ar. Í liðinni viku lengdust göngin um 60 metra og með því var 947 metrum lokið Fnjóskadalsmegin. Ekki hefur verið hægt að vinna Eyjafjarðarmegin í langan tíma vegna hita í göngunum en þeim megin eru göngin 2.695 metra löng. Valgeir Bergmann, fram- kvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf., segir að nú sé verið að þétta bergið í stafninum með sérstakri efnablöndu í þeim tilgangi að losna við heitt vatn sem þar lekur inn. Þar verður byrjað að sprengja um leið og það verður vinnandi vegur. Miðað er við að lofthitinn þurfi að vera undir 28 gráðum. Vonast er til að það verði í mars, að sögn Val- geirs. „Við vonumst til að þá verði hægt að sprengja frá báðum stöfn- um alveg þangað til þeir mætast,“ segir Valgeir en upphaflega var ætlunin að grafa aðeins 2 kílómetra Fnjóskadalsmegin. Tilgangur þessa er að reyna að vinna upp hluta þeirra tafa sem orðið hafa. Valgeir segir að ef hægt væri að grafa frá báðum endum án tafa yrði hægt að vinna upp tafirnar. Taldi hann það þó ekki raunhæft því reikna mætti með áframhald- andi bergþéttingum. helgi@mbl.is Hálfnaðir með gangagröft  Stefnt að sprengingum Eyjafjarðarmegin í næsta mánuði Ljósmynd/Siggi Bald Hálfnað verk Starfsmenn Ósafls fagna áfanganum inni í miðju fjallinu. Táknið hefur verið sprautað á vegginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.