Morgunblaðið - 10.02.2015, Side 10

Morgunblaðið - 10.02.2015, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2015 Malín Brand malin@mbl.is Snemma á mánudagsmorgni,þegar blaðamaður nær taliaf Gunnari Karli, er hannönnum kafinn við að skoða leiðarnótur en það eru lýsingar á því hvernig aka skuli leiðir í ralli. Kannski óvenjuleg iðja hjá ungum manni á mánudagsmorgni, en ekki svo galið þar sem hann er að fara að keppa í Wyedean-rallinu um næstu helgi og þá er eins gott að vera eins kunnugur leiðinni og mögulegt er. Það verður ekki hjá því komist að spyrja Gunnar Karl hvenær áhugi hans á ralli hafi byrj- að. „Áhuginn byrjaði nú örugglega bara á fæðingardeildinni því ég hef alltaf verið með hana,“ segir Gunn- ar Karl. Sem lítill strákur var hann mikið í kringum föður sinn, Jó- hannes Gunnarsson, og félaga hans sem voru á kafi í sportinu. Ófáar ljósmyndir eru til af Gunnari Karli, litlum patta, sitjandi í rallbílnum að „þykjast“ vera með. Þó eru enn fleiri myndir til af honum í keppni, enda hefur hann verið virkur kepp- andi í akstursíþróttum hér heima frá því hann var fimmtán ára gam- all. Hann náði prýðilegum árangri sem ökumaður í Unglingaflokki í rallýcross en þar þurfa keppendur að hafa náð fimmtán ára aldri. Áhugi sem hvergi dvínar Frá því Gunnar Karl varð sautján ára hefur hann keppt í rall- inu og náð góðum árangri og nú er það Bretland. Það eru þrjár vikur síðan Gunnar Karl kom til Bret- lands og framundan eru fjögur röll Áhuginn byrjaði á fæðingardeildinni Hinn átján ára gamli Gunnar Karl Jóhannesson segir að ralláhuginn hafi án efa tekið sér bólfestu í honum strax á fæðingardeildinni. Í það minnsta man hann ekki eftir sér öðruvísi en með óstjórnlega dellu og ekki hefur fjölskyldan, sem er meira og minna í akstursíþróttum, latt drenginn. Nú er Gunnar Karl kominn til Bretlands þar sem hann mun keppa í sínu fyrsta ralli á erlendri grundu um næstu helgi. Tilbúnir Rallökumaðurinn Gunnar Karl Jóhannesson og George Gwynn aðstoðarökumaður eru klárir í slaginn fyrir Wyedean Rally um næstu helgi. Ljósmynd/Gunnar Karl Jóhannesson Bíllinn MMC EVO X eftir reynsluakstur Gunnars Karls á dögunum með kennaranum Matt Edwards. Gunnar Karl verður númer 50 í rásröðinni. Tvær fimmtán ára stelpur, þær Hall- dóra Líney Finnsdóttir og Hekla Bald- ursdóttir, sigruðu í Ljóðaslammi Borgarbókasafns Reykjavíkur sl. föstudag. Þetta var í áttunda sinn sem keppnin fer fram og þær stöllur fluttu kraftmikið og hressandi ljóð sem þær kölluðu „Gervisykrað sam- félag“ en þema keppninnar þetta árið var einmitt sykur. Í öðru sæti var Fríða Ísberg með ljóðið „Aína“ og í þriðja sæti Þór Þorbergsson með líf- legt og lífrænt ljóð um „London“. Flytjendur nýttu sér ýmsa mögu- leika til sviðsetningar á ljóðunum og léku sér með sykurþemað, allt frá því að bursta tennur með sírópi yfir í að dansa á sviðinu. Upptökur af siguratriðunum þrem- ur má sjá á vefsíðunni www.ljoda- slamm.is, sem er undirsíða borgar- bokasafn.is. Einnig má sjá myndbönd á YouTube. Vefsíðan www.ljodaslamm.is Ljósmynd/Dagur Gunnarsson Sigurvegarar Halldóra Líney og Hekla komu víða við í líflegum texta sínum. Gervisykrað samfélag sigraði Þau leiðu mistök urðu hér á þess- um síðum í sl. viku að rangt var farið með nafn höfundar teikningar sem fylgdi með frásögn um sýn- ingu sem heitir Mara og var opnuð í tengslum við Vetrarhátíðina í SÍM-salnum í Hafnarstræti í Reykjavík. Hið rétta er að Halla Birgisdóttir er höfundur mynd- arinnar, sem sjá má hér. Halla er ein þeirra ellefu myndlistarkvenna sem eiga verk á sýningunni, en þær eru allar nýlega útkskrifaðar úr Listaháskóla Íslands. Beðist er velvirðingar á þessu. Vart er að taka fram að sýningin mun standa áfram allt til 25. febr- úar. Leiðrétting Halla teiknaði myndina Mara Mynd Höllu Birgisdóttur. Hvað gerir borg að góðum stað til að búa á? Eykur skipulag og um- hverfi Reykjavíkur líkur á því að íbú- arnir verði hamingjusamir? Er svarið falið í góðu aðgengi að útivist og grænum svæðum, menningu eða verslun og þjónustu? Stuðlar ná- lægð við sundin, fjöllin og náttúr- una að hamingju? Dregur það úr sjúkdómum, hjónaskilnuðum? Fundur um þetta efni verður hald- inn í fundaröðinni Heimkynni okkar, borgin, sem umhverfis- og skipu- lagssvið stendur fyrir, í kvöld á Kjarvalsstöðum kl. 20. Hugmyndin er að færa umræðu um skipulags- mál í vítt og breitt samhengi. Leitað verður eftir gagnrýnni og hressilegri umræðu þar sem ólík sjónarmið og reynsluheimar mætast á málefna- legum grunni. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi, Anna María Bogadóttir arkitekt, Sig- rún Helga Lund, doktor í tölfræði, og Páll Jakob Líndal, doktor í um- hverfissálfræði, verða með áhuga- verð framsöguerindi á fundinum. Allir velkomnir. Hamingjan og borgarumhverfið Stuðlar nálægð við sundin, fjöll- in og náttúruna að hamingju? Morgunblaðið/Golli Borgin Í kvöld verður m.a. spurt hvað geri borg að góðum stað til að búa á. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.