Morgunblaðið - 10.02.2015, Side 12

Morgunblaðið - 10.02.2015, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2015 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Aðgangur að Íslenskri bókaskrá frá árinu 1534 til 1844 var opnaður á tutt- ugu ára ára afmæli Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns 1. des- ember síðastliðinn á vefslóðinni boka- skra.landsbokasafn.is. Þar inni má finna öll rit íslenskra höfunda bæði prentuð hér og erlendis, rit erlendra höfunda prentuð á íslensku og rit er- lendra höfunda á erlendum tungum ef prentuð hafa verið hér á landi. „Bókaskráin inniheldur nákvæma bókfræðilega lýsingu á tæplega 2200 ritum, alveg frá upphafi prentunar á Íslandi til 1844 en það ár verða skil þegar prentsmiðjan flyst frá Viðey til Reykjavíkur. Þetta er allt sem var prentað á þessum tíma, frá einblöð- ungum upp í bækur sem eru upp á nokkur hundruð blaðsíður,“ segir Jökull Sævarsson sérfræðingur hjá Landsbókasafni Íslands. Hann og Örn Hrafnkelsson, sviðsstjóri varð- veislu, unnu að lokaútgáfu skrárinnar en vinna við hana hófst um miðja síð- ustu öld. „Þetta er búið að vinnast með mjög löngum hléum. Það stóð alltaf til að gefa bókaskrána út á prenti í kringum 1970 en það varð aldrei úr því. Hún var komin í prent- smiðju og komin próförk þaðan af henni en það tókst aldrei að binda lokahnútinn á verkið,“ segir Jökull. „Landsbókasafnið átti alltaf próf- örkina frá prentsmiðjunni og hún var bara notuð sem uppflettirit. Okkur langaði alltaf að gera meira við þetta og svo fyrir tæpum tíu árum skönn- uðum við þessa próförk inn og flutt- um inn í Word ritvinnslukerfið. Þá löguðum við ýmislegt, t.d. röðuðum eftir skírnarnöfnum í stað eftirnafna og gerðum uppsetninguna nútíma- legri.“ Bókfræðileg lýsing á hverju riti Mikið var prentað á Íslandi á þessu tímabili, aðallega af trúfræðiritum en þegar upplýsingin kemur hingað á 18. öld þá er farið að prenta meira af ver- aldlegri ritum og prentunin eykst, að sögn Jökuls. Í skránni er meðal annars að finna upplýsingar um elsta rit sem var prentað á Íslandi, Breviarium Ho- lense sem talið er hafa komið út um 1534. Ekkert eintak er varðveitt af því en í háskólabókasafninu í Upp- sölum eru varðveitt tvö blöð sem eru talin vera úr bókinni. Um þetta má lesa í bókaskránni þar sem er mjög nákvæm umfjöllun um hvert rit. „Þegar við tölum um bókfræðilega lýsingu á hverju riti þá tökum við upp titilinn nákvæmlega eins og hann er á titilsíðunni, svo eru upplýsingar um alla einstaklinga sem koma að ritinu eins og höfunda, þýðanda, útgefanda, prentara og fleira. Það eru líka at- hugasemdagreinar með frekari upp- lýsingum um t.d. eintök og hvar þau eru varðveitt, um prentafbrigði og um skreytingar sem eru í ritunum. Þá er talið upp ef það hefur verið skrifað eitthvað um ritin, eins og greinar, bókakaflar eða bækur.“ Bókaskráin ætti að nýtast bæði fræðimönnum og þeim sem vilja fræðast um prentsöguna. „Við erum líka með ýmsa tölfræði þarna inni. Það er hægt að raða þessu upp eftir útgáfulöndum, árum, tungumálum ofl. Svo erum við líka með tengil við hverja færslu yfir á aðra síðu sem heitir Bækur.is þar sem við erum bú- in að ljósmynda mjög stóran hluta af þessum ritum. Þá geta menn farið beint í ritið sjálft og flett því eftir að hafa skoðað færsluna um það í Bóka- skránni.“ Næsta skrá til 1944 Eins og áður segir nær grunnurinn fram til 1844 og útilokar Jökull ekki að hann verði stækkaður í framtíð- inni. „Þegar vinnan við skrána hófst á síðustu öld átti þetta alltaf að vera í tveimur hlutum, frá upphafi til 1844 og svo annað tímabil þaðan til 1944. En sú skrá, seinnihlutinn, er miklu styttra á veg kominn. Við erum bara með hana handskrifaða á spjöldum enda eykst prentmagnið svo mikið eftir því sem nær dregur nútímanum. Við erum að velta fyrir okkur hvort við ættum ekki að gera svona skrá fyrir þessi rit líka. Það er líklega það sem koma skal.“ Morgunblaðið/Þórður Bókaskrá Jökull Sævarsson, sérfræðingur hjá Landsbókasafni Íslands, segir Íslendinga hafa verið duglega að prenta allskonar rit frá árinu 1534 til 1844, frá einblöðungum upp í bækur sem eru upp á nokkur hundruð blaðsíður. Skrá um fyrstu bækurnar sem voru prentaðar á Íslandi  Bókaskrá frá 1534 til 1844 aðgengileg á vef Landsbóka- safnsins  Nákvæm bókfræðileg lýsing á nær 2200 ritum Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Skattrannsóknarstjóri ríkisins fékk gögn um íslensk félög sem eiga fjár- muni á leynilegum bankareikning- um í skattaskjólum í hendur í apríl í fyrra. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, frétti Bjarni Bene- diktsson fjármálaráðherra fyrst af þessum gögnum í fjölmiðlum en formlegt erindi frá skattrannsókn- arstjóra um málið var ekki lagt fram við fjármálaráðuneytið fyrr en sl. haust, um hálfu ári eftir að emb- ættinu bárust gögnin. Bryndís Kristjánsdóttir, skatt- rannsóknarstjóri ríkisins, sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir helgi að enn lægi ekki fyrir ákvörðun embættisins um hvort gögnin verða keypt, en málið hefur verið til skoð- unar hjá embættinu um nokkra hríð. Bryndís kvaðst þá vonast eftir því að ákvörðun lægi fyrir bráðlega. Ekki náðist í skattrannsóknar- stjóra í gær. Bryndís sendi fjármálaráðuneyt- inu erindi sl. haust, þar sem fram kom að hún hefði fengið sýnishorn úr gagnasafni, sem embættið væri með til athugunar hvort það ætti að kaupa. Greiðslur árangurstengdar Niðurstaðan í fjármálaráðuneyt- inu varð sú að skattrannsóknar- stjóri fengi fjárheimild til þess að kaupa gögnin, mæti embættið það svo, að það væri þessi virði. Gengið var út frá því að greiðslur fyrir gögnin væru árangurstengdar. Fjármálaráðuneytið birti frétt á heimasíðu sinni hinn 3. desember sl. þar sem sagði m.a.: „Ráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að skattrannsóknarstjóri hafi sjálf- stæða skyldu til að leggja mat á virði eða mikilvægi gagnanna fyrir þau verkefni sem embættið sinnir. Gengið er út frá því að sama gildi hér og um aðra ríkisaðila að ekki verði gerðir samningar við aðra en þá sem til þess eru bærir, enda hef- ur ekki annað komið fram en að gögnin séu föl frá slíkum aðila. Meti skattrannsóknarstjóri það svo að gögnin geti nýst embættinu við úrlausn mála sem það sinnir og að mögulegt sé að skilyrða greiðslu til seljanda gagnanna þannig að þær nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af innheimtu þeirra skattkrafna sem af gögnunum leiðir er ráðuneytið reiðubúið að tryggja þær fjárheim- ildir sem nauðsynlegar eru til að ráðast í öflun umræddra gagna, með eðlilegum fyrirvörum um sam- ráð áður en til skuldbindinga er gengið.“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sagt að ekki standi á sínu ráðuneyti að kaupa gögn úr erlendum skatta- skjólum sem leitt gætu í ljós skatta- undanskot Íslendinga. Boltinn sé hins vegar alfarið hjá skattrann- sóknarstjóra. Er í fullri vinnslu Skattrannsóknarstjóri sagði fyrir áramót að hún ætti von á því að ákvörðun embættisins myndi liggja fyrir í lok síðasta mánaðar, þ.e. fyrir janúarlok 2015. „Maður lendir stundum í þessari gryfju, að nefna dagsetningar, sem ekki reynist svo unnt að standa við,“ sagði Bryndís hins vegar í síðustu viku. „Ákvörðun okkar liggur ekki fyr- ir. Þetta er í fullri vinnslu og hefur tekið lengri tíma en við áttum von á, ekki síst vegna þess að fleiri koma að vinnslu málsins en við hjá emb- ætti skattrannsóknarstjóra. Án þess að lofa ákveðinni dagsetningu von- ast ég til þess að það líði ekki á löngu þar til ákvörðun verður tek- in,“ sagði Bryndís. Morgunblaðið hefur ekki fengið upplýsingar um hvað nákvæmlega er í þeim gögnum sem skattrann- sóknarstjóri hefur haft til skoðunar í tæpt ár. Samkvæmt sérstöku erindisbréfi, sem fjármálaráðherra gaf út um embætti skattrannsóknastjóra árið 1996, er skattrannsóknastjóri ábyrgur gagnvart ráðherra fyrir rekstri embættisins. Meginhlutverk hans sé að rannsaka og upplýsa brot á skattalögum með það að markmiði að draga úr skattsvikum. Fékk gögnin í apríl í fyrra  Enn engin ákvörðun tekin hjá skatt- rannsóknarstjóra um það hvort gögn um félög í skattaskjólum verða keypt Bryndís Kristjánsdóttir Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.