Morgunblaðið - 10.02.2015, Page 15
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um
hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu
er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera
þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með
sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað.
koll. Þær spár voru fjarri lagi og
raunin er sú að nándin hefur gefið
andrými fyrir betra og manneskju-
legra umhverfi fyrir börnin og þau
sýna í kjölfarið meiri tillitssemi og
væntumþykju hvert til annars.“
Í Dalskóla er frístundastarfið
einnig samofið skólastarfinu og seg-
ir Hildur að það sé sérstaklega gert
með hagsmuni barnanna að leið-
arljósi.
Fótbolti, kór og hljómsveit
„Ef þú setur hreyfingu og leik
með markvissum hætti inn í dags-
skipulag barnsins fær það nauðsyn-
lega útrás á skólatíma, án þess að
þurfa að yfirgefa skólasvæðið. Minn
draumur er að börn geti haft val um
að æfa fótbolta með Fram hér á
skólasvæðinu klukkan tíu og geti svo
jafnvel farið í kórstarf eða hljóm-
sveit klukkan 11,“ segir hún og bæt-
ir við að mikil samheldni hafi mynd-
ast meðal foreldra barna í skólanum.
„Maður fær það sterklega á til-
finninguna að hér séum við öll í sama
liðinu. Foreldrar styðja hverjir aðra
og skólann sömuleiðis, og við styðj-
um við þá á móti. Foreldrarnir eru
jafnan lausnamiðað og áræðið fólk,
enda samanstendur hverfið aðallega
af ungu fólki, fólkinu sem fer á und-
an og byggir upp ný hverfi.“
Vinna með átthagafræði
Í skólastarfinu er mikil áhersla
lögð á tengsl við náttúruna enda af
nógu að taka í nærumhverfi skólans.
„Við erum með grenndarsvæði
hér fyrir neðan skólann, við árbakk-
ann, þar sem við ræktum meðal ann-
ars kartöflur,“ segir Hildur. Hún
bendir á að skólinn vinni einnig með
átthagafræði í miklum mæli.
„Í þeirri kennslu erum við í
samvinnu við fornleifafræðing og
Minjastofnun auk þess sem við erum
með alla örnefnaskrá Þjóðminja-
safnsins til hliðsjónar. Þannig viljum
við skapa dýpri þekkingu á svæðinu
á meðal barnanna og kynnast betur
okkar nýju heimkynnum; dalnum
okkar.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framsýn Sameining skóla- og frístundastarfs hefur gefið mjög góða raun.
treyst á sjálfboðaliðastarf fé-
lagsmanna, að sögn Óla Öder
Magnússonar einkaflugmanns sem
hefur umsjón með aðstöðunni á
Heiði.
„Fisfluginu er vel borgið hér;
aðstæður eru góðar enda förum við
ekki á loft nema þegar best viðrar.
Hér erum við hins vegar komin
nokkuð hátt í landið og hér er
hvasst enda er ekki langt til fjalla.
Að minni hyggju verður hér, það er
við Hólmsheiðina, aldrei gerður að-
alvöllur innanlandsflugsins. Slíkt
er alveg óraunhæft,“ segir Óli Öder
Magnússon.
Eiga 150 flygildi
Áhugi á fisflugi er mikill og
vaxandi, að sögn Óla Öders. Í dag
eru að hans sögn um 150 manns í
Fisfélagi Reykjavíkur og eiga þeir
um 150 flygildi af ýmsum gerðum;
það eru um 60 vélknúnar fisflug-
vélar, auk þess um 90-100 svif-
vængir, svifdrekar og paramótorar
sem eru svifvængir með loftskrúfu
á sætisbaki flugmanns.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Lending Ein flugbrautanna á Heiði er alls um 400 metra löng sem dugar vel
fyrir fisflugið, til dæmis vængi og dreka, en æ fleiri iðka nú það sport.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2015
SMÁRALIND • 2 HÆÐ
SÍMI 571 3210
Kíktu á verðið!
Loðfóðraðir skór Verð 6.995
Fjórir litir — Stærðir 36-41
Ú
2
V
S
„Byggingin nýja mun gjörbreyta
öllu, með þessu fæst loks í hverfið
sú þjónusta sem vantar og hefur
svo lengi verið kallað eftir,“ segir
Þórir Jóhannsson, formaður Íbúa-
samtaka Grafarholts. „Skóli, íþrótt-
ir og menning verða undir einu
þaki og hönnun og staðsetning er
mjög skemmtileg. Það er vonandi
að borgin taki sér ekki langan tíma
í að ljúka verkefninu. Við höfum
beðið nógu lengi eftir þessari þjón-
ustu fyrir hverfið.“
Húsið sem borgin ætlar að láta
reisa í Úlfarsárdal og segir frá hér
til hliðar – svo og í Morgunblaðinu í
gær – á sér ekki hliðstæðu. Hvergi
er öll þjónusta borgarinnar á einum
og sama stað, sem þó ætti að skapa
hagræði og vera til þæginda. Þó
ber að nefna Breiðholtið í þessu
sambandi sem ákveðna hliðstæðu,
þar sem menningarmiðstöðin
Gerðuberg, íþróttavöllur, sundlaug
og skólar eru á sömu torfunni.
Ekki hefur
verið ákveðið
hvenær hafist
verður handa um
bygginguna í
Úlfarsárdal, sem
verður alls um
15.500 fermetr-
ar. Verkefnis- og
stýrihópur sem
leggur línurnar
um verkefnið, við
hinar ýmsu stofnanir og ráð borg-
arinnar, tekur til starfa á næstu
vikum og að einhverjum mánuðum
liðnum ætti því að fara að koma
mynd á málið. Vandað verður mjög
til verka, enda má verðleggja verk-
efni þetta á nokkra milljarða en ár
munu líða uns allt er í höfn. En
fyrsta skrefið í þessa átt verður
tekið í sumar með lagningu Fells-
vegar við Reynisvatnsás, sem
tengja á Grafarholt og Úlfarsárdal
saman í eina byggð. sbs@mbl.is
Dalurinn Íþróttafélagið Fram og fleiri fá aðstöðu í borgarbyggingu.
Hverfið breytist
Allt verður undir sama þaki í Úlfarsár-
dalnum Stórframkvæmd í startholum
Þórir
Jóhannsson
Ný bygging er fyrirhuguð við Dalskóla sem hýsa mun
margvíslegan rekstur auk skólastarfsins. Fullyrða
má að áformin séu vægast sagt metnaðarfull en um
er að ræða eina stærstu fjárfestingu borgarinnar frá
hruni.
Verið er að leggja lokahönd á hönnun hússins sem
ætlað er að hýsa skólann en áætlanir gera ráð fyrir
að þá verði í kringum 700 börn í skólanum, á aldr-
inum tveggja til 16 ára. Auk skólans mun þar einnig
vera til húsa tónlistarkennsluaðstaða, félagsmið-
stöð, tómstundaheimili, menningarmiðstöð, al-
menningsbókasafn, kaffihús og sundlaug. Allt verð-
ur þetta samantengt á ýmsa vegu að sögn Hildar, sem segir þó að
ákveðin óvissa ríki um hvenær hafist verði handa við bygginguna.
„Þetta er mjög spennandi verkefni en við vitum ekki hvort hægt verði
að grafa fyrir þessu núna í vor eða hvort við þurfum að bíða fram á
haust,“ segir Hildur Jóhannesdóttir skólastjóri. Húsið verður reist í
áföngum en þarna mun einnig rísa nýtt íþróttahús knattspyrnufélagsins
Fram sem hefur fært kvíarnar út í Grafarholt og Úlfarsárdal frá Safa-
mýrinni.
Metnaður fyrir framtíðinni
REYKJAVÍKURBORG STYRKIR HJARTAÐ Í DALNUM
Hildur
Jóhannesdóttir