Morgunblaðið - 10.02.2015, Page 17

Morgunblaðið - 10.02.2015, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2015 –– Meira fyrir lesendur . PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 16. febrúar Morgunblaðið gefur út sérblað tileinkað Food and Fun matarhátíðinni föstudaginn 20. febrúar NÁNARI UPPLÝSINGAR Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Food and Fun verður haldin í Reykjavík 25. feb. - 1. mars Grjótháls 10 og Fiskislóð 30, Reykjavík Lyngás 8, Garðabæ Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ S: 561 4200 Hjólbarðaverkstæði Bílabúðar Benna, Tangarhöfða 8 S: 590 2045 FÁÐU AÐSTOÐ VIÐ VAL Á JEPPADEKKJUM HJÁ SÖLUAÐILUM OKKAR UM LAND ALLT ÞÚ KEMST LENGRA Á RÉTTU JEPPADEKKJUNUM Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Hlutabréf í alþjóðlega bankarisan- um HSBC féllu í gær þegar bank- inn þurfti að svara ásökunum um að hafa greitt fyrir stórfelldri hagræð- ingu skatta í gær. Kallað var eftir því að svissnesk yfirvöld rannsök- uðu bankann eftir að gögn birtust á netinu um helgina um að svissneski armur bankans hefði komið fjár- munum vel stæðra viðskiptavina hans í var undan skatti. Gögnin, sem hlotið hafa heitið „SwissLeaks“, birtust á heimasíðu blaðamannasamtakanna Interna- tional Consortium of Investigative Journalists eða ICIJ, en þeim mun hafa verið stolið af sérfræðingi í tölvumálum og komið áfram til frönsku lögreglunnar. Misjafn sauður í mörgu fé Gögnin benda til þess að bankinn hafi árið 2007 aðstoðað viðskipta- vini sína í meira en 200 löndum við undanskot frá skatti. Nam heildar- fjárhæðin um 119 milljörðum Bandaríkjadala eða sem nemur um 15 billjónum íslenskra króna. Á meðal þeirra sem nutu aðstoðar bankans voru viðskiptamenn, stjórnmálamenn og þekkt fólk úr íþrótta- eða skemmtanaiðnaðinum. ICIJ vakti á því sérstaka athygli í fréttatilkynningu sinni að bankinn hefði einnig aðstoðað alþjóðlega vopnasala og glæpamenn, einræð- isherra og menn hefðu sýslað með blóðdemanta. Hjálpaði til við undanskot  Stærsti banki Bretlands sakaður um að hafa aðstoðað við hagræðingu skatta AFP Stormur í aðsigi Óveðursskýin hrannast upp yfir HSBC-bankanum í Sviss. Evrópusam- bandið ákvað í gær að fresta gildistöku nýrra refsiaðgerða gegn Rússum, en áformað er að leiðtogar Rúss- lands, Úkraínu, Frakklands og Þýskalands hitt- ist í dag í Minsk, höfuðborg Hvíta- Rússlands, og ræði þar nýjar til- lögur um vopnahlé í Úkraínu- deilunni. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fór í gær til Washington til þess að ræða við Barack Obama Bandaríkjaforseta um stöðuna í deil- unni. Búist var við að þau myndu meðal annars ræða hugsanlegar vopnasendingar til Úkraínustjórnar, en Merkel hefur lagst gegn öllum slíkum áformum. Að minnsta kosti ellefu manns féllu í átökum á milli stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna í gær. Stjórn- völd í Úkraínu sökuðu í gær Rússa um að hafa sent 1.500 manna liðsafla ásamt þungavopnum yfir landamær- in til þess að styðja við sveitir að- skilnaðarsinna í austurhluta lands- ins. Alls hafa um 5.600 manns fallið í átökunum, þrátt fyrir að vopnahlé hafi verið samþykkt í september á síðasta ári. sgs@mbl.is Fresta gildis- töku refsi- aðgerða Angela Merkel Knattspyrnumaðurinn David Beckham kynnti í gær nýtt átak sitt í sam- starfi við UNICEF en það hefur hlotið nafnið „7“ eftir keppnisnúmeri hans. Átakinu er ætlað að styðja við börn sem búa á stríðshrjáðum svæðum. AFP Sjöan til styrktar UNICEF Vígamenn á vegum hryðjuverka- samtakanna Boko Haram hófu í gær nýja sókn á Níger, nágranna- ríki Nígeríu. Réðust þeir á fangelsi í bænum Diffa, sem samtökin höfðu áður ráðist á á föstudaginn, en her Níger náði að hrinda árásinni. Ekki fengust tölur um mannfall. Þingið í Níger samþykkti í kjöl- far árásanna að landið myndi taka þátt í fjölþjóðlegu liði sem einnig yrði skipað hermönnum frá Níger- íu, Kamerún, Benín og Tsjad. Her- liðinu væri ætlað að aðstoða við að kveða niður samtökin innan Níger- íu. Leiðtogi Boko Haram, Abubaka Shekau, lofaði í gær að samtökin myndu sigra herlið allra þeirra ríkja sem nú væru að taka höndum saman. Sambo Dasuki, þjóðaröryggis- ráðgjafi Nígeríu, sagði í gær að ekki kæmi til greina að fresta kosningum í landinu lengur en til 28. mars, en þær áttu að fara fram næsta laugardag. Sagðist Dasuki fullviss um að búið yrði að ráða niðurlögum Boko Haram fyrir þann tíma. „Við erum ekki lengur ein.“ NÍGERÍA Boko Haram ræðst aftur á Níger Í gögnunum sem birtust á net- inu kemur fram að sex við- skiptavinir með tengingu við Ís- land hafi átt um níu og hálfa milljón Bandaríkjadala eða sem nemur rúmum 1,2 milljörðum króna á 18 bankareikningum í útibúi HSBC í Sviss. Er Ísland skráð í 154. sæti yfir umsvifa- mestu löndin í gögnum HSBC. Við sundurgreiningu á gögn- unum kemur fram að einn aðili af þessum sex var með átta milljónir Bandaríkjadala á reikn- ingi sínum, eða um 1 milljarð ís- lenskra króna. Hinir fimm eru því með þær rúmlegu 200 millj- ónir sem eftir standa. Sex aðilar frá Íslandi SWISSLEAKS OG ÍSLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.