Morgunblaðið - 10.02.2015, Page 18
BAKSVIÐ
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Allur gangur er á því hvortsveitarfélögin veita stað-greiðsluafslátt af fast-eignagjöldum séu þau
greidd í heild sinni fyrir tiltekinn
tíma. Þessi afsláttur er allt að 5%, en
var allt að 10% fyrir nokkrum árum.
Mörg sveitarfélög eru hætt að veita
þennan afslátt.
Í skýrslu Sambands íslenskra
sveitarfélaga um hagræðingar-
aðgerðir sveitarfélaganna árið 2011
segir að mörg sveitarfélög hafi hætt
að veita staðgreiðsluafslátt af fast-
eignagjöldum í hagræðingarskyni og
þar segir að þetta sé ein af þeim að-
gerðum sem hafi skilað einna mestri
hagræðingu í rekstri sveitarfélag-
anna árin 2009 og ‘10.
Í fasteignagjaldinu felst fast-
eignaskattur og að auki felur gjaldið í
sér lóðarleigu, fráveitugjald, vatns-
og sorpgjald. Við útreikning fast-
eignaskatts er mið tekið af fermetra-
fjölda húseignar og misjafnt er eftir
sveitarfélögum hversu hátt hlutfall er
lagt til grundvallar, eða allt frá 0,2%
upp í 0,625% samkvæmt töflu á vef-
síðu Sambands íslenskra sveitarfé-
laga fyrir árið 2014. Þá eru önnur
gjöld sem liggja að baki fasteigna-
gjaldinu sömuleiðis mismunandi, t.d.
fráveitugjöld sem eru allt frá 0,1% á
fermetra húsnæðis og upp í 0,36%
samkvæmt upplýsingum í sömu töflu.
Vegna þessa er afar misjafnt
hversu mikið hagræði getur verið fyr-
ir fyrir eiganda fasteignar að fá þenn-
an staðgreiðsluafslátt og það veltur
að sjálfsögðu einnig á stærð og verð-
mæti húseignar.
Yfirleitt 3-5% afsláttur
Staðgreiðsluafsláttur fasteigna-
gjalda hefur tíðkast um margra ára
skeið í sumum sveitarfélögum eins og
t.d. Kópavogi, þar sem afslátturinn
var 10% árið 1989 og sami afsláttur
var í Vestmannaeyjabæ árið 1993 svo
tekin séu dæmi um tvö sveitarfélög.
Svo hár afsláttur virðist ekki vera á
boðstólum í dag.
Mismunandi er fyrir hvaða tíma
þarf að greiða heildargjaldið til að
eiga kost á afslættinum, en oftast er
það í janúar eða fyrri part febrúar-
mánaðar. Í Kópavogi er veittur 3%
staðgreiðsluafsláttur ef fasteigna-
gjöldin í heild eru greidd fyrir tiltek-
inn tíma. Í Garði er afslátturinn 5%
og sömuleiðis í Dalabyggð. Hann er
líka 5% í Hafnarfirði og þar er gert
ráð fyrir að um 800 einstaklingar,
sem eru um 6,5% gjaldenda, muni
notfæra sér afsláttinn, sem er svipað
og í fyrra. Staðgreiðsluafsláttur fast-
eignagjalda í Vestmannaeyjabæ er
5%.
Í Höfn er veittur 2% stað-
greiðsluafsláttur af fasteignagjöldum
og þar hefur hann verið lækkaður úr
3% í fyrra. Í Ísafjarðarbæ var um
nokkurra ára skeið veittur 5% af-
sláttur, en í ár var ákveðið að veita
hann ekki. Reykjavíkurborg veitir
ekki staðgreiðsluafslátt af fast-
eignagjöldum. Í skriflegu svari Birgis
Björns Sigurjónssonar, fjármála-
stjóra borgarinnar, við fyrirspurn
Morgunblaðsins segir að sveitarfélög
beri ábyrgð á að framkvæma álagn-
ingu fasteignaskatta í samræmi við
þær leikreglur sem settar eru í lögum
um tekjustofna sveitarfélaga.
„Það er okkar skilningur að við
höfum ekki heimild til að lækka eða
hækka álagða skatta nema í sam-
ræmi við nefndar leikreglur. Í þeim
eru engin ákvæði um heimildir til að
veita staðgreiðsluafslátt frekar en í
lögum um tekjuskatt,“ segir í svari
Birgis Björns. Dan Jens Brynj-
arsson, fjármálastjóri Akureyr-
arbæjar, segir að þar í bæ hafi aldrei
verið boðið upp á afslátt sem þennan.
Einnig er mismunandi í hversu
margar greiðslur fasteignagjöldin
skiptast. Algengast er að gjalddag-
arnir séu átta, en eitt sveitarfélag var
með þrjá í fyrra, tvö voru með fjóra
gjalddaga og 14 með tíu.
Afsláttur sums staðar,
annars staðar ekki
Morgunblaðið/Ómar
Fasteignagjöld Þau eru mismunandi eftir sveitarfélögum, eins og margt
annað. Sum sveitarfélög veita afslátt séu fasteignagjöldin greidd í einu lagi.
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sviss var ífyrra ífimmta sæti
á lista Trans-
parency Inter-
national yfir spill-
ingu. Í löndunum í
efstu sætunum ríkir minnst
spilling. Á sama lista er Ísland
í 12. sæti. Í gær birtust fréttir
um hvernig útibú bankans
HSBC í Sviss hefði hjálpað
mörg hundruð viðskiptavinum
að fela peninga og komast
undan sköttum, þar á meðal í
þeim löndum heims, sem hvað
oftast eru orðuð við spillingu.
Nú nær listi gagnsæis-
samtakanna yfir spillingu hjá
hinu opinbera. Svissneskir
bankar eru ekki opinberir.
Það væri því kannski nær að
segja að í þessu tilfelli væri
spilling útflutningsvara. Þessi
spilling hefur hins vegar síður
en svo verið í óþökk sviss-
neskra stjórnvalda. Ef svo
væri og vilji hefði verið fyrir
hendi hefði verið hægt að
binda enda á þessa spillingu
með því að opna allt upp á
gátt. Hinir duldu reikningar
voru hins vegar ábatasamir og
voru því látnir í friði.
Nú gætu einhverjir sagt að
þessi samanburður sé ósann-
gjarn. Gögnin, sem birt voru í
gær, séu frá árunum 2005 til
2007 og nú sé öldin önnur. Ár-
ið 2007 var Sviss hins vegar í
sjöunda sæti spillingarlistans
þannig að ekki breytir það
miklu.
Sérfræðingur hjá HSBC í
Sviss tók upplýsingar um
reikninga og eigendur þeirra
traustataki 2007 og flúði með
til Frakklands. Ýmsar rík-
isstjórnir hafa notað þessar
upplýsingar síðan og hafa
skattsvikarar verið hand-
teknir á Grikklandi, Spáni,
Bandaríkjunum, Belgíu og
Argentínu. Bretar notuðu
listann til að endurheimta
vangoldna skatta, einum var
stefnt, en engin nöfn birt.
Þessi gögn hafa því verið í
umferð, en í gær birtust op-
inberlega fréttir, sem eru af-
rakstur samstarfs nokkurra
fjölmiðla og sýna umfangið,
þótt ekki hafi fylgt nöfn nema
valinna einstaklinga.
Í frétt á mbl.is í gær kemur
fram að gögnin sýni að sex við-
skiptavinir með tengingu við
Ísland hafi átt um 9,5 milljónir
dollara, eða rúma 1,2 milljarða
íslenskra króna, á 18 banka-
reikningum.
Í frétt, sem birtist á vef The
Guardian, sýna gögnin að
HSBC í Sviss leyfði við-
skiptavinum reglulega að taka
af reikningum háar upphæðir,
oft í erlendum gjaldmiðlum.
Bankinn stundaði ágenga
markaðssetningu
á leiðum, sem lík-
legt var að gerðu
ríkum við-
skiptavinum kleift
að koma peningum
undan skatti í Evr-
ópu. Bankinn tók beinlínis
þátt í því að fela „svarta“
reikninga, sem ekki voru gefn-
ir upp, fyrir skattyfirvöldum í
heimalöndum viðskiptavina.
Bankinn opnaði reikninga fyr-
ir alþjóðlega glæpamenn,
spillta kaupsýslumenn og aðra
vafasama einstaklinga. Einum
var hjálpað að fela pen-
ingaslóð blóðdemanta og aug-
ljóst að hjá bankanum vissu
menn hvað var á ferðinni.
Nafngreindum eiturlyfjasala
var hjálpað að þvo ágóðann af
sölu eiturlyfja í Frakklandi
með því að fara með pen-
ingana í gegnum reikninga
heiðvirðra einstaklinga í Par-
ís. Síðan voru reikningar í
Sviss notaðir til að koma pen-
ingunum aftur í hendur eitur-
lyfjasalans og vitorðsmanna
hans. Dönskum auðkýfingi var
einnig hjálpað að fela auðæfi
sín. Í innanhússamskiptum
segir að öll samskipti eigi að
fara í gegnum dætur hans á
Bretlandi þar sem í Dan-
mörku sé „glæpsamlegt að
eiga reikning erlendis án þess
að greina frá honum“.
Bankinn hefur viðurkennt
að brot hafi verið framin í
svissneska útibúinu og segir að
slík vinnubrögð viðgangist
ekki lengur. Skal ósagt látið
hvort Alparnir eru þar með
óspilltir.
Nóg er þó af aflöndum þar
sem geyma má peninga á föld-
um reikningum og þurrka út
peningaslóðir. Það er erfitt að
sjá hver tilgangurinn er með
slíkum reikningum annar en
að koma peningum undan
skatti. Skattsvik eru hins veg-
ar ekki íþrótt heldur glæpur.
Þeir sem svíkja undan skatti
leggja byrðarnar af því að
halda þjóðfélaginu gangandi á
aðra, en nýta sér kinn-
roðalaust þjónustuna.
Gögnin um reikningana hjá
HSBC í Sviss fela í sér upplýs-
ingar, sem tengjast Íslandi.
Íslenskum skattyfirvöldum
hefur um nokkurt skeið staðið
til boða að kaupa upplýsingar
um reikninga Íslendinga í
skattaskjólum erlendis, en
skattrannsóknarstjóri ekki
tekið af skarið án þess að fram
hafi komið hvað standi í veg-
inum. Slík gögn hafa verið
keypt í Þýskalandi og Banda-
ríkjunum án þess að það teld-
ist stangast á við lög og nýst
til að afhjúpa fé, sem annars
hefði verið skotið undan
skatti.
Uppljóstrun um
leynireikninga svipt-
ir hulu af spillingu
og undanskotum}
Hinir óspilltu Alpar
É
g var á vakt á mbl.is þegar
skemmtilega orðuð frétt um leg-
gangaskolun Gwyneth Paltrow
birtist á síðunni fyrir tilstuðlan
eins af slúðursérfræðingum
fréttadeildarinnar. Eftir að hafa hlegið upp-
hátt að fyrirsögninni „Lætur skola reglulega
úr skonsunni“ henti ég fréttinni á Facebook-
síðu mbl.is. Slefandi af prakkaraskap sat ég
síðan og fylgdist með athugasemdum netverja
hrynja inn en þær urðu samtals 46 talsins.
Flestar þeirra sneru að orðinu „skonsa“, sem
margir glöddust yfir, en fleiri sökuðu miðilinn
um að þora ekki að kalla kynfæri kvenna sínu
rétta nafni.
Uppáhaldsathugasemdin mín var: „Skonsa
er ekki orð yfir skuð. Þetta er eins og ég væri
að segja að ég væri með baguette.“ Fast á
hæla henni kom: „Píííííka píka píka píka píka píka píka.“
Það er einmitt sama setning og bróðir minn æpti oft há-
stöfum yfir Pókemon-þáttunum í den án þess að íhuga
nokkuð tengingu stríðsöskurs Pikachu við skapabarma.
Flestum ætti að vera ljóst að hvorki leggöng, píkur né
pjöllur stuðla jafn vel við orðið „skola“ og „skonsa“ gerir.
Í svari Guðrúnar Kvaran prófessors á Vísindavefnum um
orðið „krummaskuð“ kemur fram að seinni hluti orðsins
sé oftast notaður með niðrandi hætti um kvenmanns-
kynfæri, svo ekki dugar það innlegg bakaradrengsins.
Sköp og skapabarmar myndu sóma sér vel í setningunni
en hún Gwyneth vinkona mín var öllu innar á ferð. Og er
ekki miklu skemmtilegra að skola úr skons-
unni heldur en að láta leka úr leggöngunum?
Það er þó sannarlega rétt að píkan þarfnast
uppreisnar æru enda hefur hún lengi vel ver-
ið allt að því skammaryrði á íslenskri tungu.
Og nei, hér er ég ekki að tala um munngælur.
Í febrúar 2014 greindi Ægir Þór Eysteins-
son Kjarnamaður t.a.m. frá því að fjögurra
ára frænka hans hafði talið að stúlkur væru
með rass að framan á meðan hún var vel með-
vituð um tilvist typpa. Maður á erfitt með að
trúa því upp á leikskólastarfsfólk að ljúga
slíku að barninu en það er í það minnsta ljóst
að það var ekkert gert til að leiðrétta mis-
skilninginn.
Sömuleiðis getur anatómían þvælst fyrir
fólki langt fram yfir kynþroskann. Ég heyri
reglulega af stúlkum sem héldu að það væri
ekki hægt að pissa með túrtappa af því að þær vissu ekki
að klof kvenna eru vopnuð tveimur opum. Eins eru enn
til fullorðnar konur sem kannast ekkert við þennan sníp
sem allir eru alltaf að tala um af því að þeim var snemma
innrætt að það væri ljótt að fikta í „þessu ljóta milli fóta“.
Að öllum barmabröndurum slepptum held ég að auk-
inn skilningur og ást á eigin kynfærum geti styrkt konur
ósegjanlega. Orð eru til alls fyrst og í sannleika sagt
finnst mér bara allt í góðu að kalla vinkonuna eftir brauð-
meti við og við. Aðalatriðið er bara að við förum að
spjalla um þessar elskur. Hvað kallar þú píkuna þína?
annamarsy@mbl.is
Anna Marsibil
Clausen
Pistill
Hvað kallar þú píkuna þína?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, segir að hjá sambandinu sé ekki haldið sérstaklega
utan um fjölda þeirra sveitarfélaga sem bjóði þennan afslátt eða hversu
hár hann sé, því sé ómögulegt að segja til um hversu margir landsmenn
nýti sér afsláttinn. „Sum hættu að bjóða upp á þetta í sparnaðarskyni en
líka vegna þess að þessu fylgir aukin umsýsla. Áður skipti það líka sveit-
arfélögin meira máli að fá peningana snemma inn, en núna er fjárflæði
þeirra allt öðruvísi háttað,“ segir Gunnlaugur. „Maður heyrir af einu og
einu sveitarfélagi sem er að gera þetta, en ég held að þau séu ekki
mörg,“ segir Gunnlaugur.
Eitt og eitt sveitarfélag
ÓVÍST MEÐ FJÖLDANN