Morgunblaðið - 10.02.2015, Side 22

Morgunblaðið - 10.02.2015, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2015 ✝ Lára Svein-bergsdóttir (Dæda) fæddist 31. október 1956 á Sæbóli á Blöndu- ósi. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 31. janúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Sveinberg Jónsson, bifreiða- stjóri og fulltrúi frá Stóradal í Austur- Húnavatnssýslu f. 6.7. 1910, d. 19.11. 1977, og Lára Guð- mundsdóttir húsmóðir frá Sól- heimum í Austur-Húnavatns- sýslu, f. 4.8. 1912, d. 5.10. 1997. Systkini Láru: Sigurgeir, f. 11.3. 1951. Margrét, f. 4.12. 1945. Gísli, f. 20.9. 1944. Þór- ey, f. 19.7. 1942. Birgir, f. 14.2. 1941. Systir sammæðra: Sjöfn Ingólfsdóttir, f. 17.7. 1939. Bræður samfeðra: Grét- ar, f. 13.10. 1938, d. 2.10. 1992. Jón Sveinberg, f. 8.3. 1936. Brynjólfur, f. 17.1. 1934. Eftirlifandi eiginmaður Láru er Örlygur Jónatansson, f. 7.10. 1950. Börn þeirra eru: 1) Bergrún Brá Kormáks- dóttir, f. 1.10.1977, barn henn- og á yngri árum þjálfaði hún og keppti í sundi með sund- félaginu Ægi. Árið 1976 tók Lára þátt í Ungfrú Evrópu sem fulltrúi Íslands á Rhodos í Grikklandi. Lára stundaði nám í tannsmíði við Iðnskólann í Reykjavík og starfaði í þeirri grein fyrstu ár starfsævinnar. Í byrjun 1983 hóf hún búskap með Örlygi Jónatanssyni og giftu þau sig 6. júlí 1986. Lára og Örlygur stofnuðu fyrirtækið Skjámynd árið 1989. Reksturinn var henni ætíð mikið áhugamál og hún var mikill burðarliður í starf- semi Skjámyndar. Lára rak einnig um árabil verslunina Huld sf. Hún var ætíð ósér- hlífin til vinnu og tók að sér aukaverkefni allt frá sölu- mennsku til ræstinga. Lára var mikill þátttakandi í lífi barna sinna og barna- barna. Hún fylgdi þeim eftir og studdi þau í þeirra áhuga- málum, hvort heldur sem var í fimleikum, dansi eða fótbolta. Hún var virk í félagsstarfi íþróttafélaga barna sinna og dugleg við störf því tilheyr- andi. Lára var einstök fjöl- skyldukona og tók fljótt þá ákvörðun í lífinu að heimilið og fjölskyldan skyldi vera númer eitt í hennar lífsstarfi. Þessu hlutverki skilaði hún af sér af mikilli einlægni alla tíð. Lára verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju í dag, 10. febrúar 2015, kl. 15. ar er Ingibjörg Lára Sigurðar- dóttir, f. 4.9. 2006. 2) Harpa Lind, f. 9.12. 1984, unnusti hennar er Níels Árni Árnason, barn þeirra er Svava Dís Níels- dóttir, f. 21.11. 2012. 3) Jónatan Arnar, f. 5.1. 1988, unnusta hans er María Leifsdóttir, barn þeirra er Lára Jónatansdóttir, f. 13.5. 2014. Lára átti heima fyrstu ævi- árin á Blönduósi og gekk í Grunnskóla Blönduóss. Hún fluttist 11 ára gömul með for- eldrum sínum ásamt Sig- urgeiri bróður sínum til Reykjavíkur, enda bjuggu flest eldri systkini hennar á höf- uðborgarsvæðinu. Lára lauk skólaskyldu sinni í Vogaskóla í Reykjavík. Lára var langyngst systkina sinna og nær mörgum systkinabörnunum í aldri, hún brúaði bilið á milli tveggja kynslóða. Systkinabörnin voru í ríkum mæli hluti af lífi henn- ar og hún í miklu uppáhaldi hjá þeim. Lára stundaði sund alla tíð Hinsta kveðja til minnar ást- kæru eiginkonu Láru Svein- bergsdóttur: Þú birtist mér fyrst þar sem þú komst á móti mér út úr mann- fjöldanum á Broadway 7. janúar 1983. Síðan höfum við átt 32 ynd- isleg hamingjurík ár og við ætl- uðum að verða gömul saman. Ég trúi því að sú stund komi að ég sjái þig aftur koma á móti mér, en þá á Breiðstræti Sumarlands- ins. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Með sárri saknaðarkveðju frá eiginmanni. Örlygur Jónatansson. Elsku besta mamma mín, ég á mjög erfitt með að trúa því að nú sitji ég og skrifi minningargrein um þig. Þú misstir aldrei vonina í veikindum þínum með bros og já- kvæðni að vopni. Þú varst alltaf svo ótrúlega einlæg, dugleg og kraftmikil í öllu því sem þú tókst þér fyrir hendur, sannur sigu- vegari í baráttunni við þennan ósanngjarna sjúkdóm og sönn fyrirmynd þess hvernig á að njóta lífsins. Elsku mamma, þú varst besta mamma og amma í heimi og minn besti vinur. Það eru svo óendanlega margar hlýjar minn- ingar sem sitja eftir í huga mér. Utanlandsferðirnar með fjöl- skyldunni í æsku og ferðirnar sem ég og María fórum með þér og pabba til Tyrklands og Rho- dos. Heimsóknirnar til Kaup- mannahafnar og dansinn okkar í Tívolí þar sem þú brostir þínu fallega brosi allan hringinn. Það var alltaf svo notalegt að vera í kringum þig, svo jákvæð, glöð og þú áttir alltaf svo auðvelt með að njóta litlu hlutanna í lífinu. Sum- arbústaðaferðirnar í Borgarsel og dansferðirnar þar sem þú dekraðir við litla strákinn þinn og hvattir mig áfram með stolti. Það var ekki bara í dansinum sem þú hvattir mig áfram. Þú mættir á fótboltaleiki, handbolta- leiki, studdir mig í golfinu og leyfðir mér alltaf að njóta mín í öllu því sem ég hafði áhuga á. Elsku mamma, þú kenndir mér svo margt. Þú kenndir mér að standa mig í námi og vinnu, með vandvirkni, skipulagningu, þolin- mæði og með því að gera alltaf eins vel og ég get. Þú og pabbi voruð miklar fyrirmyndir og ég dáist að því hversu samrýnd og glöð þið voruð alltaf. Ég átta mig á því þegar ég hugsa til baka hversu mikinn tíma ég fékk samt með þér þrátt fyrir að hann hafi átt að vera miklu lengri. Þú gafst þér nefnilega allan þann tíma sem þú hafðir fyrir börnin þín, fjölskyldu og þína nánustu. Það var besta stund lífs míns þegar ég María mín eignuðumst gullmolann okkar og nöfnu þína. Þú gast ekki beðið eftir því að eignast þriðja barnabarnið til að dekra við. Veikindin komu ekki í veg fyrir að þú sýndir endalaus- an stuðning og ást – það var ekk- ert sem stoppaði þig. Skírnar- dagurinn hennar Láru var yndislegur og þú svo glæsileg eins og alltaf. Ég gat ekki verið stoltari á þessum degi, með allt mitt besta fólk í kringum mig. Dóttir mín mun svo sannarlega bera nafnið með stolti, og fær að heyra oft hversu yndislega ömmu Láru hún átti. Mér finnst alltaf eins og næsta símtal sem ég fái verði frá þér, elsku mamma. Þú varst nefnilega svo dugleg og áhugasöm að fylgj- ast með mér og mínum á hverj- um einasta degi. Ég mun sakna þess svo mikið að heyra rödd þína, ræða málin og hlæja með þér. Það var svo mikið öryggi sem fylgdi því að hafa þig til staðar og alltaf svo gott að geta leitað ráða. Elsku mamma, ég veit að þú vakir núna yfir okkur öllum og allar þessar yndislegu minningar hverfa aldrei. Ég veit að þín heit- asta ósk var að þitt fólk héldi áfram að lifa hamingjusömu lífi með gleði í hjarta. Það ætla ég að gera með öllu því yndislega fólki sem er í kringum okkur og minn- inguna um þig. Þangað til næst, Jónatan Arnar. Elsku gullfallega mamma mín, það er sárt að sitja hérna og skrifa minningargrein um þig. Þú hefur verið minn klettur í líf- inu. Alltaf þegar ég tók ákvörðun í lífinu bar ég það undir þig áður en ég tók lokaákvörðun. Ég kvíði fyrir framtíðinni án þín, allt sem á eftir að gerast, en á sama tíma er ég endalaust þakklát fyrir all- ar þær stundir sem við áttum. Erfitt að hugsa til þess að ég eigi aldrei aftur eftir að heyra í þér í síma, aldrei aftur eftir að fara með þér í sund, aldrei aftur eftir að fara á búðaráp með þér, aldrei aftur eftir að heyra hláturinn þinn sem var svo smitandi. Ég sakna þín svo sárt, elsku mamma, að veit ég ekki hvað ég á að gera. Ég gæti skrifað heila bók minninga sem ég vil segja frá. Þessar minningar munu fá að lifa. Ég er svo þakklát fyrir þann tíma sem við höfum átt saman þó ég hefði viljað að hann yrði mikið lengur. Þegar þú greindist í lok mars á síðasta ári opnaðist stórt blæð- andi sár á sál minni. Þetta sár mun líklegast á endanum gróa en það mun skilja eftir sig stórt ör. Ég mun alltaf vera stolt af þessu öri því það er minningin um þig. Þú varst besta mamma í heimi. Ég ólst upp við mikla ást og umhyggju og þú lifðir fyrir börnin þín og vildir allt fyrir okk- ur gera. Þegar ég rifja upp æsku mína finn ég mikla hlýju innra með mér. Ég man eftir nestis- boxinu sem ég fékk með mér í skólann. Ekkert smá mikið lagt í það. Síðan varstu alltaf tilbúin með mat þegar við komum heim úr skólanum. Þegar við fórum á tröllavideo og tókum drama- mynd um miðjan dag og höfðum kósí heima. Við sátum oft langt fram á nótt og horfðum á gamlar dansupptökur. Gátum horft á það aftur og aftur. Get haldið enda- laust áfram. Þú varst ekki bara besta mamma í heimi heldur varstu líka besta amma í heimi og lang- besta vinkona mín. Svava Dís tengdist þér alveg ótrúlega fal- legum böndum enda varstu með okkur næstum hvern einasta dag síðan hún fæddist og meðgöng- una líka. Þegar ég varð ólétt í byrjun árs 2012 varstu svo ánægð og stóðst allan tímann við bakið á mér og hjálpaðir mér við allan undirbúning áður en litli gullmolinn okkar kom. Þvoðir mestöll barnafötin, undirbjóst fallega barnaherbergið með okk- ur og síðan þegar við komum heim af fæðingardeildinni varstu búin að taka alla íbúðina í gegn. Ég man að þegar litla Svava Dís okkar kom í heiminn var það fyrsta sem ég gerði að hringja í þig og segja þér hversu fullkomin hún væri. Við grétum saman í símann af hamingju. Þegar ég vaknaði á morgnana hringdi ég alltaf í þig og sagði þér hvernig nóttin gekk, þú varst alltaf ótrú- lega áhugasöm. Allar sundferð- irnar okkar og ferðalögin sem ég er svo þakklát fyrir að hafa gert með þér. Elsku mamma, það er svo ótrúlega vont að hafa þig ekki lengur hjá okkur. Hún Svava Dís sagði mér áðan að nú eigir þú heima hjá englunum og ég vil trúa því að þú sért komin á góðan stað, þú munir vaka yfir okkur og við sjáumst þegar minn tími er kominn. Ég elska þig af öllu hjarta og sakna þín sárt, elsku mamma. Ég mun halda minningu þinni lifandi að eilífu. Þín dóttir, Harpa Lind. Elsku fallega tengdamamma mín. Þú tókst mér svo sannarlega opnum örmum inn í fjölskylduna fyrir tæplega níu árum. Þú hafðir einstaklega góða nærveru og það var alltaf svo gott og gaman að vera í kringum þig. Ég er svo endalaust þakklát fyrir allar góðu samverustundirnar sem við áttum. Ég minnist þeirra fjöl- mörgu stunda sem við áttum saman í Tjarnarmýrinni og í Dalalandinu, að borða góðan mat og spjalla um allt milli himins og jarðar. Ég á líka frábærar minn- ingar frá sumarbústaðarferðun- um í Borgarsel og yndislegum samverustundum í Kaupmanna- höfn, Tyrklandi og Rhodos. Þú hafðir svo gaman af því að gleðja aðra, og þar var ég svo sannarlega engin undantekning. Ég minnist þess þegar þú bauðst mér í allsherjar dekur, útbjóst margoft fyrir mig nesti í Verzló og þegar við fórum nýlega saman á Laugaveginn og þú heimtaðir að kaupa handa mér kápu. Þú fylgdist svo vel með öllu sem gerðist hjá mér og Jonna og þú sýndir okkur alltaf stuðning og áhuga á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur – ég var sko ótrúlega heppin með tengda- mömmu. Þú hafðir svo fallega útgeislun og varst alltaf brosandi og glöð. Þú varst líka svo ótrúlega dugleg og með allt þitt á hreinu – gott dæmi um það er skipulagið á jóladótinu sem er geymt í köss- um merktum 1, 2, 3 og 4! Ég dá- ist svo að því hvernig þú tókst á veikindum þínum með jákvæðni og þrautseigju og kenndir okkur þannig að njóta hvers einasta dags. Þegar ég hugsa til baka þá stendur skírnardagur Láru litlu, hinn 6. júlí 2014, mér ofarlega í huga. Það var mikill gleðidagur og það var sérstaklega gaman að gefa þér nöfnu sem mun bera nafnið með stolti. Þú hafðir svo einstaklega gott lag á börnum og það er svo sárt að hugsa til þess að nafna þín fái ekki að njóta fleiri samverustunda með þér. Ég er samt sem áður mjög þakk- lát fyrir þann stutta tíma sem þið fenguð að kynnast og við Jonni munum ávallt halda minningu þinni á lofti. Hvíl í friði elsku Lára, ég veit að þú munt vaka yfir okkur þar til við hittumst á ný. Ég mun passa vel upp á strákinn þinn og litlu ömmustelpuna þína. Þín tengdadóttir, María Leifsdóttir. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. – Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal) Það er ósköp sárt að kveðja litlu systur mína í hinsta sinn, hún sem var langyngst í stórum systkinahópi og alltaf heilbrigðin og lífsgleðin uppmáluð. Sem kornabarn ákvað hún sjálf að hún héti „Dæ-da“, en fékk skírnar- nafnið Lára í höfuðið á móður okkar, innan systkinahópsins og afkomenda okkar var hún alltaf kölluð Dæda. Minningarnar um hana sem barn á Blönduósi eru mér kærar og ljóslifandi, þar sem hún dans- aði sem kornabarn og dillaði sér á gólfinu ef hún heyrði tónlist. Hún elskaði sjóinn og fjöruferðir enda var heimilið okkar Sæból rétt við sjávarbakkann, í huga hennar var heimabærinn alltaf Blönduós. Þegar ég flutti að heiman til Siglufjarðar árið fyrir opnum Strákaganga, fannst Dædu ómögulegt að ég færi óralangt á stað sem var aðeins hægt að ferðast til sjóleiðis á veturna. Hún lærði þó að meta Siglufjörð þar sem hún dvaldi hjá okkur hjónunum í þrjú sumur. Dæda var 11 ára gömul þegar foreldrar okkar fluttu til Reykja- víkur. Hún var alla tíð mikill sól- argeisli í lífi þeirra. Fallega bros- milda systir mín, tengiliðurinn milli tveggja kynslóða, dáð af öll- um í fjölskyldunni, hún sem var kjörin til að vera fulltrúi Íslands í keppninni um titilinn Ungfrú Evrópa 1976 á eynni Rhodos á Grikklandi. Það var mikið áfall fyrir okkur öll þegar faðir okkar lést um ald- ur fram árið 1977, sérstaklega fyrir Dædu sem var þá ung að aldri og nýorðin móðir sjálf. Hún var trúlega þess vegna sérlega næm fyrir tilfinningum barna sinna í gegnum veikindin, hún bað þau um „að vera ekki leið“. Við systurnar áttum alltaf erf- itt með að kveðjast í gegnum ár- in. Þegar við hjónin fluttum til Kanada með dætur okkar tvær grétum við báðar svo mikið að stelpurnar urðu hálfskelkaðar, eftir það reyndum við að hafa stjórn á okkur en það gekk ekki alltaf eftir. Oddný bjó hjá Dædu og Örlygi um tíma fyrst eftir að hún flutti heim, í augum hennar, Rikka og barna þeirra var Dæda alltaf mjög náin og ástkær frænka og Baddi varð þess líka aðnjótandi að kynnast umhyggju hennar og ástúð. Dæda á einnig stóran sess í hjarta Svövu og fjölskyldu í Kanada, þau minnast hennar með söknuði. Það var engin tilviljun að við völdum að búa í Vesturbænum nálægt Dædu á „Nesinu“ þegar við fluttum heim, það var ósköp notalegt að vita af og njóta ná- lægðarinnar. Það voru ósjaldan heitar umræður í návist Dædu, hún hafði mikla réttlætiskennd og stóð fast við sínar skoðanir, en umfram allt var hún léttlynd og skemmtileg og hafði óskaplega stórt og hlýtt hjarta. Systir mín hélt fast utan um börnin sín og litlu ömmustelp- urnar þrjár sem voru henni allt. Elsku Örlygur, Bergrún, Ingi- björg Lára, Harpa Lind, Niels og Svava Dís, Jónatan, María og litla Lára, ég veit að þið eruð hugrökk og standið þétt saman á þessum erfiðu tímum. Hún verð- ur „engillinn“ sem vakir yfir ykk- ur. Við Baldvin minnumst hennar með sársauka og söknuði í hjarta. Hvíl þú í friði, elsku systir. Margrét Sveinbergsdóttir. Að skrifa minningarorð um litlu systur og yndislega mág- konu, Láru Sveinbergsdóttur eða Dædu eins og við kölluðum hana alltaf, er sárara en orð fá lýst. Hetjulegri baráttu hennar við ill- vígan sjúkdóm er lokið. Hún tók veikindum sínum af slíku æðru- leysi og dugnaði að eftir var tek- ið. Brosið hennar og faðmlag gleymist ekki. Söknuðurinn er mikill en allar minningarnar ylja manni um hjartarætur. Minning- arnar eru margar og allar góðar og ekki verða þær teknar frá okkur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við þökkum allar góðu stund- irnar sem við áttum saman, fjöl- skyldurnar, og minnumst alls sem þú gerðir fyrir okkur. Við og fjölskylda okkar vott- um Ölla, Bergrúnu, Hörpu, Jonna og fjölskyldum þeirra okk- ar innilegustu samúð. Sigurgeir og Margrét. Það var aðfaranótt 31. dags októbermánaðar árið 1956, að á Sæbóli á Blönduósi fæddist lítil blómarós, yngsta barn foreldra minna, Sveinbergs Jónssonar og Láru Guðmundsdóttur. Við syst- urnar, ég og Margrét, sváfum í herbergi til hliðar við svefnher- bergi mömmu og pabba þegar móðursystir okkar, Svana, vakti okkur og setti í fang mér þessa litlu systur okkar og óskaði okk- ur til hamingju með þessa fallegu viðbót við systkinahópinn. Litlu systur var gefið nafn móður sinn- ar, Lára, „sú sem ber lárviðar- sveig“. Þessi stund er mér falleg og mjög kær minning frá mínum ungdómsárum. Það kom oft í minn hlut að sjá um Láru fyrstu árin. Lára var í frumbernsku lag- in við að svæfa fyrst pabba, svo mömmu og þá var komið að mér. Foreldrar okkar fluttu suður þegar Lára var 10 ára gömul. Þá höfðum við Ásgrímur stofnað okkar fjölskyldu. Þetta sama ár eignaðist ég mitt annað barn sem einnig hlaut nafnið Lára. Og þarna fékk litla systir mín sama hlutverk hjá mér og ég hafði áður haft með hana unga. Lára kaus að mennta sig sem tannsmiður, en starfaði stutt við þá iðngrein. Hún var fögur og frjálsleg ung stúlka þegar umsjónarmenn feg- urðarsamkeppni hér á landi komu auga á hana. Fegursta rós- in var fundin. Lára var valin til þess að taka þátt í alheimsfeg- urðarsamkeppni fyrir Íslands hönd árið 1976. Það var eftir- minnilegur og lærdómsríkur tími sem hún hafði hina mestu skemmtun af. Lára giftist Örlygi Jónatans- syni rafmagnstæknifræðingi árið 1986. Þau áttu saman tvö börn, Jónatan Arnar og Hörpu Lind. Lára Sveinbergsdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.