Morgunblaðið - 10.02.2015, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 10.02.2015, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2015 Fyrir átti Lára dótturina Bergr- únu Brá. Þau Örlygur og Lára áttu fallegt heimili sem alltaf var gaman að heimsækja og gott var að eiga þau að vinum. Ekki er hægt að skrifa um Láru án þess að minnast á dans- inn. Börn hennar og börn Láru, dóttur minnar, höfðu gaman af dansi, sérstaklega æfðu dreng- irnir og vinirnir Jónatan Arnar og Ásgrímur Geir vel og náðu góðum árangri. Þá var oft leitað til mín ef þræða þurfti nál eða strauja skyrtu. Margar ánægju- stundir áttum við saman. Ferð til Baltimore með Lárunum tveim- ur skildi eftir góðar minningar sem oft voru rifjaðar upp og brosað að skemmtilegum uppá- komum. Vikuferð um Skagafjörð með Örlygi og Láru þar sem við heimsóttum flesta sögustaði fjarðarins. Eins og ég var fyrst á eftir mömmu til að fá Láru í faðm mér, þá var ég einnig, ásamt fjöl- skyldu hennar og systkinum, við dánarbeð hennar. Það var erfið stund. Elsku systir. Mér þykir við hæfi að kveðja þig með lokasetn- ingu kvæðisins Í fjarlægð. Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað) Þín systir, Þórey. Kæra Dæda frænka. Þegar þú fluttir til Reykjavíkur var ég sex ára, yngst í mínum systkinahópi og eina stelpan. Ég var snoð- klippt, af því ég vildi vera eins og bræður mínir, enda voru þeir fyrirmynd mín í einu og öllu þar til þú komst inn í líf mitt af full- um krafti með ljósu lokkana og bráðsmitandi hlátur þinn. Manstu þegar við fórum niður í Steinahlíð til að lesa bókina „Hvernig verða börnin til?“ Ég var sex og þú 12, nýflutt til Reykjavíkur og ég var alveg viss um að þú gætir útskýrt þetta allt fyrir mér, en – nei þú hafðir ekki hugmynd um þetta heldur, og hvað við hlógum þennan dag. Manstu daginn sem þú fermd- ist? Mikið var hárið á þér fallegt og þú lofaðir mér að ef ég yrði dugleg að safna hári myndir þú setja í mig rúllur áður en ég fermdist, ég þyrfti að æfa mig í að sofa sitjandi, því það væri nefnilega erfitt að sofa með höf- uðið hlaðið rúllum. Manstu þegar ég fékk að gista í Sólheimunum? Það var alveg sama hvað þú sagðir; ég trúði öllu og að fara að sofa klukkan sjö var auðvitað sjálfsagt mál. Þú lagðist hjá mér og þóttist sofna á augabragði og svo fórstu að ganga í svefni. Þú varst búin að segja mér að ég mætti alls ekki vekja þig ef þú færir að ganga í svefni svo ég fylgdi þér hvert fót- mál til að missa ekki af neinu. Þér tókst nefnilega alltaf að koma mér á óvart og þetta var svo ótrúlega skemmtilegt, sér- staklega að lýsa fyrir þér þegar þú „vaknaðir“ hvað þú hefðir ver- ið að gera, en þú bara hlóst og sagðir: „Nei, nei, ég geng ekki í svefni, þig hefur dreymt þetta.“ Manstu þegar ég fermdist og þú komst síðust í veisluna, en með oggopínulitla Bergrúnu Brá og gafst mér litlu tána á henni í fermingargjöf? Manstu þegar ég var 17 og þú 24 og þú skráðir mig í Ungfrú Útsýn? Þú settir í mig Carmen- rúllur, klæddir mig í flottan kjól og gráu háhæluðu stígvélin henn- ar ömmu Láru. Og svona okkar á milli, elsku Dæda, þá átt þú stór- an þátt í því hvað mér finnst gaman að vinna við mitt fag. Nú kveð ég þig, elsku frænka, og ætla að hafa í huga, það sem eftir lifir ævinnar, orðin sem þú sagðir við mig brosandi síðast þegar við hittumst: „Það þýðir ekkert annað en að taka bara Dæduna á þetta.“ Elsku Ölli, Bergrún, Harpa, Jonni og fjölskyldur, megi dalur minninganna gefa ykkur styrk og umvefja ykkur. Ég er viss um að pabbi, afi Svenni og amma Lára hafa tekið henni opnum örmum. Kveðja frá Sigríði Rósu. Elsku hjartans litla frænka mín, hugur minn er fullur af minningum liðinna tíma. Fyrstu minningarnar frá því við vorum litlar á Blönduósi þar sem við átt- um yndislegar stundir, yfirleitt í skjóli mömmu þinnar Láru og Svenna pabba þíns sem gættu okkar eins og sjáaldurs augna sinna og dekruðu okkur á allan hugsanlegan hátt og þegar ég kom í heimsókn til ykkar eftir að þið fluttuð suður. Þessar minn- ingar eru svo ljúfar og það var svo gott að rifja þær upp með þér síðustu mánuði. Tíminn sem ég er búin að eiga með þér eftir að ég greindist einnig með krabbamein hefur verið mér mjög lærdómsríkur og að finna hvernig þú gerðir allt sem þú gast til þess að gera mér lífið auðveldara þrátt fyrir þín erfiðu veikindi og dagurinn sem við áttum saman áður en ég fór í aðgerðina til Bandaríkjanna í nóvember var okkur báðum ómetanlegur og við ætluðum að eiga svo marga þannig daga sam- an. Ég er óendanlega þakklát Ölla, Bergrúnu, Hörpu og Jonna fyrir að fá að vera með ykkur síð- ustu vikurnar í lífi þínu. Að fá að liggja við hliðina á þér, halda í höndina á þér, dotta, rumska, brosa til þín, gráta með þér, hlæja með þér, þú að gefa mér loforð, ég að gefa þér loforð, þetta var og er einstakur tími fyrir mig að minnast og þú getur treyst því, elsku fænka mín, að ég mun gera mitt besta til þess að standa við mín loforð og ég veit að þú stendur við þín. Guð geymi þig, elsku frænka mín, og ég kveð þig með þessu ljóði: Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Örlygur, Bergrún Brá, Harpa Lind, Jónatan og fjöl- skyldur, ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð, Sigurlaug Ragnarsdóttir. Lára frænka var í fjölskyld- unni alltaf kölluð Dæda og Dæda var eins einstök og gælunafn hennar. Hún hafði fallegasta brosið, skemmtilegasta hláturinn og augu hennar geisluðu. Sundferðir, ísbíltúrar, bíóferð- ir, næturgistingar, sjónvarps- kvöld og pylsupartý eru meðal þess sem rifjast upp þegar ég hugsa til Dædu. Ég fékk oft að vera hjá henni, Ölla og Bergrúnu þegar ég var lítil og mamma og pabbi brugðu sér af bæ, hvort sem var yfir nótt eða í lengri tíma. Dæda var ein sú snyrtilegasta sem ég hef kynnst og alltaf var allt í röð og reglu hjá henni. Eitt af kvöldverkum hennar þegar ég var krakki var að pússa sófaborð- ið áður en hún lagðist til svefns. Hún kom inn í stofu vopnuð tusku og Mr. Sheen, spreyjaði vel yfir borðið og þurrkaði fag- lega með tuskunni. Bónhúðin sem smám saman safnaðist á borðið gerði það að verkum að maður þurfti að vanda sig mjög þegar maður lagði eitthvað frá sér á borðið svo það rynni ekki út af því. Ég man aðeins eftir einu skipti sem ég var ekki sátt við Dædu en þá var ég hjá þeim og hún var með gellur í matinn. Þegar ég heyrði orðið „gellur“ datt mér nú fyrst eitthvað annað en fiskmeti í hug og trúði ekki að hún ætlaði að láta mig borða þetta. Þá þrjóskukeppni vann ég ekki, matvendni var ekki í orðabók frænku minnar þetta kvöldið og gellurnar skyldu borðaðar. Dæda var nefnilega jafnákveðin og hún var blíð. Við höfum oft rifjað þennan matartíma upp og hlegið mikið. Dæda fylgdist vel með og sam- gladdist manni við hvert tilefni, hvort sem voru útskriftir, flutn- ingar eða barnsfæðingar kom hún færandi hendi – já, Dæda var einstök og fjölskyldan var henni allt. Bergrún Brá, Harpa Lind og Jónatan Arnar voru mesta stolt Dædu. Ég fékk að halda Hörpu undir skírn og ég man enn þegar Dæda trúði mér fyrir nafninu hennar löngu áður en skírnin fór fram. Þetta var stórt verkefni fyrir þrettán ára ungling og mér hefur alltaf þótt mjög vænt um að hafa fengið það. Fyrir tíu mánuðum fengum við hræðilegar fréttir, krabbinn hafði hreiðrað um sig í Dædu. Af hugrekki og hetjuskap tókst hún á við þau verkefni sem fyrir lágu. Hún tók einn dag í einu og ein- setti sér að njóta þeirra. Þarna var það viðhorfið sem skipti máli og hún var ákveðin í að láta veik- indin ekki buga sig. Til að byrja með gekk allt vel, hún tók með- ferðum vel og allt virtist virka eins og allir vonuðu en þegar líða tók að jólum fór að halla undan fæti. Hún játaði sig samt aldrei sigraða og aðeins fáeinum vikum áður en kallið kom sagði hún mér hversu mikið hún hlakkaði til að sjá hvernig hárið á sér yrði þegar það kæmi aftur. Svona var Dæda – sönn hetja! „Eitt sinn verða allir menn að deyja“ söng Vilhjálmur Vil- hjálmsson, það er rétt en sumir fá kallið allt of snemma. Dæda fékk kallið allt of snemma. Elsku Ölli, Bergrún, Ingibjörg Lára, Harpa, Níels, Svava Dís, Jonni, María og Lára litla, Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Hvíl í friði elsku frænka mín. Þín Hanna María. Elsku Dæda frænka er látin eftir erfið veikindi langt fyrir ald- ur fram. Hún var skírð því fal- lega nafni Lára í höfuðið á mömmu sinni en henni tókst aldrei að venja fjölskylduna af því að kalla hana gælunafni sínu frá því í æsku. Dæda bjargaði heiðri mínum á unglingsárum. Skilningsleysi foreldranna á mikilvægi þess að eiga t.d. Levis-gallabuxur var nefnilega algjört. Hún gaf mér heilu pokana af fötum af sér og ég gleymi aldrei hamingju minni þegar ég spígsporaði um í skvísu- fötum af henni. Margt af því hefði hún vel getað notað áfram sjálf en það vó þyngra að gleðja aðra og þannig var Dæda í hnot- skurn. Hún var mjög gjafmild og fannst mun skemmtilegra að gefa en þiggja. Ef eitthvað var gert fyrir hana gaf hún það margfalt til baka. Dæda bauð mér stundum með sér í bíó og á kaffihús og lét mig aldrei finna fyrir neinum aldursmun. Mér fannst Dæda frænka flink í öllu og við vinkonur mínar litum upp til hennar. Hún var gullfalleg og góð, að utan sem innan, og við munum enn hvað hún var alltaf almennileg við okkur. Dæda var líka mikið snyrti- menni og ég man vel eftir henni þegar hún þreif allt hátt og lágt eins og herforingi í Stífluselinu. Þær amma voru mjög nánar en gátu þrasað endalaust um hvort afþurrkunarklúturinn ætti að vera þurr eða rakur, þvottaefnið með eplailmi eða ekki o.s.frv. Dæda frænka hefur verið mér fyrirmynd í mörgu. Hún kunni að samgleðjast fólki og lagði alla tíð áherslu á að tala um það sem kom upp á hverju sinni í stað þess að stinga því undir stól. Dæda var barngóð, hafði einlæg- an áhuga á að fylgjast með börn- unum í fjölskyldunni og var alltaf jákvæð í garð þeirra allra. Dæda var lífsleikin, létt í lund og naut þess að vera til. Dæda var mikil fjölskyldu- manneskja. Hún tengdi saman tvær kynslóðir, var yngst tíu systkina og aðeins fjórum árum eldri en elsta systkinabarnið. Það er stórt skarð höggvið í frænd- garðinn og margir eiga um sárt að binda. Fyrst og fremst þó Ölli, maðurinn hennar og besti vinur, börnin, tengdabörnin og ömmu- stelpurnar þrjár. Hún stóð með sínu fólki og studdi á alla lund. Eftir að hún veiktist töluðum við mikið saman um lífið og til- veruna. Það var aðdáunarvert að fylgjast með henni takast á við veikindin með reisn. Baráttuhug- urinn var alltaf til staðar en hún vissi vel að það gat brugðið til beggja vona. Tilhugsunin um að fá ekki að sjá hana, tala við hana og heyra hláturinn hennar er óbærileg. Við Viðar og strákarnir kveðj- um Dædu með sorg í hjarta en þökkum fyrir öll hlýju faðmlögin hennar og góða nærveru alla tíð. Innilegar samúðarkveðjur elsku Ölli, Bergrún Brá, Harpa og Níels, Jonni og María, Ingibjörg Lára, Svava Dís og Lára litla. Inga Lára og fjölskylda. Elskuleg systir, frænka er lát- in langt um aldur fram. Hún var systir pabba en var mér sem stóra systir. Við ólumst upp að hluta til saman. Síðan flytjum við frá Blönduósi til Reykjavíkur og amma Lára, afi Svenni og Lára, eða Dæda eins og fjölskyldan kallaði hana, komu fljótlega á eft- ir. Síðar fluttu þau í Sólheima 23. Þar var ég öllum stundum, eftir skóla, um helgar, í fríum og átti afar eftirminnilegar stundir með Dædu og auðvitað afa Svenna og ömmu Láru. Frá upphafi fór mikið fyrir mér. Það er ekki skrítið því þær Dæda og amma slógu taktinn og ég gekk bara á lagið! Gestakomur voru tíðar, allt frændfólkið og skemmtilegir gestir að norðan. Svo var auðvit- að farið á rúntinn og keyptur ís. Ég mátti spila plöturnar hennar Dædu með Jeff Beck, Eric Clap- ton og fleiri hetjum. Þetta voru hreint út sagt æðislegir tímar. Svo þekkti Dæda fína stráka sem rúntuðu gjarnan með okkur um allt. Stundum áttu þeir flotta átta gata kagga eða Ford mustang. Það var meira að segja svokallað átta rása síspilandi segulbands- tæki í honum. Dæda var afar fal- leg manneskja, mátti ekkert aumt sjá og stórglæsileg að auki. Hún tók m.a. þátt í keppninni ungfrú Evrópa á Rhodos fyrir Ís- lands hönd í júní árið 1976. Þá var ungur maður stoltur. Það var svo gaman hjá okkur að jafnvel hreingerningar voru teknar með trompi. Þá fékk amma gjarnan að hvíla lúin bein á meðan hrein- gerningaþjónustan Dærú var að störfum! Á unglingsárum flutti ég að heiman og heim til ömmu, Dædu og Bergrúnar litlu. Það tóku við enn fleiri góð ár. Það var aldrei nein lognmolla í kringum okkur og eiginlega héldu ævin- týrin áfram hvern einasta dag. Nú renna minningarnar ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum og ég man þær eins og gerst hafi í gær. Aftur er flutt og við fórum öll hvert í sína áttina en aldrei voru þær mæðgur og nöfnur langt undan. Svo kom að því að Ölli og Dæda fundu hvort annað og áttu þau einkar farsælt og fallegt hjónaband alla tíð. Það er afar sárt að sjá á eftir Dædu í blóma lífsins. Ég bara skil það ekki. Af hverju Dæda? Hún átti svo margt eftir ógert. Þetta er ósanngjarnt og fyllir mann von- leysi og reiði. Árin til að njóta ávaxtanna voru handan við horn- ið hjá Dædu og Ölla, barnabörnin byrjuð að skila sér í heiminn. já sólin var hátt á lofti og hamingj- an í sumarskrúða. Svo er bara eins og dregið hafi verið fyrir sólu um hábjartan daginn. Frétt- ir berast af veikindum, alvarleg- um veikindum og jafnvel ekkert hægt að gera. Æðruleysi og kjarkur tók við, biðin og vonin, batamerkin sem gáfu von en allt kom fyrir ekki. Örlögin voru ráð- in. Við fáum þessu ekki breytt. Kæri Ölli, missir okkar allra er mikill en mestur þinn og barnanna yndislegu; Bergrúnar Brár, Jónatans Arnars og Hörpu Lindar, barnabarna, tengda- barna og Leu tengdamóður Dædu, háöldruð orðin. Guð blessi ykkur öll og veiti ykkur öllum styrk í sorginni. Megi almættið taka í hönd Dædu og leiða hana til móts við hið eilífa ljós og finna þar hinn eilífa frið. Guð blessi minningu Dædu frænku og hafðu þökk fyrir allt sem þú varst mér, ert mér og verður. Rúnar Sig. Birgisson.  Fleiri minningargreinar um Láru Sveinbergsdóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN THEÓDÓRSDÓTTIR, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, sem lést laugardaginn 31. janúar á Hrafnistu Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju á morgun, miðvikudaginn 11. febrúar kl. 13. . Birgir H. Erlendsson, Arndís Birgisdóttir, Kristján Haraldsson, Erlendur Þ. Birgisson, Hallur Birgisson, Kristín Dóra Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KATRÍN R. MAGNÚSDÓTTIR, Hjúkrunarheimilinu Mörk, áður til heimilis að Lynghaga 10, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 4. febrúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. febrúar kl. 15. . Jón M. Björgvinsson, Signý Guðmundsdóttir, Grétar Ó. Guðmundsson, Erla S. Kristjánsdóttir, Inga Hanna Guðmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Maðurinn minn elskulegur, faðir okkar og tengdafaðir, ÖNUNDUR ÁSGEIRSSON, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. febrúar kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á sjóð til undirbúnings stofnunar líknarherbergis á hjúkrunarheimilinu Eir. Reikningsnúmer 0315-26-177, kennitala 710890-2269. . Eva Ragnarsdóttir, Greta Önundardóttir, Páll Halldórsson, Ásgeir Önundarson, Riszikiyah, Ragnar Önundarson, Áslaug Þorgeirsdóttir, Páll Torfi Önundarson, Kristín Hanna Hannesdóttir. Hjartkær móðir okkar, KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR húsmóðir frá Sigurðarhúsi, Eskifirði, lést sunnudaginn 8. febrúar á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð. Útför hennar fer fram frá Eskifjarðarkirkju föstudaginn 13. febrúar kl. 14. . Haukur, Ellert, Þórhallur, Guðmann, Friðrik og Elínborg Þorvaldsbörn og fjölskyldur þeirra. Ástkær faðir minn og tengdafaðir, AÐALSTEINN SIGURÐSSON, fyrrverandi menntaskólakennari, Ásabyggð 1, Akureyri, er látinn. Hann verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 23. febrúar kl. 13.30. . Sigurður Aðalsteinsson og Helena Dejak.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.