Morgunblaðið - 10.02.2015, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2015
✝ Þórunn Ingi-björg Friðfinns-
dóttir fæddist á Ný-
lendugötu 16 í
Reykjavík hinn 4.
júlí 1930. Hún lést á
dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Grund í Reykjavík
25. janúar 2015.
Hún var dóttir
hjónanna Stefaníu
G. Guðmundsdóttur
húsfreyju, f. 11. apríl 1900, d.
28.7. 1983, frá Hvassahrauni á
Vatnsleysuströnd og Friðfinns
Gíslasonar, verkstjóra hjá Bæj-
arútgerð Reykjavíkur, f. 18.
október 1893, d. 13.6. 1959.
Þórunn, sem alltaf var kölluð
Tóta, var næstelst fjögurra
systkina, Ingibjargar, Guð-
mundar Einars og Margrétar
Kolbrúnar, sem öll
eru látin.
Þórunn giftist
hinn 7.7. 1951 Sig-
fúsi Jónssyni raf-
virkjameistara, f.
10.12. 1930, d. 20.1.
2013, og voru þau
hjón til dauðadags
Sigfúsar, eða í 62
ár. Þau eignuðust
fimm börn, sem öll
eru á lífi. Þau eru:
Jórunn, f. 22. nóvember 1950;
Stefanía Stella, f. 13. janúar
1953; Jón, f. 9. febrúar 1954; Kol-
brún Edda, f. 8. apríl 1960, og
Friðfinnur Gunnar, f. 16. desem-
ber 1962. Sigfús og Þórunn eign-
uðust að auki 16 barnabörn og 17
barnabarnabörn.
Jarðarförin hefur farið fram í
kyrrþey, að ósk hinnar látnu.
Elsku amma, þá ertu loksins
búin að sameinast afa aftur eftir
langa langa bið. Mikið er samt
sárt að kveðja þig í hinsta sinn.
Minningarnar streyma og af
mörgu að taka. Þú varst svo hlý og
umhyggjusöm og þolinmóð. Mjög
eru kærar allar minningarnar úr
eldhúsinu hjá ykkur afa úti á nes-
inu. Þegar ég sat við eldhúsborðið
að vesenast eitthvað eins og að
bræða vaxliti til að búa til lista-
verk og það mátti, varst jafnvel að
steikja lummur á meðan eða búa
til eitthvað annað gott að borða.
Eitt er víst að frá þér fór enginn
svangur. Svo þegar ég var búin að
eignast mín börn fengu þau líka að
njóta hversu yndislegt og ómetan-
legt það var að fara út á nes í
heimsókn til ömmu og afa. Man
líka eftir brúnu buddunni sem við
vorum alltaf send með ef eitthvað
vantaði að kaupa í Vegamótum,
hún var alltaf pössuð eins og gull
því þetta var buddan hennar
ömmu Tótu. Alltaf var kveikt á út-
varpinu og ennþá finnst mér eitt-
hvað rangt við það að hlusta á guf-
una nema sitja með ykkur í
eldhúsinu. Mikið þykir mér vænt
um allar minningarnar úr jólaboð-
unum þegar öll fjölskyldan kom
saman heima hjá ykkur og hafði
gaman. Við frændsystkinin inni í
sjónvarpsherbergi að spila mata-
dor, svo dönsuðum við saman í
kringum jólatréð. Þá var mikið
hlegið, borðað og haft gaman.
Stundum þó með smápústrum hjá
okkur frændsystkinum, sem kem-
ur mér til að brosa út í annað. Þeg-
ar ég eignaðist Berglindi var ég
mjög stolt yfir að við værum orðn-
ar fjórar í kvenlegg. Núna bíð ég
bara eftir því þegar tíminn er rétt-
ur að ég verði amma Tóta. Mikið
hlakka ég til en á sama tíma vona
ég að ég nái að standa undir nafni
og verða jafnmikilvæg mínum og
þú varst mér. Dyr ykkar voru allt-
af opnar og það var svo gott að
geta alltaf komið til að spjalla og
hlusta á sögur. Þegar það var
komið að því að kveðja og fara
varstu alltaf komin til dyra með
mér og stóðst í dyragættinni og
vinkaðir bless alveg þangað til ég
sá þig ekki lengur. Takk fyrir allt
sem þú hefur gefið og kennt mér
elsku amma mín. Munt alltaf eiga
stóran hlut í mínu hjarta og núna
þegar ég hugsa til þín sé ég ykkur
afa standandi í dyragættinni bros-
andi og veifandi bless, sem veitir
mér þá hugarró að þið séuð ham-
ingjusöm og komin heim. Minning
þín mun lifa og hvíl í friði amma
Tóta
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um huga minn fer,
þó þú sért horfin úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín nafna
Þórunn Lilja
Kolbrúnardóttir.
Elsku amma mín, það er sárt að
kveðja þig en ég veit að þú ert
komin í faðm afa sem þú saknaðir
svo sárt síðan hann dó fyrir um
tveimur árum síðan. Þið voruð af-
skaplega samrýmd og erfitt að
horfa upp á þig fulla af söknuði og
þér hrakaði fljótt eftir að afi fór.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt
þig fyrir ömmu. Það besta sem ég
vissi var að koma í heimsókn til
þín, þú naust þess að stjana við
mig og fylltir eldhúsborðið af
kræsingum, nýbökuðum kökum,
brauði og kexkarfan var alltaf sett
á borðið líka. Þegar ég var í pöss-
un og mátti velja hvað var í matinn
valdi ég alltaf ömmugraut, ég
kalla grjónagraut enn í dag
ömmugraut. Ég fékk líka að setja
svo mikinn kanilsykur útá. Fiskur
í raspi var með eindæmum góður
hjá þér og tala nú ekki um svína-
snitselinn þinn og allar góðu súp-
urnar og það besta sem ég vissi
var púðursykurtertan sem var í
öllum veislum. Þú varst kokkur og
bakari af Guðs náð og lærði ég
margt af þér, auðvitað að gera
grautinn góða, púðursykurtert-
una og fleira góðgæti. Það var allt-
af svo snyrtilegt og fínt á Nesinu
og mér fannst þú alltaf vera eins
og fínu frúrnar svo vel til höfð og
nýkomin úr lagningu, þú varst fín
frú. Heimilið ykkar afa á Nesinu
var svo fallegt og gott að koma til
ykkar. Það var dótakassi inni í
geymslu með alls konar skemmti-
legu dóti en mér fannst skemmti-
legast að leika með stytturnar þín-
ar fínu, ég lofaði að brjóta þær
ekki og fór afar varlega, þú treyst-
ir mér fyrir fallegu styttunum og
ég fór vel með þær. Ég elskaði að
koma til ykkar á jóladag. Þá voru
auðvitað kræsingar á borðum,
hangikjöt og meðlæti og kökur í
eftirrétt. Skemmtilegast fannst
mér þó að dansa með fjölskyld-
unni í kringum jólatréð og spila
langt fram eftir kvöldi. Ég fór oft á
yngri árum með ykkur í sumarbú-
staðinn þar sem við barnabörnin
lékum okkur við lækinn, stungum
af upp í fjall eða gróðursettum tré.
Börnunum mínum fannst yndis-
legt að koma til þín og fengu alltaf
sleikjó í nesti. Þeim fannst gaman
að leika með allt gamla dótið sem
mamma þeirra hafði leikið sér
með og fannst yndislegt að fá
ömmu-góðgæti. Þið afi voruð dug-
leg að hitta Skagfirðingana á laug-
ardögum og komuð oftar en ekki
við hjá okkur á leiðinni heim.
Kaffitíminn lengdist og spjallað
var svo mikið að þið sátuð oft hjá
okkur í kvöldmat líka, þær stundir
þykir mér afar vænt um. Það var
erfitt að horfa á þig veika síðustu
viku lífs þíns og ég er svo fegin að
það síðasta sem ég sagði við þig
var: Amma, ég elska þig. Þín verð-
ur sárt saknað, elsku amma, meg-
ir þú hvíla í friði.
Þín
Henný Ása og fjölskylda.
Þórunn Ingibjörg
Friðfinnsdóttir
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Klapparstíg 44 • Sími 562 3614
COTTAGE
DELIGHT
Bresk gæðavara
stofnað 1974
25% afsláttur
Seville Appelsínu
marmelaði
Chutney, margar gerðir
Ávaxtasultur
Annað góðgæti
Áður nú
Appelsínumarmelaði 795,- 595,-
Ávaxtasultur 895,- 670,-
Fudge 695,- 520,-
Relish/chutney 795,- 595,-
Ostastangir 895,- 670,-
Teg: 206206 Vandaðir og þægilegir
herraskór úr leðri, skinnfóðraðir og
með góðan sóla. Stærðir: 40 - 48
Verð: 15.975.-
Teg: 206202 Vandaðir og þægilegir
herraskór úr leðri, skinnfóðraðir og
með góðan sóla. Stærðir: 40 - 48
Verð: 17.885.-
Teg: 204203 Vandaðir og þægilegir
herraskór úr leðri, skinnfóðraðir og
með góðan sóla. Litir: cognac og
svart. Stærðir: 40 - 47
Verð: 16.750.-
Teg: 206201 Vandaðir og þægilegir
herraskór úr leðri, skinnfóðraðir og
með góðan sóla. Stærðir: 39 - 48
Verð: 15.975.-
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán.-fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf.
Sendum um allt land
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar
GYÐU JÓHANNSDÓTTUR
Guðnýjar
frá Siglufirði,
síðast til heimilis á Brúnavegi 19,
Reykjavík.
.
Valtýr Sigurðsson, Sigríður Hjaltested,
Jóhann Ág. Sigurðsson, Linn Getz,
börn, barnabörn og fjölskyldur.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför bróður okkar og mágs,
JÓNASAR JÓHANNSSONAR,
Suðurhólum 24,
Reykjavík.
.
Kristín Jóhannsdóttir, Böðvar Þorvaldsson,
Guðjón Jóhannsson, Hrefna Bjarnadóttir,
Sigrún Jóhannsdóttir, Ingólfur Karlsson.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
INGÓLFS JÓNSSONAR,
Trönuhólum 16,
Reykjavík.
Ingibjörg Björgvinsdóttir,
Óli Baldur Ingólfsson, Vigdís Ástríður Jónsdóttir,
Anna Ragnhildur Ingólfsdóttir, Bragi Halldórsson,
Bjargey Þrúður Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HULDA FRIÐRIKSDÓTTIR,
lést föstudaginn 30. janúar.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
.
Guðrún H. Arnljótsdóttir, Guðmundur B. Valdimarsson,
Arna Íris Vilhjálmsdóttir, Guðjón Gunnarsson
og barnabarnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KJARTAN HALLDÓRSSON
sægreifi,
lést á Borgarspítalanum
sunnudaginn 8. febrúar.
Útför hans verður frá Dómkirkjunni
föstudaginn 13. febrúar kl. 13.
.
Jóhann Sævar Kjartansson, Jóhanna Ósk Breiðdal,
Halldór Páll Kjartansson, Elín Birna Bjarnfinnsdóttir,
Elís Már Kjartansson, Unnur Lilja Aradóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og fjölskyldur þeirra.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
GUÐMUNDAR LÁRUSAR
JÓHANNSSONAR,
Grænumörk 1,
Selfossi.
Arnbjörg Þórðardóttir,
Helga Þórdís Guðmundsdóttir, Vigfús Guðmundsson,
Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir,Sigurdór Már Stefánsson,
Jóhann Björn Guðmundsson,
Anna Þóra Guðmundsdóttir, Hermann V. Baldursson,
Lárus Arnar Guðmundsson, Íris Ellertsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.