Morgunblaðið - 10.02.2015, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 10.02.2015, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2015 „Þær þráðinn spunnu. Konur í Vestmannaeyjum 1835- 1980“ nefnist fyrirlestur sem Gunnhildur Hrólfsdóttir flytur á vegum Sagnfræðingafélagsins í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 12.05. „Fátt hefur verið tekið saman um konurnar í Vest- mannaeyjum sem þurftu að lúta náttúruöflunum við vatnsskort og einangrun í erfiðri lífsbaráttu. Slóðin sem feta þarf til að finna heimildir um þær er ekki auð- rakin,“ segir m.a. í tilkynningu. Örlög kvenna í Vestmannaeyjum Gunnhildur Hrólfsdóttir Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kvikmyndavefurinn Variety greindi frá því um helgina að Baltasar Kor- mákur kæmi til með að leikstýra kvikmyndinni The Oath eftir hand- riti Ólafs Egilssonar. Baltasar er staddur á alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðinni í Berlín, Berlinale, þar sem hann er framleiðandi nýjustu kvik- myndar Dags Kára Péturssonar, Fúsa, sem frum- sýnd var á hátíð- inni í gær. Blaða- maður sló á þráðinn til Balt- asars til að for- vitnast um The Oath, eða Eiðinn eins og hún heitir á íslensku, nýj- ustu kvikmynd- ina af nokkrum sem hann mun leikstýra. Baltasar segir Eiðinn verkefni sem RVK Studios, framleiðslufyrir- tæki hans, hafi verið að þróa með Ólafi undanfarið. Upphaflega hafi Eiðurinn átt að vera sjónvarps- þáttasyrpa en hann hafi fljótlega átt- að sig á því að þarna væri spennandi efni í kvikmynd. „Þetta er eitt besta efni og mest spennandi sem ég hef séð fyrir bíómynd og þá er ég að telja með það sem ég hef verið að lesa úti. Mig langar líka að gera ís- lenska mynd fljótlega þannig að við ákváðum að setja þetta saman sem bíómynd og erum komnir með hand- rit sem við erum að byrja að kynna. Það er slegist um að komast inn í þetta verkefni, grínlaust,“ segir Baltasar og á þar við erlenda fram- leiðendur. Læknir til bjargar dóttur sinni En um hvað fjallar Eiðurinn? „Þetta er bara Ísland í dag þar sem þú sérð fréttir hverja einustu helgi um týndar stelpur. Þessar unglings- stelpur eru alltaf að hverfa yfir eina og eina helgi og eru greinilega að daðra við eitthvað sem er hættu- legra en þær eiga að vera að daðra við. Sagan segir af lækni, föður stúlku sem fer að reyna að ná henni út úr þessu og lendir í ótrúlegu mót- læti og erfiðleikum. Ég hef lýst þessu sem „realistic Taken“. Það er enginn ofurpabbi með byssu sem bjargar öllu heldur sýnir myndin það sem er í raun og veru að gerast í kringum okkur. Það eru misjafnir gæjar af dekkri stigum lífsins að draga stelpur á tálar sem eru ekki orðnar fullorðnar ennþá,“ segir Baltasar og vísar í spennu- myndina Taken þar sem Liam Nee- son fer með hlutverk fyrrverandi leyniþjónustumanns sem leitar horf- innar dóttur sinnar og fellir hvern þann sem stendur í vegi fyrir hon- um. „Ég þekki nú þrjár svona sögur sem eru ansi nálægt bæði mér og Óla og eru mjög erfiðar,“ segir Balt- asar um umfjöllunarefni Eiðsins. – Læknirinn kemst þá í kast við glæpamenn … „Já, og svo er fjallað um hvaða áhrif þetta hefur á allt heimilislífið, þegar þú ert að reyna að stjórna ást- um dóttur þinnar sem er nánast von- laust en mjög skiljanlegt því þú vilt ekki að hún eyðileggi líf sitt og fram- tíð með því að fara inn í þessa heima. Þetta er þrususpennandi. Á sama tíma er þetta einn færasti læknir landsins og ég er einmitt kominn með Tómas Guðbjartsson sem sér- legan ráðgjafa og aðstoðarmann minn,“ segir Baltasar og á þar við hjartaskurðlækninn þjóðkunna. Baltasar segir ráðgjöf Tómasar tryggja að allt sem snýr að lækn- isfræði í myndinni verði rétt. Mikill áhugi ytra Baltasar segir handrit Ólafs eitt það mest spennandi sem hann hafi lesið og að myndin verði öll gerð á Íslandi. Þeir sem hann hafi kynnt myndina fyrir úti í Berlín hafi verið mjög spenntir fyrir henni og haft áhuga á því að koma að framleiðsl- unni. „Þannig að ég er að vona að ég geti gert þetta sem fyrst. Ég er að klára Everest úti en mig hefur mikið langað til að koma heim og halda áfram að gera myndir heima líka, eins og ég hef alltaf sagt,“ segir Baltasar. – Er mögulegt að þessi mynd fari fremst í röð þeirra sem þú ætlar að leikstýra? „Það getur vel verið. Handritið er á góðum stað, við erum búnir að vinna saman í þessu við Óli. Óli á náttúrlega handritið upphaflega,“ segir Baltasar og ítrekar að hann sé meðhöfundur. Spurður að því hvort búið sé að velja leikara í myndina segir Baltasar svo ekki vera. „Það eru frábær hlutverk í þessu og ég er byrjaður að leita að leikurum en það er ekki búið að ákveða neitt ennþá.“ Hollywood-Seyðisfjörður Baltasar heldur frá Berlín til Lundúna eftir viku og þegar störfum hans lýkur þar heldur hann til Seyð- isfjarðar í tökur á sjónvarpsþátt- unum Ófærð. Baltasar er einn fjög- urra leikstjóra þáttanna sem RVK Studios framleiðir. „Það er Holly- wood-Seyðisfjörður,“ segir Baltasar, hlær að heimshornaflakkinu og seg- ist afskaplega ánægður með Ófærð. Hinar Norðurlandaþjóðirnar fái ekki að sitja einar að því að fram- leiða vandaða glæpaþætti. „Enginn ofurpabbi með byssu sem bjargar öllu“  Baltasar leikstýrir mynd eftir handriti Ólafs Egilssonar Morgunblaðið/Ómar Afkastamikill Mörg leikstjórnarverkefni bíða Baltasars Kormáks. Ólafur Egilsson Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 14/2 kl. 13:00 Sun 1/3 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 15/2 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Lau 21/2 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 22/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00 Lau 28/2 kl. 13:00 Táknmálst. Lau 21/3 kl. 13:00 Táknmálstúlkuð sýning 28.febrúar kl 13 Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 6/3 kl. 19:00 frums. Sun 15/3 kl. 19:00 6.k. Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Lau 7/3 kl. 19:00 2 k. Þri 17/3 kl. 19:00 aukas. Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Sun 8/3 kl. 19:00 3.k. Mið 18/3 kl. 19:00 7.k. Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Þri 10/3 kl. 19:00 aukas. Fim 19/3 kl. 19:00 8.k. Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Mið 11/3 kl. 19:00 4.k. Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Fim 12/3 kl. 19:00 5.k. Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Sun 15/2 kl. 20:00 Sun 22/2 kl. 20:00 Síðustu sýningar Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 13/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 7/3 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 6/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Öldin okkar (Nýja sviðið) Lau 14/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 17:00 Lau 28/2 kl. 20:00 5 stjörnu skemmtun að mati gagnrýnanda Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 13/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 14/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Ekki hætta að anda (Litla sviðið) Mið 11/2 kl. 20:00 aukas. Sun 15/2 kl. 20:00 11.k Sun 22/2 kl. 20:00 Fim 12/2 kl. 20:00 10.k Mið 18/2 kl. 20:00 12.k Fim 26/2 kl. 20:00 Lau 14/2 kl. 20:00 Aukas. Fim 19/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur Taugar - Íslenski dansflokkurinn (Nýja sviðið) Fim 12/2 kl. 20:00 2.k Sun 22/2 kl. 20:00 4.k. Sun 15/2 kl. 20:00 3.k. Fim 26/2 kl. 20:00 5.k. Tvö nýstárleg og óhefðbundin dansverk Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl. Bandarískir fjölmiðlar segja söngvaskáldið Bob Dylan hafa stolið senunni á góðgerðarskemmtun í tengslum við afhendingu Grammy-verðlaunanna, án þess að taka lag- ið. Kunnir listamenn á borð við Bruce Springsteen, Tom Jones, Neil Young og Noruh Jones fluttu hins vegar lög eftir hann. Dylan viðrar skoðanir sínar á mönnum og málefnum sjaldan opinberlega en á föstudagskvöldið var flutti hann 35 mínútna ræðu. Í ræðunni fjallaði Dylan, sem er orðinn 73 ára, um rætur laga sinna og texta. Þá þakkaði hann mörgum þeim sem studdu hann framan af ferlinum, eins og Peter, Paul and Mary og John Ham- mond, og listamönnum sem fluttu lög hans og auglýstu hann um leið, þar á meðal Joan Baez, Jimi Hendrix og Johnny Cash. Dylan skaut líka föstum skotum, til að mynda á lagahöfundana Leiber og Stoller, og gagnrýnendur. „Þeir segja að ég geti ekki sungið. Kvaki eins og froskur. Hvers vegna segja þeir það ekki líka um Tom Waits?“ spurði hann. Dylan stal senunni án þess að syngja Bob Dylan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.