Morgunblaðið - 10.02.2015, Page 36

Morgunblaðið - 10.02.2015, Page 36
ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 41. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Dauðastríðið tók fimm vikur 2. Áfall þegar Fry og Clooney giftu sig 3. „Haf fyrir framan okkur“ 4. Flassaði rassinum á rauða dreglinum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Þjóðleikhúsið hefur ráðið Þórarin Eldjárn, rithöfund og skáld, til að þýða leikritið Óþelló eftir William Shakespeare. Á næsta ári eru 400 ár frá andláti þessa frægasta leikskálds allra tíma og hyggst Þjóðleikhúsið minnast ártíðar skáldsins með upp- færslu harmleiksins. Þórarinn Eldjárn hefur áður þýtt verk eftir Shakespeare fyrir Þjóðleik- húsið. Fyrst Lé konung árið 2010 og svo Macbeth sem frumsýnt var á jól- um 2012. „Bæði verkin hlutu mikið lof gagnrýnenda og áhorfenda og er það mikill heiður fyrir Þjóðleikhúsið að fá Þórarin Eldjárn aftur til liðs við sig. Þýðing Þórarins á Lé konungi var tilnefnd til Íslensku þýðingaverð- launanna,“ segir m.a. í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Talið er að Willi- am Shakespeare hafi skrifað harm- leikinn um Óþelló árið 1603, en heim- ildir herma að það hafi fyrst ratað á svið í nóvember 1604. Verkið er eitt af þekktustu verkum höfundarins og fjallar um ást, afbrýðisemi og grimmileg svik. Morgunblaðið/Kristinn Þórarinn þýðir Óþelló  Kvartett saxófónleikarans Sig- urðar Flosasonar og danska Ham- mond-orgelleikarans Kjelds Laurit- sens leikur á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30. Sigurður og Lauritsen sendu nýverið frá sér geisladiskinn Daybreak og eru tón- leikarnir í kvöld útgáfu- tónleikar þeirra hér á landi. Kvartettinn í kvöld skipa auk Sig- urðar og Lauritsens þeir Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og Einar Scheving á trommur. Daybreak fagnað Á miðvikudag Vestlæg átt, 8-15 m/s, en hvessir vestanlands síð- degis. Él víða um land, en bjart með köflum suðaustantil. Frost 1 til 11 stig, kaldast inn til landsins, en frostlaust syðst. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 13-20, hvassast nyrðra og eystra. Slyddu- eða snjóél, en bjart með köflum eystra og kólnar smám saman. Hiti víða um frostmark, en frost 0-5 stig norðvestantil. VEÐUR „Ég er þannig gerður að ég eflist við mótlæti og mætti því til æfinga eftir áramótin með því markmiði að leggj- ast ekki niður og gefast upp, heldur setja á mig vinnuhanskana og láta Henke skipta um skoðun. Ég var staðráðinn í að sýna honum að ég ætti heima í liðinu og væri launanna virði,“ segir Arnór Smára- son, knattspyrnumaður hjá Helsingborg í Svíþjóð. »4 Setti bara á mig vinnuhanskana Trausti Stefánsson er fimmti Íslend- ingurinn sem hefur náð lág- marki fyrir Evrópumeist- aramótið innanhúss í frjálsíþróttum en hann náði því á móti í Svíþjóð um helgina. Hann var átta dögum of seinn til að setja Íslandsmet sem Kolbeinn Höður Gunnarsson náði helgina á undan en þeir gætu nú báðir keppt á mótinu í Prag í byrjun mars. »1 Trausti náði líka lág- markinu fyrir EM FH-ingar urðu í gærkvöld fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í fjögurra liða úrslitakeppninni í Laug- ardalshöll í Coca Cola-bikar karla í handknattleik. FH vann Stjörnuna í Garðabæ, 29:28, eftir að heimamenn höfðu haft þriggja marka forskot nokkrum mínútum fyrir leikslok. Þrír leikmenn Stjörnunnar fengu að líta rauða spjaldið í leiknum. »2 FH fékk síðasta miðann eftir hádramatík ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Dansarinn Emilía Gísladóttir hefur síðustu rúm tvö ár starfað með dans- flokknum Compania Nacional de Danza í Madríd á Spáni þar sem hún er búsett. Hún er nýkomin aftur heim til Madrídar frá París þar sem flokkurinn dansaði í Théâtre des Champs-Elysées. „Það var mikill heiður að fá að dansa í þessu fallega sögufræga leikhúsi. Svo fengum við líka alveg glimrandi dóma sem skemmdi ekkert fyrir,“ segir Emilía af hógværð. Dómurinn sem hún vís- ar til hljóðaði upp á heilar fimm stjörnur. Prógramm þeirra í París saman- stóð af þremur verkum, SUB eftir Itzik Galili, Extremely Close eftir Alejandro Cerrudo og Casi-Casa eftir Mats Ek. „Ég dansaði í seinni tveimur verkunum og naut þess sér- staklega að dansa Casi-Casa þar sem það hefur lengi verið draumur minn að dansa í verki eftir Mats Ek.“ Ferðast um heiminn Flokkurinn ferðast mikið og setur upp danssýningar víða um heim. Í nóvember voru þau til að mynda í Japan. Næst fara þau til Þýskalands að sýna verkið Nippon-Koku eftir Marcos Morau og La Veronal. En þessa dagana eru þau á fullu að undirbúa fyrir næstu frumsýn- ingu flokksins sem er Carmen, ball- ett í fullri lengd eftir Johan Inger. „Það er ekkert smá spennandi verk- efni og ekki skemmir fyrir að ég fæ að dansa aðalhlutverkið, Carmen.“ Hún segir það algjöran draum að fá að vinna með Johan Inger, sér- staklega þar sem hann lét semja al- veg nýtt verk fyrir sig. Eftir það taka við sýningaferðir um Spán með Carmen. „Þannig að það eru bara spennandi tímar framundan.“ Emilía fór í prufur fyrir flokkinn sumarið 2012 og komst inn og byrj- aði um haustið. Áður hafði hún starf- að með Íslenska dansflokknum í sjö ár og sagði hún tímabært að flytja út fyrir landsteinana og prófa eitthvað nýtt. Hún flutti út með kærasta sín- um og 2 ára syni sem er nú að verða 5 ára. Þau hafa komið sér vel fyrir og líður vel. Hún er á svokölluðum sólóistasamningi hjá flokknum og það er alveg meira en nóg að gera hjá henni. Þess má geta að Emilía tók þátt í þættinum Dans, dans, dans árið 2011 ásamt Unni Elísabetu Gunnarsdóttur og lentu þær í öðru sæti. Dansflokkurinn Compania Nacio- nal de Danza var stofnaður 1987 og er aðalnútímadansflokkur Spánar. Hann er frekar stór; um 40 dansarar og hann skiptist í tvo flokka, klass- ískan og nútímadansflokk og býður því upp á mjög fjölbreytt prógramm. Allt frá tútúpilsi og táskóm og í nú- tímadans. Túlkar Carmen á Spáni  Dansflokkur- inn hlaut glimr- andi dóma í París Dansverk Emilía Gísladóttir, til vinstri, í hlutverki sínu í Casi Casa eftir Mats Ek sem hlaut lofsamlega dóma í París. Carmen Emilía á æfingu fyrir Carmen þar sem hún dansar aðalhlutverkið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.