Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Ef samið yrði um hækkun almennra launa í takt við nýgerðan kjarasamn- ing lækna eða um nálægt 30% á næstu þremur árum, má gera ráð fyr- ir að meðalvaxtakostnaður 15 millj- óna kr. óverðtryggðs láns myndi aukast um 30 þúsund kr. á mánuði skv. nýju mati efnahagssviðs Sam- taka atvinnulífsins. Ef almenn laun hækka eins og sam- ið var um í kjarasamningum árið 2011 eða um 3,7% á ári en lægstu launin hækka að meðaltali um 6,7% og launa- skrið verður svipað og á árunum 2011- 2013, myndi vaxtakostnaður lánsins aukast um 24 þúsund kr. á mánuði. Aukinn vaxtakostnaður getur þannig að mati SA hæglega þurrkað upp ábata Leiðréttingarinnar, sem talin er lækka greiðslubyrði heimila að meðal- tali um 16 þúsund kr. á mánuði. Verði hins vegar árlegar launa- hækkanir 3,5% á næstu þremur árum í samræmi við mat Seðlabankans á svigrúmi til launahækkana, lækkar vaxtakostnaður vegna lánsins um 4 þúsund kr. á mánuði að mati efna- hagssviðs SA. „Aukin ásókn heimila í óverðtryggð lán hefur gert þau við- kvæmari fyrir vaxtabreytingum og þannig aukið áhrifamátt peninga- stefnunnar,“ segir í greinargerð SA. Stilla upp 3 sviðsmyndum Í ítarlegri greiningu SA eru birtar þrjár mismunandi sviðsmyndir ólíkra launahækkana, þar sem metin eru verðbólguáhrifin og hvernig þau smit- ast yfir í aðrar hagstærðir s.s. gengi og framleiðni. Fyrsta sviðsmyndin gerir ráð fyrir almennum launahækkunum skv. ráð- leggingum Seðlabankans, önnur gerir ráð fyrir hækkunum umfram það, svipuðum og í kjarasamningunum ár- ið 2011. Þriðja sviðsmyndin gerir ráð fyrir að laun á almennum vinnumark- aði hækki að sama marki og samið var um við lækna fyrir skömmu eða um nálægt 30% á þremur árum. Bent er á í greinargerð efnahags- sviðs SA að höfuðstóll verðtryggðra lána gæti margfaldast við mikla verð- bólgu í kjölfar mikilla launahækkana. Vaxtabreytingar hafi þó óveruleg áhrif á verðtryggð lán heimila.Verð- bólga hækki hins vegar höfuðstól lán- ananna og þar með greiðslubyrðina. Höfuðstóll verðtryggðra lána hækk- ar um allt að 400 milljarða kr á þriggja ára tímabili skv. sviðsmyndum SA ef almenn laun hækka til jafns við ný- samþykktar launahækkanir lækna. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem sýnir útreikninga SA á hver staða höfuðstóls verðstryggðra lána yrði að þremur árum liðnum, hækkar höfuðstóll verðtryggðu lán- anna um 260 milljarða ef samið yrði umfram svigrúm og laun hækka með sambærilegum hætti og samið var um í kjarasamningunum árið 2011. Höf- uðstóll lánanna hækkar svo um um 84 milljarða ef samningarnir verða innan svigrúms Seðlabankans, þ.e. almenn laun hækka um 3,5%. omfr@mbl.is Tugþúsunda hækkun vaxta Launahækkanir og verðtryggð lán - mat SA Eltum lækna (Uppsafnaðar 30% launahækkanir á 3 árum) og höfuðstólslækkun vegna „Leiðréttingar“ - m.v. 15 m.kr. jafngreiðslulán til 40 ára tekið árið 2004, staðan að þremur árum liðnum Innan svigrúms (3,5% launahækkanir á næstu 3 árum) Umfram svigrúm (Sömu hækkanir ogt í samningum 2011, 3,7% á ári og 6,7% hækkun lægstu launa) Eltum lækna (Uppsafnaðar 30% launahækkanir á 3 árum) „Leiðréttingin“ 500 450 400 350 300 250 200 150 100 50 0 Heimild: Útreikningar efnahagssviðs SA, Seðlabanki Íslands, Forsætisráðuneytið Höfuðstóll lána hækkar um 84ma.kr. „Leiðréttingin“ lækkar höfuðstól lána um 80ma.kr. Höfuðstóll lána hækkar um 260ma.kr. Höfuðstóll lána hækkar um 400ma.kr.  400 milljarða hækkun verðtryggðra lána fái allir sömu hækkanir og læknar Guðrún J. Vigfúsdóttir, veflistakona andaðist 9. febrúar sl., 93 ára að aldri. Guðrún fæddist 3. nóvember 1921 á Grund í Þorvaldsdal á Ár- skógsströnd, dóttir hjónanna Vigfúsar Kristjánssonar útvegs- bónda og konu hans El- ísabetar Jóhannsdóttur. Guðrún stundaði nám við Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1941 til 1942 og kynntist þar vefnaði í fyrsta skipti. Síðan lá leiðin í vefnaðarkennaradeild Hús- mæðraskólans á Hallormsstað. Það- an útskrifaðist hún vorið 1945 ásamt nöfnu sinni Guðrúnu Bergþórsdóttur, og voru þær fyrstar til að ljúka vefn- aðarkennaranámi á Íslandi. Guðrún hóf störf sem vefnaðar- kennari við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði haustið 1945 og starfaði þar í 43 ár. Árið 1961 hóf hún tilraunir með framleiðslu handofinna vara úr ís- lenskri ull samhliða kennslunni og stofnaði í kjölfarið Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdóttur hf. sem hún rak til ársins 1987. Framleiðsla vefstofunnar varð þekkt um land allt og út fyrir land- steinana og vöktu hand- ofnar vörur vefstof- unnar mikla athygli, ekki síst listilega hann- aðir glæsikjólar. Hún tók þátt í listsýningum heima og erlendis. Guðrún flutti í Kópa- vog 1988 til að vera nær dóttur sinni Eyrúnu Ísfold og fjöl- skyldu hennar. Hún setti upp vefstofu við heimili sitt og einbeitti sér að vefnaði hökla og tilheyrandi muna. Samhliða því leiðbeindi hún eldri borgurum í Kópavogi í vefn- aði og myndvefnaði. Árið 1996 fékk Guðrún styrk bæjarlistamanns í Kópavogi. Á Ísafirði tengdist Guðrún kirkjustarfi og var m.a. formaður Kirkjukvenfélagsins og síðar í safn- aðarnefnd Digraneskirkju. Árið 1998 gaf Guðrún út bókina „Við vefstólinn: lifandi vefnaðarlist í máli og myndum í hálfa öld.“ Árið 1976 var hún sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu íslensks ullariðnaðar. Guðrún giftist Gísla Kristjánssyni, forstjóra sundhallarinnar á Ísafirði, árið 1950. Hann lést árið 1978. Andlát Guðrún J. Vigfúsdóttir Jens Sumarliðason, fyrrverandi yfirkennari og framámaður í íþrótt- um, andaðist á líknar- deild Landspítalans 5. febrúar sl., 84 ára að aldri. Jens fæddist á Ísa- firði 19. apríl 1930. For- eldrar hans voru Sum- arliði Vilhjálmsson póstur og Sólveig Silfá Gestsdóttir húsmóðir, bæði ættuð úr Árnes- hreppi. Eftirlifandi eigin- kona hans er Ingibjörg Bjarnadóttir, húsmóðir frá Akur- eyri. Þau eiga fjögur börn, Bjarna, Arnar, Sólveigu og Sigrúnu, þrettán barnabörn og 16 barnabarnabörn. Hann nam húsasmíði á Akureyri og útskrifaðist frá handavinnudeild Kennaraskóla Íslands 1955. Jens vann sem húsasmiður á Akureyri, í Reykjavík, á Keflavíkurflugvelli og vann að ótal smíðaverkefnum víðs vegar um landið. Hann kenndi smíðar og teikningu við skólana á Akureyri. Hann hóf kennslu við Breiðholts- skóla í Reykjavík 1971 og var síðar yfir- kennari til ársins 1994. Hann starfaði síðustu árin hjá Kennslumið- stöð Reykjavíkur. Hann stundaði íþróttir af kappi, allt frá unga aldri. Æfði og keppti á skíðum á Ísa- firði. Jens lék knatt- spyrnu með Herði á Ísafirði og síðar með Þór og ÍBA á Akureyri og Víkingi í Reykjavík. Hann gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir íþróttahreyfinguna, átti meðal annars sæti í stjórn Knattspyrnusambands Íslands í tíu ár, um tíma sem varaformaður. Jens starfaði í Alþýðuflokknum á Akur- eyri og var formaður íþróttaráðs bæjarins. Jens Sumarliðason VerðlaunahönnunfráOticon Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is | Framúrskarandi tækni íOticonheyrnartækjumskilar þérbestumöguleguhljómgæðumíólíkumaðstæðum. NýjudesignRITEtækinerueinstakleganettoghafa hlotiðalþjóðleghönnunarverðlaun.Njóttuþessað heyraskýrtogáreynslulaustmeðheyrnartækisem hentarþínumpersónuleguþörfum. Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga Fullkomin þráðlaus tækni Engir hnappar Auðvelt að handleika Vatnshelt Bókaðutímaí fríaheyrnarmælingu ogfáðuheyrnartækitilprufuívikutíma Sími5686880

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.