Morgunblaðið - 11.02.2015, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015
REYKJAVÍK
GRAFARHOLT OG ÚLFARSÁRDALUR
H
EI
MS
ÓKN Á HÖFUÐBO
R
G
A
R
S
V
Æ
Ð
IÐ
2015
„Við komum hvert úr sinni áttinni
og frá öllum þeim stjórnmálaflokk-
um sem aðild eiga að stjórn borg-
arinnar. Vinnuhefðin er samt sú að
við skiljum flokka pólitíkina eftir á
þröskuldinum þegar fundir hefj-
ast,“ segir Hermann Valsson, for-
maður Hverfisráðs Grafarvogs og
Úlfarsárdals.
Samkvæmt stjórnskipulagi
Reykjavíkurborgar er borginni
skipt upp í tíu svæði og í hverju
þeirra er hverfisráð, skipað
fulltrúum allra framboða auk þess
sem fulltrúar íbúasamtaka hafa
málfrelsi og tillögurétt á fundum.
„Reynslan er góð. Íbúar í hverf-
inu láta í sér heyra um málefni
hverfisins, taka okkur tali á förn-
um vegi eða senda tölupósta, sér-
staklega hvað betur megi gera og
hverju borgin geti bætt úr. Þessar
ábendingar ræðum við á fundum
og úr þeim eru gjarnan mótaðar
tillögur sem borgarfulltrúar og
eftir atvikum embættismenn fá og
vinna úr. Þá fjöllum við um mál frá
fagnefndum borgarinnar sem snúa
að hverfinu, auk þess að koma með
tillögur um það sem betur mætti
fara,“ segir Hermann. Hann hefur
lengi búið í Grafarholti og situr í
hverfisráði sem fulltrúi VG.
Íþróttaaðstaða ofarlega á blaði
Um mál sem að undanförnu hafa
komið til kasta ráðsins nefnir Her-
mann að kallað hafi verið eftir lag-
færingu gatna og fleiru. Slíkar að-
gerðir þykja brýnar, að mati íbúa.
„Oft fáum við ábendingar um
skólamál og íþróttaaðstöðu. Mest-
ur þunginn hefur þó verið í um-
ræðum um uppbyggingu hverf-
ismiðstöðvar – það er skóla,
íþróttaaðstöðu, sundlaugar, bóka-
safns og fleira sem reisa á í Úlfars-
árdal. Nú eru teikningar að þeirri
byggingu komnar og fram-
kvæmdir hefjast vonandi á næsta
ári,“ segir formaður hverfisráðs.
sbs@mbl.is
Pólitík á þröskuldi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hverfisráðsfundur Kristinn Steinn Traustason úr Úlfarsárdal, Hermann
Valsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir sem er fulltrúi Grafarholtsbúa.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Okkar viðmið er að íbúar í hverju
hverfi þurfi að vera á bilinu 5.000 til
7.000 svo þar sé grundvöllur fyrir
rekstri lágvöruverðsverslunar. Nú
búa um 6.000 manns í Grafarholti og
Úlfarsárdal og á undanförnum miss-
erum hafa íbúar oft farið þess á leit að
við komum í hverfið. Nú er því kalli
svarað,“ segir Kristinn Skúlason,
rekstrarstjóri Krónunnar. Íbúar í
Grafarholti geta vænst lífskjarabótar
með opnun Krónuverslunar. Verslun
Nóatúns við Þjóðhildarstíg verður
lokað um miðjan þennan mánuð og í
byrjun mars verður Krónan komin.
„Markaðurinn er að breytst.
Þægindaverslanir með afgreiðslu úr
kjötborði og séhæfingu, mikilli þjón-
ustu og löngum afgreiðslutíma eru á
undanhaldi. Litlar sælkerabúðir hafa
að nokkru komið í þeirra stað. Á sama
tíma hafi lágvöruverðsverslanir
styrkst,“ segir Kristinn.
Skapa hina virku samkeppni
Verslanir Krónunnar í dag eru
þrettán. Flestar á höfuðborgarsvæð-
inu en nokkrar úti á landi. Með þeim
breytingum sem eru í farvatninu
verða þær hins vegar sextán, það er
Nóatún við samnefnda götu í Reykja-
vík, verslunin við Hamraborg í Kópa-
vogi og sú sem er í Grafarholti verða
Krónan. Og hverju skilar þetta íbú-
um? Verðlagseftirlit ASÍ hefur und-
anfarin ár fylgst með þróuninni og í
verðkönnunum hafa Krónan og Bónus
verið með lægsta verðið. Segir Krist-
inn stjórnendur Krónunnar telja
verslunarkeðjuna vera það sem skap-
ar hina virku samkeppni á mark-
aðnum.
Krónumenn hafa að undanförnu
krufið allar tölur um íbúasamsetningu
í Grafarholti og eru þær um margt at-
hyglisverðar. Þannig er fjórðungur
allra fjölskyldna í hverfinu barnafólk:
það er ungt fólk með börn á aldrinum
0-12 ára.
„Dagleg innkaup þessara fjöl-
skyldna eru talsverð og kosta sitt. Við
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hverfisbúðin Senn hverfur merki Nóatúns og Krónan verður komin á sinn stað í þessari byggingu í byrjun mars.
Kjarabót í hverfinu
Lægra vöruverð í Grafarholti Nóatún verður Krónuverslun
Með bleiur, barnamat og grænmeti fyrir ungu fjölskyldurnar
Hér í Morgunblaðinu hefur Grafar-
holt stundum verið nefnt Alda-
mótahverfið. Slíkt er við hæfi,
fyrstu íbúar settust þar að á þús-
aldamótum árið 2000. Um það leyti
var merkra atburða í Íslandssög-
unni minnst með margvíslegu móti,
það er landafunda Íslendinga í Am-
eríku svo og að rétt þúsund ár
voru liðin frá kristnitökunni, árið
1000.
Götunöfn í Grafarholti taka mið
af sögunni, en tillagan kom frá
Þórhalli Vilmundarsyni örnefna-
fræðingi. Hann lagði raunar til að
hverfið allt héti Þúsöld, en svo
heitir aðalæðin þegar ekið er upp
brekku í vestanverðu holtinu. Og
þar koma svo göturnar ein af ann-
ari, til dæmis Kristnibraut, Græn-
landsleið, Maríubaugur, Kirkju-
stétt og Þorláksgeisli. Sú gata er
nefnd eftir einum Skálholtsbisk-
upa, rétt eins og Ísleifs- og Giss-
urargata í nýbyggðinni á Reynis-
vatnsási. Þá eru á holtinu Þórðar-
sveigur og Marteinslaug, báðar
nefndar eftir kirkjuleiðtogum fyrri
alda. Á háholtinu er svo gatan
Maríubaugur „… en fleiri íslenzkar
kirkjur eru helgaðar Maríu mey en
öðrum dýrlingum, og nafn hennar
geymist í fjölmörgum örnefnum,“
sagði Þórhallur Vilmundarson í
Morgunblaðinu í ágúst 1999.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þúsöld Grafarholtshverfið. Fjölbýli við Þorláksgeisla er hér fremst.
Á slóðum landafunda
Skálholt og Vínland Biskupar og María mey
SÓSAN
SEM
SAMLOKUR
ELSKA
Samlokusósan frá E. Finnsson hentar
jafnt á heitar og kaldar samlokur.
Prófaðu og gerðu gott betra.
31
18
-V
O
G
–
V
E
R
T.
IS