Morgunblaðið - 11.02.2015, Page 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015
Taugar er yfirskrift ann-arrar uppsetningar Ís-lenska dansflokksins eftirað Erna Ómarsdóttir tók
við sem listrænn ráðgjafi flokks-
ins. Við ráðningu Ernu gaf hún
það út að áhersla yrði lögð á
frumsamin verk eftir íslenska og
upprennandi danshöfunda sem og
að spreyta sig á krefjandi verkum
eftir erlenda danshöfunda. Með
uppsetningu þessara verka má
strax sjá merki um breytta stefnu
flokksins, sem virðist nú endur-
spegla samtímann vel. Auk þess
tekur Dansflokkurinn nú þátt í
Reykjavík Dance Festival í fyrsta
skipti sem gefur enn betur til
kynna að flokkurinn vilji ýta enn
frekar undir grósku og frumkvæði
sjálfstæðra danshöfunda. Taugin á
milli verkanna í þessari uppsetn-
ingu er sterk en þau vísa bæði í
einskonar helgiathafnir, þó hvort á
sinn ólíka hátt.
Blýkufl eftir Sögu Sigurðar-
dóttur var fyrra verk kvöldsins. Í
sýningarskrá segir að verkið sé
„… ekki síður athöfn en dansverk:
Athöfn um ást – ást sem gengur
nærri okkur. Leysir upp varnir og
sameinar“.
Verkið byggist að miklu leyti á
helgiathöfnum súfista, en súfistar
eru dulspekingar sem tilheyra ísl-
am. Þeir nota eins konar lík-
amlega íhugunaraðferð þar sem
leitast er við að yfirstíga sjálfið og
mannlegar kenndir til að nálgast
hið guðlega. Þessi boðskapur var
stundum nokkuð óljós; búningar
og mikil lýsing drógu úr áhrifa-
mætti þeirra hugmynda sem virt-
ust liggja að baki. Samhengi var
ekki alltaf auðskilið og stundum
vandséð hvaða áhrif áttu að nást
fram. Verkið náði góðu flugi á
köflum framan af og undir lokin
voru hreyfiform og fyrri samsetn-
ingar endurgerðar og settar í nýtt
og spennandi samhengi á áhuga-
verðan hátt, og öðlaðist verkið
þannig ágætlega sterka heild-
armynd.
Seinna verk kvöldsins var Lim-
inal eftir pólska danshöfundinn og
dansarann Karol Tyminski. Í
verkum sínum skoðar Tyminski
sjálfan líkama dansarans og svið
tilfinninga í gegnum hreyfingu
auk þess að fjalla um mannlegt
ástand. Hreyfingin sem slík er að
vissu leyti umfjöllunarefni og í
gegnum sjálfsskoðun dansaranna
beinist athyglin að líkamanum og
takmörkunum hans. Margar ólíkar
vísanir í nútímalíferni var að finna
í verkinu, svo sem tölvuleiki,
vinnuumhverfi og þrá eftir breyttu
hugarástandi. Í upphafi verksins
beinist athygli áhorfandans að
Tyminski sjálfum þar sem hann
einbeitir sér að einum líkamsparti
í einu. Uppbyggingin leiðir smám
saman til þess að sviðsmunir flétt-
ast inn í hreyfinguna með áhrifa-
ríkum hætti, sem þróast svo í að
dansari og sviðsmynd eru lögð til
jafns og koma saman í heildrænt
hreyfiform. Umgjörð og búningar
létu lítið yfir sér og virtust í
fyrstu látlaus og einföld sem gaf
gott tóm til stigmagnandi upp-
byggingar. Þegar áhorfandi fékk á
tilfinninguna að hápunktur verks-
ins væri í þann mund að nást
stækkaði verkið enn frekar og var
aðdáunarvert hversu vel tókst til
með notkun búninga og sviðs-
myndar að stækka verkið allt
fram að lokum þess.
Íslenski dansflokkurinn sýndi
það enn og aftur hversu sterkir
dansarar flokksins eru og hversu
færir þeir eru um að takast ólík
verkefni á hendur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heildrænt „Uppbyggingin leiðir smám saman til þess að sviðsmunir fléttast
inn í hreyfinguna með áhrifaríkum hætti,“ segir um Liminal eftir Tyminski.
Borgarleikhúsið
Blýkufl bbbnn
Liminal bbbbm
Tvö verk Íslenska dansflokksins undir
yfirskriftinni Taugar. Blýkufl (Cloak)
eftir Sögu Sigurðardóttur í samvinnu
við dansara verksins: Ásgeir Helga
Magnússon, Cameron Corbett, Einar
Nikkerud, Höllu Þórðardóttur og Hjör-
dísi Lilju Örnólfsdóttur. Tónlist: Hall-
varður Ásgeirsson. Ljósahönnun: Björn
Bergsteinn Guðmundsson. Búninga-
hönnun: Elsa María Blöndal.
Liminal eftir Karol Tyminski í samvinnu
við dansara verksins: Ásgeir Helga
Magnússon, Höllu Þórðardóttur, Hann-
es Þór Egilsson, Karol Tyminski og Þyri
Huld Árnadóttur. Tónlist: Valdimar Jó-
hannsson. Ljósahönnun: Björn Berg-
steinn Guðmundsson. Búningahönnun
Agnieszka Baranowska.
Uppfærslan á Taugum er hluti af
Reykjavík Dance Festival. Frumsýning á
Nýja sviði Borgarleikhússins föstudag-
inn 6. febrúar 2015.
MARGRÉT
ÁSKELSDÓTTIR
DANS
Kraftmiklar Taugar
Sterk heildarmynd „…öðlaðist verkið þannig ágætlega sterka heild-
armynd,“ segir m.a. í rýni um Blýkufl Sögu Sigurðardóttur.
Hildur Ásgeirs-
dóttir Jónsson
myndlistarkona,
sem starfar bæði
í Cleveland í
Bandaríkjunum
og á Íslandi, er
einn listamann-
anna sem valdir
hafa verið á sýn-
inguna Pretty
Raw í The Rose
Art Museum, listasafni Brandeis-
háskólans.
Á sýningunni er gengið út frá
myndlist Helen Frankenthaler
(1928-2011) og skoðað hvernig
meta má módernískar hræringar í
myndlist síðustu hálfrar aldar út
frá verkum hennar. Skreyti og
húmor, kvenleiki og karllegar eig-
indir er meðal þess sem sýningar-
stjórinn Katy Siegel hafði í huga
við valið. Meðal annarra listamanna
sem eiga verk á sýningunni eru t.d.
Grace Hartigan, Larry Rivers,
Lynda Benglis, Andy Warhol, Car-
roll Dunham og Kara Walker.
Verk Hildar í The
Rose Museum
Hildur Ásgeirs-
dóttir Jónsson
Sigrún Eðvalds-
dóttir fiðluleik-
ari og Selma
Guðmundsdóttir
píanóleikari
koma fram í
Salnum í dag kl.
12.15. Á efnis-
skránni eru Pre-
ludium og
Allegro eftir
Pugnani/
Kreisler, Rómönsur eftir annars
vegar Beethoven og hins vegar
Árna Björnsson auk tveggja laga
eftir Sigvalda Kaldalóns í útsetn-
ingu Atla Heimis Sveinssonar.
„Þær Sigrún og Selma eiga
langt samstarf að baki og hafa
haldið tónleika víða um heim. Tón-
leikarnir í hádeginu á morgun eru
í aðdraganda tónleikaferðar þeirra
til Kína í mars komandi,“ segir
m.a. í tilkynningu. Tónleikarnir
eru hluti af tónleikaröðinni Líttu
inn í hádeginu sem hóf göngu sína
haustið 2012 í Salnum undir list-
rænni stjórn Guðrúnar Birg-
isdóttur.
Rómönsur fyrir
fiðlu og píanó
Sigrún
Eðvaldsdóttir
Um helgina var greint frá því að met-
verð hefði fengist fyrir eitt olíu-
málverkanna sem franski myndlist-
armaðurinn Paul Gauguin
(1848-1903) málaði á Tahiti árið 1892,
mynd sem sýnir tvær ungar konur og
kallast „Nafea faa ipoipo?“ – „Hve-
nær giftist þú?“ Mun verkið hafa ver-
ið selt fyrir 300 milljónir dala, um 37
milljarða króna. Samkvæmt óstað-
festum heimildum í listheiminum
mun kaupandinn vera í furstafjöl-
skyldunni í Katar en þarlendir list-
unnendur hafa á síðustu árum keypt
mörg gæðaverk margra helstu mynd-
listarmanna síðustu tveggja alda fyr-
ir háar fjárhæðir, meðal annars eitt af
fjórum sem Cezanne málaði af spila-
mönnum fyrir um 250 milljónir dala.
Verkið eftir Gauguin hefur verið í
eigu hinnar svissnesku Staehelin-
fjölskyldu í nær eina öld. Fjölskyldan
hefur átt úrval afar verðmætra verka
en hefur á síðustu árum selt nokkur,
meðan annars málverk eftir Van
Gogh, Monet og Cezanne. Frá 1946
hafa 18 verk fjölskyldunnar verið
sýnd í Kunstmuseum Basel í Sviss.
Nú hefur verkið eftir Gauguin verið
lánað á yfirlitssýningu á verkum hans
í Fondation Beyeler í Riehen, nærri
Basel, en nýir kaupendur fá það af-
hent í upphafi næsta árs.
Í gær var síðan greint frá því í The
Art Newspaper að í kjölfarið hafi
Staehlin-fjölskyldan ákveðið að taka
þau verk sem eftir eru í Kunstmu-
seum Basel og semja við annað safn
um að hafa þau til sýnis.
Í yfirlýsingu segja stjórnendur
safnsins í Basel harma að missa þessi
mikilvægu listaverk sem hafa mynd-
að kjarnann í verkum eftir impress-
jónista og síð-impressjónista í safninu
en þau eru meðal annars eftir Van
Gogh, Cézanne og Manet.
Dýrustu málverkin
sögð seld til Katar
Seljendur taka verk sín úr safni
EPA
Dýrt Gestur skoðar hið dýra verk
Gauguins í Fondation Beyeler.
Innihurðir
í öllum stærðum
og gerðum!
Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is
Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki
Lei
tið
tilb
oða
hjá
fag
mö
nnu
m o
kka
r
• Hvítar innihurðir
• Spónlagðar innihurðir
• Eldvarnarhurðir
• Hljóðvistarhurðir
• Hótelhurðir
• Rennihurðir
• Með og án gerefta