Morgunblaðið - 11.02.2015, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 42. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
1. Ástin á tímum hryðjuverkanna
2. Andlát: Kjartan Halldórsson
3. Rikka og Skúli í stuði á árshátíð…
4. Varð aftur glöð eftir að hún léttist
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hverfisgata 71a, viðbygging hönn-
uð af Studio Granda við gömul hús
við Hverfisgötu, er ein af 40 nýjum
byggingum sem enduðu í úrvali fram-
úrskarandi nýbygginga sem keppa
um hin virtu Mies van der Rohe-
arkitektúrverðlaun sem Evrópusam-
bandið veitir ár hvert. Harpa hlaut
þessi eftirsóttu verðlaun 2013.
Þrjár íslenskar byggingar voru í
fyrsta úrtakinu með 420 verkefnum.
Auk hússins við Hverfisgötu voru það
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ,
hannaður af A2F Arkitektum/
Aðalheiði Atladóttur og Falk Krüger,
og einbýlishús á Kálfaströnd 1 við
Mývatn hannað af VA Arkitektum/
Ólafi Óskari Axelssyni.
Hverfisgata 71a til-
nefnd til verðlauna
Fúsi, nýjasta kvikmynd Dags Kára
Péturssonar, sem sýnd er á alþjóðlegu
kvikmyndahátíðinni í Berlín, fær á
heildina litið jákvæða gagnrýni á kvik-
myndavefjunum Hollywood Reporter
og Screen Daily. Í gagnrýni Hollywood
Reporter segir m.a. að myndin sé hlý-
leg og fyndin lýsing á góðhjörtuðum
manni sem eigi erfitt með að laga sig
að samfélagi sínu. Myndin sé hins veg-
ar of sæt og þægileg til að hafa var-
anleg áhrif á áhorfandann. Screen
Daily er einnig á jákvæðum nótum og
ber mikið lof á frammi-
stöðu Gunnars Jóns-
sonar sem fer með
hlutverk Fúsa og
Ilmar Kristjáns-
dóttur sem fer með
eitt af aðal-
hlutverk-
unum.
Hlýleg og fyndin
mannlýsing í Fúsa
Á fimmtudag Breytileg átt, 3-10 m/s og skýjað með köflum, en él
nyrst framan af degi. Vaxandi austanátt um kvöldið og fer að snjóa
sunnanlands. Frost 1 til 13 stig, mest inn til landsins.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan og norðvestan 8-15 m/s, hvassast
við suður- og austurströndina, en norðlægari norðvestantil um
kvöldið. Kólnandi veður og frost 1 til 10 stig, mest inn til landsins.
VEÐUR
Haukar og Grótta komust í
gærkvöld í undanúrslit Coca
Cola-bikars kvenna í hand-
knattleik. Haukar lentu í
hörkuleik gegn Selfossi á
Ásvöllum þar sem heima-
konur tryggðu sér sigurinn,
26:22, með því að skora síð-
ustu fjögur mörk leiksins,
og komust því í Laugardals-
höllina annað árið í röð.
Grótta átti ekki í neinum
vandræðum með að slá HK
út á Seltjarnarnesi. »3
Haukakonur end-
urtóku leikinn
Birgir Leifur Hafþórsson, Íslands-
meistari í golfi, mun leika mun meira
erlendis á árinu en hann hefur gert
um langa hríð. Birgir komst síðasta
haust á lokaúrtökumótið fyrir
Evrópumótaröðina og fyrir vikið á
hann mikinn keppnisrétt á
Áskorendamótaröð Evrópu sem er sú
næststerkasta í álf-
unni. Þann rétt ætl-
ar Birgir að reyna
að nýta sér eins og
hægt er. »2
Birgir Leifur verður á
Áskorendamótaröðinni
„Að fenginni reynslu þori ég nú ekki
að gera mér of miklar væntingar, því
vonbrigðin í kjölfar fyrri aðgerða hafa
verið mikil. En vissulega kviknar smá
von við þetta,“ segir Eyjólfur Héðins-
son knattspyrnumaður meðal annars
í samtali við Morgunblaðið. Hefur
hann verið frá keppni í tíu mánuði
samfleytt vegna nárameiðsla, en er
nú á leið í aðgerð í þriðja sinn. »4
Eyjólfur Héðinsson fer í
aðgerð í þriðja sinn
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Þetta var frábær lífsreynsla,
mjög lærdómsríkt og alveg rosa-
lega skemmtilegt,“ segir Pétur
Magnússon um þátttöku sína í
norrænum frumkvöðlabúðum í
Finnlandi á vegum Erasmus+.
Hann var einn af fjórum nem-
endum í Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti sem voru valdir úr hópi
umsækjenda.
Verkefnið nefnist International
Nordic Entrepreneurship og er
samstarfsverkefni FB og Nýsköp-
unarmiðstöðvar Íslands í sam-
vinnu við starfsmenntaskóla í Nor-
egi, Danmörku og Finnlandi.
Hópurinn, fjórir nemendur
ásamt þremur kennurum úr skól-
anum, dvaldi í bænum Turku í
Finnlandi í tæpa viku. Fjórir nem-
endur komu frá hverju landi og
þeim var skipt niður í jafn marga
hópa sem unnu saman í frum-
kvöðlabúðunum, einn frá hverju
landi.
Stofnuðu fyrirtæki frá A til Ö
Ungmennin fengu það verkefni
að búa til fyrirtæki sem tengdist
endurvinnslu. Þau þurftu að stofna
fyrirtæki, búa til kostnaðaráætlun,
reikna launakostnað starfsmanna,
og margt fleira; í raun allt sem
tengist fyrirtækjarekstri. Öll þessi
vinna fór fram á sólarhring, þau
unnu frá kl. 10 á miðvikudegi og
fram til kl. 8 morguninn eftir. Þá
fengu þau tveggja tíma svefn áður
en þau kynntu hugmyndina að fyr-
irtækinu fyrir dómnefnd sem valdi
út besta nýsköpunarverkefnið.
„Það erfiðasta var að vera vak-
andi svona lengi. En það sem
maður lærði voru ákveðin vinnu-
brögð; ef maður gerir þetta ekki
sjálfur þá gerir þetta enginn ann-
ar, því enginn gerir hlutina fyrir
þig. Þú þarft alltaf að gera þá,“
segir Pétur og bætir við að það sé
mikilvægt í hópvinnu að vera op-
inn fyrir öllu og vera óhræddur að
koma með hugmyndir því engin er
léleg.
Krakkarnir töluðu saman á
ensku og segir Pétur það hafa
gengið frekar vel. Hann segir
tungumálið hafi ekki hamlað þeim
í samstarfinu. Þau hafi einstaka
sinnum gripið til dönskunnar í
spjalli við Danina, annars hafi
enskan verið ofan á.
„Ég hef mikinn áhuga á frum-
kvöðlavinnu og það hefur lengi
verið draumur að verða frum-
kvöðull,“ segir Pétur sem mælir
hiklaust með búðunum. Í ofanálag
þá hafi þau kynnst fullt af
skemmtilegum krökkum sem þau
eru í góðum samskiptum við.
Unnu sleitulaust í sólarhring
Tóku þátt í
frumkvöðlabúðum
í Finnlandi
Frumkvöðlar Íslendingarnir lituðust um í borginni Turku. Frá vinstri: Pétur Magnússon, Inga Dís Finnbjörnsdóttir,
Ágústa Unnur Gunnarsdóttir kennari, Gréta Jónsdóttir og Ísól Eir Svansdóttir, sem var í sigurliðinu.
Verkefnið, International Nordic
Entrepreneurship, er til tveggja
ára. Nýsköpunarmiðstöðvar allra
landanna fjögurra, Íslands, Dan-
merkur, Noregs og Finnlands,
vinna markvisst að því að tengja
atvinnulíf og skóla saman. Næstu
frumkvöðlabúðir verða haldnar í
Danmörku í haust og á næsta ári
verða þær í FB. Frumkvöðlabúð-
irnar verða í nánu samstarfi við
Fab Lab (Fabrication Laboratory)
sem er í Eddufelli við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti.
„Við stefnum að því að verða
leiðandi í frumkvöðlabúðum fyrir
framhaldsskólastigið og stefnum
að því að vera með fyrstu búð-
irnar næsta haust,“ segir Ágústa
Unnur Gunnarsdóttir, verkefna-
stjóri frumkvöðlabúðanna, og
leggur áherslu á mikilvægi sköp-
unar í skólum og tengsl við at-
vinnulífið.
Skólinn leiðandi í sköpun
FRUMKVÖÐLABÚÐIR Í FJÖLBRAUTASKÓLANUM Í BREIÐHOLTI 2016