Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 1
SUNNUDAGUR HERA HILMARSDÓTTIRHEIÐRUÐ Í BERLÍN LEIKSTÝRA FIFTYSHADES OF GREY AUKIN UMRÆÐAUM EINHVERFU RÍSANDI STJARNA 2 STELDU STÍLNUM 43 FJÖLSKYLDA 16 BORGARLEIÐSÖGNUM BIRMINGHAM 15. FEBRÚAR 2015 EFNAHAGS- OGVIÐSKIPTA-NEFND ALÞINGIS SKOÐARHVORT RÉTT SÉ AÐ BREYTALÖGUMTIL AÐVERNDANEYTENDUR FYRIR SMÁ-LÁNAFYRIRTÆKJUM 4 Herra hreinnÖRN KARLSSON ÞRÍFURVEGGJAKROT Í BORGINNIOG RANNSAKAR MANN-LEGT EÐLI Í LEIÐINNI 50 ÍSLAND HVÍLDAR-STAÐUR HELGI HRAF Ó* Þrengtað smá-lánum? L A U G A R D A G U R 1 4. F E B R Ú A R 2 0 1 5 Stofnað 1913  38. tölublað  103. árgangur  DANSANDI TEKNÓ- PRINSESSUR LÖGIN SEM ALLIR ELSKA SÖNGFUGLAR 10AF SÓNAR 49 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Dómur Hæstaréttar í Al Thani-mál- inu í fyrradag hefur ótvírætt fordæm- isgildi fyrir önnur hrunmál sem bíða meðferðar í Hæstarétti. Þetta er mat Jóns Þórs Ólasonar, lektors við lagadeild Háskóla Íslands, sem vísar til efnisatriða. „Það má ljóst vera að sérstakur saksóknari mun telja margt í þessum dómi að því er varðar markaðsmis- notkun vera fordæmisgefandi fyrir þau mál sem nú sæta ákærumeðferð eða eru til rannsóknar, en hvert mál hefur þó sín sérkenni,“ segir Jón og tekur fram að sakfellingin í Al Thani- málinu sé „að engu leyti trygging fyr- ir því að sakfellt verði í öðrum mál- um“. Arnar Þór Jónsson, lektor í lög- fræði við Háskólann í Reykjavík, seg- ir málið hafa verið „þolraun“ fyrir réttarkerfið. Lögmenn þurfi að horfa í eigin barm vegna framgöngu sinnar. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir embættið aðþrengt vegna fjárþarfar og manneklu en rannsóknum þess er nú að ljúka. Eva Joly, fyrrv. ráðgjafi sérstaks saksóknara, segir Ísland eina landið í heiminum þar sem bankamenn séu dregnir til ábyrgðar fyrir lögbrot. Ólafur Ólafsson, einn þeirra sem dæmdir voru, hyggst vísa málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hrunmálin í nýju ljósi  Lektor telur dóminn í Al Thani-málinu hafa fordæmisgildi fyrir önnur hrunmál  Framganga lögmanna gagnrýnd  Eva Joly segir dóminn hafa mikla þýðingu MAl Thani-málið »2, 12 og 14 Mörg stórmál eftir » Fjallað er um nokkur mál, sem dómurinn í Al Thani- málinu kann að hafa áhrif á, í Morgunblaðinu í dag. » Eitt þeirra varðar grun um allsherjar markaðsmisnotkun í Kaupþingi skömmu fyrir hrun og verður það tekið fyrir í vor. Þegar hótelin sem þegar hefur ver- ið veitt leyfi fyrir eru risin í Kvos- inni, munu að öllu óbreyttu ekki verða fleiri hótel á svæðinu. Um- hverfis- og skipulagsráð Reykja- víkur samþykkti tillögu þessa efnis nýverið og segir formaður ráðsins, Hjálmar Sveinsson, að hámark hótel- og gistirýmis á svæðinu hafi þar með verið takmarkað við 23% af fermetrafjölda húsa á svæðinu. Helga Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir eðlilegt að samtökin séu höfð með í ráðum við ákvarðanir sem þessar. Gerð var úttekt á því hversu stórt hlutfall húsa í Kvosinni er nýtt undir hótel- og gistirými og niðurstaðan var að það voru 15%. „Við létum líka skoða hversu mikið bætist við þegar búið er að byggja þau hótel sem heimildir hafa verið veittar fyrir og þá hækkar hlutfallið í 23%. Ákveðið var að láta þar við sitja,“ segir Hjálmar. Helga segir að tryggja þurfi fjöl- breytni í miðborginni. Mikilvægt sé að það sé gert í samráði við at- vinnulífið og íbúa á viðkomandi stöðum. annalilja@mbl.is »6 Ekki fleiri hótel reist í Kvosinni Morgunblaðið/Ómar Úr Kvosinni Borgaryfirvöld hyggj- ast ekki leyfa fleiri hótel þar.  Samþykkt í skipu- lagsráði borgarinnar Um 1.500 karlar, konur og börn dönsuðu af lífi og sál í Hörpu í gær í tilefni af átakinu Milljarður rís sem fór fram víða um heim. Mótmæltu þau þannig kynbundnu ofbeldi gegn konum og stúlkum, en markmið UN Women með átakinu er að benda á mikilvægi aukins kynjajafnréttis í heiminum. Dönsuðu gegn kynbundnu ofbeldi í Hörpu Morgunblaðið/Ómar  Efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis er að skoða hvort rétt sé að breyta lögum um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, þannig að Neytendastofa beri ábyrgð á eftirliti með framkvæmd laganna, til þess að auka neyt- endavernd einstaklinga, sem lenda í vanskilum við smá- lánafyrirtæki. Frosti Sigurjónsson, for- maður nefndarinnar, segir í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins að hann telji mikilvægt að Neytendastofa hafi eftirlit með samn- ingalögunum, vegna þess að það myndi auka mjög öryggi þeirra sem komast í vanskil við smá- lánafyrirtækin. Þeir hafi ekki burði til þess að ráða sér lögfræðing. „Ef eftirlitið með framkvæmd laganna væri í höndum Neytendastofu og á ábyrgð hennar, hvað varðar neytendaverndarákvæði lag- anna, þá myndi málsókn ekki kosta einstaklinginn neitt, heldur væri Neytendastofa skyldug til þess að reka málið fyrir viðkomandi ein- stakling,“ segir Frosti. agnes@mnl.is Skoða lagabreytingar vegna smálánanna Frosti Sigurjónsson Gerð kjarasamninga á Íslandi er „í hrópandi andstöðu“ við þá leið sem hefur verið farin á öðrum Norður- löndum, að því er fram kemur í skýrslu heildarsamtaka vinnumark- aðarins sem birt var í gær. Þar segir að á Norðurlöndum hafi áherslan legið á að viðhalda sam- keppnisstöðu landanna og stöðugu gengi gjaldmiðla. Þannig hafi út- flutningsiðnaðurinn jafnan verið leiðandi um launaþróunina. Í stað þess að þeir sem semji fyrstir beri skarðan hlut frá borði hafi fordæm- inu verið fylgt og aðrir samningar til lykta leiddir samkvæmt því. Þetta fyrirkomulag hafi í stórum dráttum staðist tímans tönn, jafnvel þótt gengi gjaldmiðla fljóti. Ekki dró til tíðinda á fyrsta sátta- fundi samninganefnda Starfsgreina- sambandsins og Samtaka atvinnu- lífsins hjá Ríkissáttasemjara í gær. Ákveðið hefur verið að boða til næsta fundar á fimmtudaginn, að sögn for- manns SGS. »20 Íslenska leiðin frábrugðin  Ný skýrsla birt um vinnumarkaðinn VR vill að gerður verði kjara- samningur til eins árs og að meðalhækkun launa á því tímabili verði 24 þúsund krón- ur, að því er fram kemur í kröfugerð félagsins sem af- hent var Samtökum atvinnu- lífsins í gær. »2 Til eins árs VR AFHENTI KRÖFUGERÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.