Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015 ✝ Sólveig Þor-leifsdóttir fædd- ist 29. ágúst 1915. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands á Selfossi 7. febrúar 2015. Foreldrar hennar voru Valgerður Gísladóttir, f. á Stóra-Hrauni 8. mars 1881, d. 5.8. 1946, og Þorleifur Halldórsson bóndi, f. 11. ágúst 1883 á Efri-Brunavöllum, d. 27. ágúst 1966. Systkini Sólveigar sem komust upp: Anna María f. 2.3. 1913 d. 1992, Haraldur, f. 6.7. 1914, d. 1975, Gísli, f. 11.11. 1918, d. 1976, Halldóra, f. 24.3. 1920, d. 1995, Sigurður, f. 28.10. 1921, d. 2000, Halldór, f. 26.12. 1922, d. 1982, Þorvaldur, f. 15.8. 1925, d. 21.8. 1955. Sólveig fæddist á Árhrauni á Skeiðum og ólst þar upp. Starfaði við ýmis störf í Reykjavík eft- ir að hún flutti að heiman 1946, en fluttist svo að Sel- fossi til föður síns árið 1948 og hélt þar heimili með honum og Sigurði bróður sínum á Austurvegi 50 á Selfossi. Hún vann við ræstingar hjá lögreglunni og sýslumann- inum á Selfossi um margra ára bil. Hún var ógift og barnlaus. Útför hennar fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, 14. febrúar 2015, kl. 14. Við fjölskyldan á Lágenginu viljum skrifa nokkur orð um Sollu frænku okkar sem fylgt hefur okkur alla tíð. Faðir minn og afi okkar, Þor- valdur, dó langt fyrir aldur fram frá fjölskyldu sinni. Tók Solla það afar nærri sér og sinnti hlutverki sínu sem föðursystir vel og okkur„barnabörnunum“ einnig. Frændrækni Sollu gaf henni sterkt samband við okkur og marga aðra. Það gerði hún með því að spyrja um frændfólk- ið og fylgjast með. Þar sem Solla fæddist snemma á síðustu öld má segja að hún hafi lifað tímana tvenna. Hún var mjög sjálfstæð kona alla sína tíð, með stálminni og með eindæmum nægjusöm og nýtin á ýmsa hluti. Að keyra með henni um Skeiðin var eins og að hafa góða handbók sér við hlið, fulla af fróðleik um bæina, kennileiti, örnefni og sögur um lífið í Árhrauni og hvernig var að búa við „hana Hvítá“ og ferjustaðinn þar við. Sveitin og landbúnaður var henni kær og hafði hún gaman af því að heyra sögur frá Miðfelli um hrossa- og fjárbúskapinn. Hún hafði þó sér- staklega mikinn áhuga á fjárbú- skapnum og fannst mikilvægt að Árhraunsfjármarkið væri notað í Miðfelli. Solla var víðlesin og las mikið meðan sjónin leyfði. Hún hafði gaman af íslenskum bókmennt- um og kvæðum sem hún gat sagt frá og þulið upp án nokk- urra hnökra. Hún deildi þeirri ástríðu með okkur fjölskyldunni og valdi eingöngu bækur eftir sérvalda höfunda, enda hafði hún góðan smekk. Elsku Solla, við erum afar þakklát fyrir að hafa haft þig í lífi okkar og söknum þín, en vit- um með vissu að þér líður vel og þú ert búin að hitta fólk sem þér er svo kært. Margar stundir og þar á meðal jólin verða tómleg án þín. Í lokin fylgir brot úr ljóði sem við vitum að er eftir ljóð- skáld sem þú hafðir mætur á. Ef kynngi fylgdi kveðju á kærum bernskuslóðum, þá yrði möl að akri, en úfið hraun að ljóðum. Í morgun, þegar mistur var mærum geislum rofið, kom hugur minn úr hringferð og hafði hvergi sofið. Hann leið um bjartar leiðir á leið til bernskudaga. – Þeir urðu eftir „heima“, og út frá því varð saga. (Jakobína Johnson.) Þorvaldur Þorvaldsson, Erlín Kristín Karlsdóttir, Arnheiður S. Þorvaldsdóttir, Karl Þór Þorvaldsson og Katrín Þorvaldsdóttir. Minningar mínar um Sollu frænku, eins og við kölluðum hana, ná eins langt aftur og barnsminnið leyfir og tengjast Austurvegi 50 á Selfossi en þar var afi með lítilsháttar búskap, kindur, kýr og nokkur hænsni. Að fara í heimsókn til afa og Sollu frænku var upplifun fyrir ungan dreng. Alltaf líf og fjör á Selfossi og Solla frænka um- hyggjusöm og blíð. Solla ól upp systurson sinn og bróður minn, Ólaf H. Gunnars- son, f. 1943, sem bjó á Selfossi þar til hann flutti til Reykjavík- ur um tvítugt til myndlistar- náms. Hann lést árið 1992. Hún hafði mikinn áhuga á systkinabörnum sínum rétt eins og hún væri móðir okkar. Við vorum alls níu systkinabörnin og Solla fylgdist vel með okkur unglingsárin og áfram allt fram til síðasta dags. Hún var skarp- greind, svo notað sé orðtak sem hún notaði um aðra samferða- menn sína. Hún var með ólík- indum minnug, fékk stóran minniskvóta í upphafi og hélt honum vel. Þekking var hennar styrkur en hún fékk ekki tækifæri til að menntast eins og gáfur hennar leyfðu. Þekking hennar á sam- ferðafólki og þjóð var mikil, sér- staklega frá þeim tíma þegar fólk lifði á landsins gæðum. Hún kunni vel sögu byggðar á land- inu og eins hvenær einstakar jarðir fóru í eyði. Á ferðalögum um landið fór Solla létt með að nefna sögu jarða og eyðibýla, hvort sem það var í Skaftafellssýslum, utan- verðum Eyjafirði eða sveitum Vestfjarða. Þegar ég sagði Sollu frá því að einn bróðir konu minnar ætti konu frá Grenivík fékk ég að minnsta kosti hálftíma óund- irbúinn fyrirlestur um byggð norðan Grenivíkur og í Fjörð- um. Taldi alla bæina upp og hvernig var að búa þar og loks um endalok byggðar. Yfir Sollu hvíldi alltaf ró. Hún var samt ötul og rösk til allra verka. Hún var alla tíð líkam- lega sterk, og hún fór fótgang- andi út í næstu búð til að kaupa inn eftir þörfum. Síðustu árin dapraðist sjónin og endaði með því að hún hætti að geta lesið blöð og bækur. Það fannst henni mikill missir eðlilega, en hún kvartaði annars aldrei yfir neinu, það var ekki hennar stíll. Annar eiginleiki Sollu var hversu umtalsgóð hún var um alla. „Stórgáfaður, bráð skarpur, vel gefinn, fríður, glæsimenni“ o.s.frv. Ef hún varð vör við nei- kvætt umtal, setti hana hljóða og það var ekki henni að skapi að vera með í slíkri umræðu. Hún var ljóðaunnandi og uppáhaldsskáld hennar var Ein- ar Benediktsson. Hún gaf mörgu frændfólki sínu ævisögu hans og svo spurði hún út úr hvort við hefðum lesið og tekið eftir. Það mátti ég reyna. Hún var félagslynd og tók virkan þátt í félagi eldri borgara á Sel- fossi svo sem með ferðalögum áður fyrr og lengst af spilaði hún vikulega með félagsmönn- um. Solla varð langelst sinna systkina og hefði orðið eitt hundrað ára á þessu ári. Hún naut lífsins á sinn friðsæla og kyrrláta hátt í sátt við alla. Líf Sollu frænku og lífsvið- horf hennar eru okkur sem henni hafa kynnst fyrirmynd sem styrkja okkur hvort sem við höfuð leitt hugann að því eða ekki. Með henni er horfin merk kona og eftirminnileg. Valgeir Kristinsson. Okkur fjölskylduna langar til að minnast hennar „Sollu frænku“. Það verður skrítið að geta ekki heyrt í eða hitt hana Sollu, hún hringdi reglulega í okkur og við í hana, við spjölluðum, hún spurði frétta og við spurðum frétta. Hún gekk til okkar í Stekkholtið reglulega, stundum oft í viku yfir sumartímann, og einnig á veturna, þegar engin hálka var. Margt var spjallað, þó aðallega um fólk sem hún hafði kynnst og staði sem hún hafði komið á um ævina, og þeir voru ófáir, þessi 99 ár sem hún lifði. Það var með eindæmum hvað hún var fróð um fólk, hverra manna það var, hvaðan það kom og hvert það fór. Sem dæmi, ef hún þekkti ekki einhvern sem hún hitti í afmæli hjá okkur, og var undir fertugu, átti hún það til að spyrja hverra manna við- komandi væri. Þá var líklegt að hún þekkti foreldrana, ef ekki, þá var nokkuð víst að hún þekkti ömmur eða afa, nú ef hún kannaðist ekki við ömmu og afa þá var nokkuð öruggt, að hún þekkti langömmu og langafa og sérstaklega ef hún vissi frá hvaða sveitabæjum þau voru, þá gat hún nánast rakið ættir við- komandi aftur í landnám. Solla var nefnilega ein best lesna kona sem við þekktum, og þótt víðar væri leitað, hún var því- líkur fróðleiksbrunnur að það var með ólíkindum. Við erum viss um að við gætum ekki flett upp á netinu sumu af því sem hún sagði okkur, eins og flóðum í Hvítá, Suðurlandsskjálftum, Spænsku veikinni o.fl. Það var gaman að fylgjast með Sollu þegar við áttum von á henni í heimsókn til okkar í Stekkholtið, hún átti það til að hringja á undan sér, til að at- huga hvort einhver væri heima og til að láta vita að hún væri á ferðinni, og þegar símtalinu lauk liðu ekki nema nokkrar mínútur þangað til hún var mætt á tröppurnar. Við spurðum hvort annað stundum: hvaðan kemur þessi orka og hraði eiginlega, konan, komin langleiðina á tí- ræðisaldurinn, orðin sjóndöpur, hún sá móta fyrir gangstéttar- brúnum og köntum, sagðist hafa göngubirtu, gekk með hvítan staf, var mætt á tröppurnar, blés ekki úr nös og sagði: „Er nokkur lifandi maður heima“ eða „látið ykkur ekki bregða, þetta er bara ég“ og við rétt náðum að hella upp á kaffi á meðan hún skaust til okkar, ótrúlegt! Sollu þótti mjög vænt um fjöl- skylduna, fannst gaman að hitta okkur og aðra meðlimi stórfjöl- skyldunnar. Okkur þykir vænt um að hún gaf öllum í fjölskyld- unni sálmabækur í fermingar- gjöf, og þá síðustu gaf hún Kristbjörgu Lilju, nýjustu frænku sinni, sem hún kallaði stundum „ljósgjafa“, í skírnar- gjöf, en á milli Sollu og Krist- bjargar Lilju voru rétt tæp 99 ár. Það eru ófáar stundirnar, greiðarnir og hjálpin, sem við höfum fengið að gjöf frá Sollu frænku, og erum við fjölskyldan innilega þakklát fyrir það. Sollu þótti vænt um gömlu skáldin, þetta er eftir Einar Ben.: Dýrmæt eru lýðsins ljóð, landsins von þau styrkja. Alltaf græðir þessi þjóð, þegar skáldin yrkja. (Einar Benediktsson) Með saknaðarkveðju frá fjöl- skyldunni Stekkholti 32, Magnús Gísli Sveinsson. Sólveig Þorleifsdóttir, eða Solla frænka eins og hún er jafnan nefnd innan fjölskyldunn- ar, fæddist á Árhrauni á Skeið- um á bökkum Hvítár. Jörðin er landrýr og var Solla ein átta systkina sem þar ólust upp við frekar fátæklegar aðstæður á nútíma mælikvarða. Valgerður, móðir Sollu, var heilsuveil og kom það einkum í hlut Sollu að aðstoða með yngri systkinin. Hún hjálpaði þeim meðal annars með lestur og skrift og saumaði á þau föt, auk annarra starfa sem féllu til við búskapinn. Þar kom að fjölskyldan brá búi og flutti á mölina 1946. Reistu þau sér húsið að Aust- urvegi 50 á Selfossi og eftir að móðir Sollu féll frá hélt hún þar heimili fyrir föður sinn, bróður og systurson um margra ára skeið. Auk þess vann hún hjá lögreglu og sýslumanni við skúr- ingar. Var hún mikils metin á þessum stöðum. Á næstu árum og áratugum horfði Solla á eftir föður sínum og systkinum einu af öðru yfir móðuna miklu, sum langt um aldur fram, þar til hún var ein eftir af fjölskyldunni frá Árhrauni. Nefndi hún það stundum í seinni tíð að stór hluti ævinnar hefði farið í að hjúkra sjúkum og víst er að ekki lá hún á liði sínu í þeim efnum. Solla var einstök kona. Auk þess að vera vinnuforkur hin mesti gaf hún sér tíma til ým- issa hugðarefna. Aðaláhugamál hennar var bóklestur og ýmiss konar þjóðlegur fróðleikur. Allt- af þótti henni jafngaman að sjá vel innbundnar bækur með fal- legan kjöl í traustum bókaskáp. Solla hefði verið gott efni í fræðimann ef hún hefði gengið menntaveginn. Hún var stál- minnug og var enginn henni fremri í að muna ártöl, stað- arheiti og mannanöfn og í raun- inni synd að yfirgripsmikil þekking hennar í ýmsum efnum skuli ekki hafa verið færð til bókar. Solla giftist aldrei eða eignaðist börn en var frændræk- in og hélt góðum samskiptum við systkinabörn sín og þeirra afkomendur. Hún hafði þann sið að gefa öllum nýfæddum börn- um í fjölskyldunni áritaða sálmabók, og var sú síðasta af- hent skömmu fyrir andlát henn- ar. Að hlusta á Sollu komast á flug og segja frá gat verið upp- lifun. Hún talaði hátt og skýrt á kjarnmiklu máli sem var laust við klisjur og tískuorð. Ýmis ummæli hennar um menn og málefni hafa orðið fleyg innan fjölskyldunnar, en aldrei sagði hún samt neitt sem særði nokk- urn mann. Solla var heilsuhraust alla tíð, en þegar ellin gerði vart við sig fór sjónin að daprast. Svo fór að hún hætti að geta lesið sér til gagns og var það mikill missir fyrir bókhneigða manneskjuna. Hún lét þetta samt ekki hafa of mikil áhrif á daglegt líf sitt. Ekki tók hún í mál að fara á dvalarheimili fyrir aldraða. Hún sagði að gamla fólkið hefði meiri þörf fyrir plássin en hún (komin á tíræðisaldur sjálf) og svo hefði hún ennþá svo sterka fætur. Svo fór þó að lokum að Solla frænka varð að láta undan fyrir ellinni og lést hún sl. laugardag á sínu hundraðasta aldursári. Ævi þessarar góðu konu einkenndist af hjálpsemi, nægjusemi og jafn- aðargeði yfir hverju því sem á bjátaði. Blessuð sé minning Sólveigar Þorleifsdóttur. Helgi og Þórey. Sólveig Þorleifsdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær eiginmaður, faðir, afi og langafi, VIGGÓ PÁLSSON, fyrrverandi yfirverkstjóri, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 16. janúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Anna Elsa Jónsdóttir, Páll Viggósson, Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir og Jón Garðar Davíðsson. Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, PETREU KRISTÍNAR LÍNDAL KARLSDÓTTUR, Suðurgötu 43, Akranesi. . Emilía Líndal Gísladóttir, Kristrún Líndal Gísladóttir, Þjóðbjörn Hannesson, Lilja Líndal Gísladóttir, Hjörtur Márus Sveinsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, JÓNS ÞÓRS JÓNSSONAR, Álfhólsvegi 32. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landspítalans og Karitasar hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu. . Guðmundur Ingi Guðnason, Þórir E. Jónsson, Marianne B. Jonsson, Hörður Jónsson Oddfríðarson, Guðrún B. Birgisdóttir, Margrét Ásta Jónsdóttir, Sigurður F. Kristjánsson, Jón Benjamín Jónsson, Andrea Þ. Guðnadóttir, barnabörn og systkini hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, INGA KRISTINSSONAR, fyrrverandi skólastjóra. Starfsfólki deildar V4 á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þökkum við fyrir alúðlega umönnun. . Hildur Þórisdóttir, Þórir Ingason, Þorbjörg Karlsdóttir, Kristinn Ingason, Bergdís H. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANNA JÓNSDÓTTIR, Furugrund 58, Kópavogi, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, . Heiðar, Halldóra og Emil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.