Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015 Gaman að renna Börnin í leikskólanum Vinagarði við Laugardalinn nýttu vel fyrstu geisla morgunsólarinnar til að renna sér af kappi. Fátt er skemmtilegra en hressileg salíbuna í góðu veðri. Golli Ekki gat mig órað fyrir því að skipan mín sem varamanns í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar myndi valda slíku upp- námi á vinstrivæng stjórnmálanna, að kalla þyrfti til, bæði NATO og varnarliðið, í gervi ráðherra Fram- sóknarflokksins og að auki samanlagða heri „fjölmiðla- barnanna, með öll hugsanleg árás- arvopn á lofti, til þess eins að ganga fullkomlega frá ódáminum Gústafi Níelssyni, sem hafði vogað sér að tjá skoðanir, sem hinni pólitísku rétt- hugsun í landinu er vanþóknanleg. Aðdragandi þessarar skipunar var sá að oddviti Framsóknarflokks og flugvallarvina, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem var sig- urvegarinn í síðustu borgarstjórn- arkosningum, leitaði til mín 11. des- ember 2014 og falaðist eftir því að ég tæki varamannssæti flokksins í svokölluðu mannréttindaráði, sem rekið er á vegum borgarinnar. Tók ég því ekki illa og aðspurð sagðist hún hafa fylgst með skrifum mínum um þjóðmál og þótt þau málefnaleg og tiltók sérstaklega ritdeilu mína á síðum Morgunblaðsins við leiðtoga Félags múslima á Íslandi, en ég hafði ritað félaginu opið bréf sem birtist í blaðinu 18. nóvember sl. Í bréfinu lagði ég fram nokkrar mál- efnalegar spurningar sem ekki hef- ur ennþá verið svarað nema með skömmum og skætingi. Auk þess hafði ég áður átt málefnalega sam- ræðu á sama vettvangi við Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúa Pí- rata, um lögmæti lóðarúthlutunar borgarinnar til múslimafélagsins. Í þeirri rökræðu reytti ég svolítið af honum spjarirnar, en hlífði honum þó við algerri nekt. Vorum við Sveinbjörg Birna samdóma um það að skipunin gæti framkallað einhver viðbrögð, enda ég flokksbundinn sjálf- stæðismaður, þótt flug- vallarvinur væri, en enginn bjóst við full- komnu taugaáfalli vinstrimanna allra flokka, sem varð raun- in. Þótti mér sem póli- tískt mikilvægi mitt væri gróflega ofmetið, en fannst þó sem ég væri öðrum þræði í stöðu hinna snjöllu stjarnfræðinga síðmið- aldanna Kópernikusar og Galíleós Galílei, sem fordæmdir voru fyrir það eitt, að hafa rétt fyrir sér um gang himintungla, af rétttrúnaðar- liði þess tíma. Aðfaranótt 21. janúar virðist hafa verið mörgum fram- sóknarmanninum andvökunótt, en kvöldinu áður hafði borgarstjórn Reykjavíkur skipað mig sem vara- mann flokksins í títtnefnt mannrétt- indaráð með tíu atkvæðum, en fimm sátu hjá. Nú voru góð ráð dýr. Strax í bítið næsta dag var oddviti Fram- sóknarflokksins tekinn á hrað- námskeið í pólitískri rétthugsun hjá ekki færri en þremur ráðherrum flokksins, þeirra á meðal sjálfum forsætisráðherranum, og gert ljóst að maður af þessu sauðahúsi, með skoðanir sem væru bæði geislavirk- ar og holdsveikar, gæti ekki undir nokkrum kringumstæðum gegnt svona mikilvægu trúnaðarstarfi. Enginn þeirra hafði þó haft fyrir því að kynna sér skrif þessa manns eða orðræðu og rök. Sleggjudómar ráð- herranna voru svo skelfilegir að ég leyfi mér að efast um dómgreind þeirra, auk þess sem ég undraðist að ráðherrar væru að gera sig breiða, með þessum hætti, gagnvart sigurvegara í Reykjavíkurkjör- dæmi, enda blasir við að háttsemi af þessu tagi kálar öllum trúverð- ugleika borgarfulltrúa flokksins í kjördæminu, sem hafa þó ekki verið fleiri í marga áratugi. Flokksfor- ustan skaut sig eftirminnilega í fót- inn í málinu og er ekki búin að bíta úr nálinni með það. Undir svona þrýstingi er ekki óeðlilegt að taugar bestu kvenna bresti, þótt kjarna- konur séu, en sýnir auðvitað fyr- irlitningu flokksforustunnar gagn- vart pólitískum brautryðjendum flokksins í Reykjavík. Engin önnur ályktun verður dregin af þessari uppákomu en sú að pólitíska ástand- ið sé ekki burðugt í Framsókn- arflokknum. Ég spái því að flokk- urinn fái engan borgarfulltrúa í kosningunum 2018. Að morgni 21. janúar var sem flóðgáttir galdrafárs hefðu opnast. Hinn nýkjörni varamaður vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið, slíkur var hamagangurinn. Aðalálitsgjaf- inn var búinn að finna það út að ódámurinn væri hommahatari og dró fram því til staðfestingar tíu ára gamla blaðagrein úr Mogga, þar sem hann hafði brugðist til varna fyrir þjóðkirkjuna, þegar henni var gert af stjórnmálamönnum að gefa saman samkynhneigt fólk, sem væru þau karl og kona, þótt það væri auðvitað tiltekinn guð- fræðilegur ómöguleiki. Kirkjan var kúguð til þess, þótt fyrir lægi að hið veraldlega samfélag hefði ráð til þess að fullgera löggerninginn hjónaband á milli tveggja ein- staklinga af sama kyni. Og fjöl- miðlabörnin, sem virðast valsa ein og eftirlitslaus um fjölmiðlana, voru klár á því eftir að aðal hafði slegið tóninn, að ódámurinn væri oní kaup- ið múslimahatari, útlendingahatari og alræmdur fordómapúki úr Sjálf- stæðisflokknum, eins og leiðarahöf- undur Fréttablaðsins komst svo hnyttilega að orði, eða rasisti, sem er orðið almennt skammaryrði í garð þeirra sem ekki þýðast rétt- trúnaðinn. Tilgangurinn helgaði meðalið, skotleyfið almennt og öll vopn leyfileg. Þegar búið var að hræða líftóruna úr borgarfulltrúum Framsókn- arflokksins á hraðnámskeiðinu góða var umsvifalaust gefin út opinber yf- irlýsing um að skipan mín í vara- mannssætið í mannréttindaráðinu hefði verið mistök og ekki í sam- ræmi við stefnu flokksins. Þessi mis- tök yrðu leiðrétt við fyrsta tækifæri. Aðra eins leikni í sjálfsgagnrýni hef ég ekki séð síðan Kommúnistaflokk- ur Íslands var og hét. Til þess að gera langa sögu stutta má segja að næstu tvær vikurnar hafi fjölmiðl- arnir hamast við það að tala um mig, frekar en við mig. Og einna fyndn- ast þótti fjölmiðlabörnunum að ég bæri millinafnið Adolf og byggi við Kristnibraut. Enginn hafði áhuga á skoðunum eða rökum, aðeins því að taka þátt í útskúfun sjónarmiða, bannfæringu skoðana og brenni- merkingu mannsins með vondu skoðanirnar. Tjáningarfrelsið tapaði stuttri orrustu, en stríðið er ekki til lykta leitt. Kostulegast var, þegar hið hlutlausa Ríkisútvarp dró vel- ferðarráðherra Framsóknarflokks- ins, Eygló Harðardóttur, í kvöld- fréttatímann þar sem hún fékk óáreitt að ausa sér yfir ódáminn með vondu skoðanirnar, en enginn hafði fyrir því að kalla á hann til andsvara. Átakanlegast þótti mér að horfa á úrvinda ráðherrann með baugana undir augunum eftir þraut- ir andvökunnar ræða málin með hleypidómana eina til halds og trausts. Þetta er auðvitað skýlaust brot á lögum um starfshætti RÚV, en enginn hefur áhyggjur af slíkum smámunum lengur, þegar koma þarf höggi á menn og málefni í nafni hinnar pólitísku rétthugsunar. DV má þó segja til hróss að það leitaði eftir viðtali við ódáminn um efnið og annað sem blaðamanni þótti áhuga- vert. Sú háttsemi þótti þó slíkur fingurbrjótur að fjölmiðlaspekingur taldi það til marks um breytingu á ritstjórnarstefnu blaðsins, þótt að- spurður gæti hann í engu svarað í hverju breytingin væri fólgin. Áhrifaríkt og reyndar spreng- hlægilegt var að horfa á útsendingu frá fundi borgarstjórnar að kvöldi 3. febrúar sl. þar sem nýr varamaður var skipaður í mannréttindaráðið og mistökin reiðrétt. Var engu líkara en að fulltrúar meirihlutans hefðu orðið fyrir meiriháttar taugaáfalli. S. Björn Blöndal, sem mér finnst bera af öðrum borgarfulltrúum í fí- gúruhætti og yfirlæti, skellti í góm og smjattaði á rödd haturs og for- dóma og Sóley Tómasdóttir virtist ekki hafa orðið fyrir annarri eins áfallastreituröskun síðan hún ól sveinbarn um árið og frægt varð í fjölmiðlum. Mátti ég sæta þeirri sér- kennilegu háttvísi borgarfulltrú- anna að una árásum á vettvangi, þar sem ég gat á engan hátt varið mig, í nærri hálfa aðra klukkustund. En hvaða lærdóm má draga af þessari sérkennilegu uppákomu? Þann mikilvægasta tel ég vera að fjölmiðlar og stjórnmálamenn hika ekki við að reyna að þagga niður í röddum er tjá skoðanir sem eru ekki í samræmi við ríkjandi sjónarmið tíðarandans. Aðferðirnar geta verið af margvíslegu tagi. Sú áhrifarík- asta er að bola mönnum úr starfi sínu. Það tókst með Snorra Ósk- arsson, kennara á Akureyri. Enginn skólastjóri myndi þora að ráða hann til starfa af ótta við pólitíska rétt- hugsunarliðið. Hann má nú una því að þiggja atvinnuleysisbætur. Von- andi mun hann sigra í dómsmáli sem nú er rekið vegna rangindanna sem hann var beittur og ég þakka al- mættinu fyrir að eiga lífsbjörgina ekki undir öðrum en sjálfum mér. Þessi atburðarás mun væntanlega vekja áhuga lögfræðinga og annarra fræðimanna sem láta sig varða jafn- sjálfsögð mannréttindi og tjáningar- og skoðanafrelsið. Eftir Gústaf Níelsson » Vorum við Svein- björg Birna sam- dóma um það að skip- unin gæti framkallað einhver viðbrögð, enda ég flokksbundinn sjálf- stæðismaður. Gústaf Níelsson Höfundur er sagnfræðingur. Brennimerktur, bannfærður og útskúfaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.