Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015 Söfn • Setur • Sýningar Laugardagur 14. febrúar kl. 15: Opnun sýningarinnar Á veglausu hafi í Bogasal Sunnudagur 15. febrúar: Tveir fyrir einn Þriðjudagur 17. febrúar kl. 12: Fyrirlestur Kristins E. Hrafnssonar myndlistarmanns Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Á veglausu hafi í Bogasal Hvar, hver, hvað? í Myndasal Húsin í bænum á Veggnum Nála á Torginu Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið frá 11-17 alla daga nema mánudaga. Listasafn Reykjanesbæjar • Til sjávar og sveita, Gunnlaugur Scheving • Sjálfsagðir hlutir, hönnunarsaga. • 15/15 – Konur og myndlist, úr safneigninni. 24. janúar – 8. mars Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Listasafn Erlings Jónssonar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Verið velkomin ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ÍSLANDS Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. KONUR STÍGA FRAM - SVIPMYNDIR 30 KVENNA Í ÍSLENSKRI MYNDLIST 13.2.-10.5.2015. Sunnudagsleiðsögn kl.14 í fylgd Halldórs Björns Runólfssonar safnstjóra A KASSEN CARNEGIE ART AWARD 2014 13.2. - 10.5. 2015 PALLBORÐSUMRÆÐUR UM FALSANIR OG FRUMVERK laugardag kl. 15-16:30 Þátttakendur: A KASSEN - Christian Bretton-Meyer, Morten Steen Hebsgaard, Sören Petersen, Tommy Petersen. Jonatan Habib Engquist singarstóri og Halldór Björn Runólfsson safnstjóri SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur. KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar, IN THE CRACK OF THE LAND - Una Lorenzen LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is LISTAMAÐUR Á SÖGUSLÓÐUM Johannes Larsen á ferð um Ísland 1927 og 1930. 31.1–22.3.2015. SÝN Á SÖGUSTAÐI - sunnudag kl. 15. Einar falur Ingólfsson flytur fyrirlestur Opið laugardaga og sunnudag kl. 14-17. Kaffistofan opin á sama tíma. SUMARTÓNLEIKAR 2015. Tónlistarfólk! Umsóknir berist fyrir 17. febr. 2015 SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Í BIRTU DAGANNA Málverk og teikningar Ásgríms Jónssonar, 1.2.-15.9. 2015 Opið sunnudaga kl. 14-17. Framköllun Hekla Dögg Jónsdóttir Fjölskylduleiðsögn Sunnudag 15. kl. 14 Síðasta sýningarhelgi Neisti Hanna Davíðsson Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Leiðsögn sun. kl. 14 Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar. Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÓKEYPIS AÐGANGUR HÁDEGISTÓNLEIKAR Í NORÐURLJÓSUM, HÖRPU ÞRIÐJUDAGINN 17. FEBRÚAR KL.12:15 KOLBEINN JÓN KETILSSON TENÓR ANTONÍA HEVESI píanó WAGNER - WEBER - TOSTI Í FJARLÆGÐ TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is K eppnin sem allir elska að hata og hata að elska, Eurovision, verður haldin í Austurríki í maí og eðlilega sendum við söngelskir Íslendingarnir okkar full- trúa út, eins og við höfum átt vanda til síðan 1986 (sjá kersknislega tilvísun í fyrirsögn). Í gegnum tíðina hef ég skrifað nokkra tugi metra af hugleið- ingum um þessa keppni og aldrei leiðst atið. Það er einhver galdur í þessari uppákomu, einhver fölskva- laus gleði yfir þeirri ánægju sem hafa má af popptónlist með stóru P-i sem dregur okkur að skjánum trekk í trekk. Það er líka sameiningarafl falið í keppninni, þetta er eini tíminn á árinu þar sem allir og amma þín líka hafa skoðun á tónlist. Greinarhöf- undur er þar síst undanskilinn og hér fara pælingar um lögin sjö sem keppa til úrslita í kvöld. Þetta er athyglis- verður samtíningur í ár, mörg lögin eru lítt Eurovisionleg en öll hafa þau eitthvað við sig enda eru þetta jú þau lög sem komust að endingu í gegnum nálaraugað. Fly (Fyrir alla) Lag: Daníel Óliver Sveinsson og Jimmy Åkerfors Texti: Daníel Óliver Sveinsson og Einar Ágúst Víðisson Flytjandi: CADEM (Caroline Waldem- arsson, Daníel Óliver, Emelie Schytz) Hér er keyrt á evrópska ruslpoppið af fítonskrafti og engin grið gefin. Sænski skólinn var það heillin enda höfundur með margvísleg tengsl inn í þann bransa. Áherslan er á taktvissa framvindu og svitastokkin klúbba- stemningin er tilfinnanleg. Haganlega samsett og allt það og vel hægt að hrista skanka og dilla bossa við en um leið er það fulllínulegt og tilþrifalítið og sker sig þannig lítt frá þeim þús- undum laga sem koma úr sama ranni. Feathers (Fjaðrir) Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir og Guðfinnur Sveinsson Flytjandi: SUNDAY (Hildur Kristín Stefánsdóttir, Guðfinnur Sveinsson, Vign- ir Rafn Hilmarsson og Helga Kristín Ingólfsdóttir) Þetta er án efa „svalasta“ lag keppninnar, einkar módernískt mætti segja og lítt Eurovisionlegt þannig séð (þó að skilgreiningin „Eurovisionlegt“ sé í raun orðin dauð og ómerk í dag). Lagið streymir þunglamalega áfram og hvassir tölvutaktar gára undir seiðandi söng Hildar Kristínar Stef- ánsdóttur. Draumkennt, órætt flæði einkennir það en hins vegar vantar óþægilega upp á lagasmíðina sem slíka, þetta er eiginlega meiri stemma heldur en lag. Og ekkert að því, en að ósekju hefði mátt krydda þetta að- eins til. Piltur og stúlka Lag og texti: Björn Þór Sigbjörnsson, Tómas Hermannsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson Flytjendur: Björn og félagar (Björn Jörundur Friðbjörnsson, Unnur Birna Björnsdóttir, Hafrún Kolbeinsdóttir og Pétur Örn Guðmundsson) Þetta lag er meistarasnilld, svo ég noti nýlegt orðfæri. Hér er ansi mörgu troðið í einn þriggja mínútna „Þú gætir jafnvel unnið Eurovision …“  Úrslitin í Söngvakeppni Ríkissjónvarpsins ráðast í kvöld  Rýnt af alefli sem alúð í lögin sjö sem keppa í Háskólabíói Morgunblaðið/Eggert 900-9901 Daníel Óliver, Emelie og Caroline í hópnum CADEM flytja Fly. 900-9902 Hildur Kristín í SUNDAY er svöl í flutningi sínum á Feathers. 900-9903 Björn Jörundur og félagar flytja lagið Piltur og stúlka. Söngvakeppnin 2015 Samkvæmt breyttum reglum Söngvakeppninnar ber flytjendum í kvöld að syngja á því tungumáli sem ætlunin er að syngja á í Euro- vision-keppninni í Vín í Austurríki í maí nk., bæði í upphafi kvölds og í einvíginu milli tveggja efstu lag- anna. Fimm höfundar hafa ákveðið að flytja lög sín á ensku, eins og sjá má í umfjöllun hér til hliðar. Fimm manna dómnefnd hefur það hlutverk að meta lögin og flutning þeirra í úrslitum. Sam- kvæmt ofangreindum reglum hefur í fyrsta sinn í ár verið gefið upp hverjir sitja í dómnefnd. Þetta eru þau Einar Bárðarson, sem er for- maður nefndarinnar, Sigríður Thorlacius, Stefán Hilmarsson, Jó- hanna Guðrún Jónsdóttir og Valdi- mar Guðmundsson. Vægi dómnefndar er 50% á móti 50% vægi símakosningar almenn- ings, en þegar samanlögð heildar- niðurstaða dómnefndar og síma- kosningar liggur fyrir kemur í ljós hvaða lög skipa tvö efstu sætin. Lögin tvö verða flutt aftur og kosið verður á milli þeirra í hreinni síma- kosningu. Einar leiðir dómnefndina Einar Bárðarson Sigríður Thorlacius

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.