Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015 Páskar á Tenerife 24. mars - 7. apríl Verð frá 159.900 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna í stúdíó á Columbus í 14 nætur Verð á mann m.v 2+2 í íbúð á Cristian Sur 154.900 kr. VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444Flogið með Icelandair Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð ganga samkvæmt áætlun, en um 70 tæknimenn og leikarar vinna við verkið á Siglufirði þessa dagana. Sigurjón Kjartansson er einn handritshöfunda og maðurinn með yfirsýnina á vettvangi (e. show- runner). „Veðrið er eins vont og við viljum hafa það,“ segir hann, en tökur hófust á Siglufirði 26. janúar og gert er ráð fyrir að þeim ljúki þar í lok mars. Útitökur verða jafnframt á Seyðisfirði en tökur innanhúss fara að mestu fram í Reykjavík. Fyrr í vikunni var líf og fjör í gamla kirkjugarðinum, þegar tökur fóru þar fram, og í fyrradag bjuggu menn til lítið snjóflóð á skíðasvæðinu á Siglu- firði í 15 stiga frosti. Í gær voru síðan tökur úti um allan bæ. „Það varð eng- um meint af snjóflóðinu,“ áréttar Sig- urjón og bætir við að unnið sé í 10 til 12 tíma á dag. Gerðir verða tíu tæp- lega klukkustundarlangir þættir og er stefnt að sýningum á RÚV eftir tæpt ár. steinthor@mbl.is Líf í gamla kirkjugarði Siglfirðinga Morgunblaðið/Sigurður Ægisson  Tökur á sjón- varpsþáttaröðinni Ófærð ganga sam- kvæmt áætlun Ómar Friðriksson omfr@mbl.is VR vill að gerður verði kjarasamn- ingur til eins árs, meðalhækkun launa á því tímabili verði 24 þúsund kr. og lágmarkslaun hækki í 254 þús- und kr. Þetta kemur fram í kröfu- gerð félagsins sem afhent var Sam- tökum atvinnulífsins í gær. Að mati félagsins á kostnaðarauki atvinnulífsins vegna launakrafna VR að vera 6,9 milljarðar kr. eða sem samsvarar 5,35% hækkun. Ein af meginkröfum félagsins er um launaleiðréttingu til handa fé- lagsmönnum í VR vegna hækkana sem samið hefur verið um í kjara- samningum opinberra starfsmanna á síðustu misserum. Í kröfugerð VR eru settar fram útfærðar hugmyndir um launaþróunartryggingu („bak- sýnisspegil“), sem er að mati VR best til þess fallin að leiðrétta á sanngjarnan hátt laun félags- manna. Krafan gengur út á að við launa- hækkanir verði stuðst við launaþróunar- tryggingu sem verði að hámarki 50.000 kr. miðað við fullt starf. Frá þeirri upphæð dragist launahækkan- ir sem félagsmenn hafa fengið á tímabilinu 1. janúar 2014 til 28. febr- úar í ár, þ.e. sú 2,8% hækkun sem samið var um í síðustu kjarasamn- ingum og allar hækkanir umfram það dragast frá. ,,Við erum að tala um eins árs samning og meðaltal launa mun þá hækka um 24 þúsund,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Hún segir að ákveðið hafi verið á fundi VR og SA í gær að koma aftur saman til fundar um miðja næstu viku. Kostnaðurinn 6,9 milljarðar Í kröfugerð VR er lögð áhersla á að hækka laun þeirra sem lægstu launin hafa sem og millitekjuhóps- ins. Reiknuð hafa verið dæmi sem sýna hvernig launaþróunartrygging- in á að virka. Ef tekið er dæmi af fé- lagsmanni sem hafði 350.000 kr. í laun í lok desember 2013, þá hækk- uðu laun hans í janúar í fyrra í 359.800 kr. vegna 2,8% hækkunar- innar sem samið var um. Launaþró- unartrygging VR myndi færa þess- um félagsmanni 40.200 kr. hækkun þannig að laun hans hækkuðu í 400.000 á mánuði. Eins og fyrr segir benda útreikn- ingar VR til þess að kostnaðaraukn- ing atvinnulífsins vegna launahækk- unar félagsmanna VR yrði 6,9 milljarðar kr. Ólafía bendir á að þá sé ekki búið að taka tillit til þess að launahækkanir leiða til aukinnar einkaneyslu, sem aftur skilar sér í tekjuaukningu fyrirtækja. Þó að laun hækki um 5 eða 10% þurfi ekki að hækka verðlag með sama hætti. ,,Þetta er aldrei króna á móti krónu. menn verða að tala með ábyrgari hætti,“ segir hún. VR hefur tekið saman áhrif þess- ara krafna á 23 af stærstu launa- greiðendum VR félaga en þar starfar um 21% félagsmanna VR. Heildar- hagnaður þessara fyrirtækja á árinu 2013 var 21 milljarður króna. Kröfur VR hafa að mati þess í för með sér að hagnaður fyrirtækjanna dregst sam- an um 3,5 milljarða kr. og þurfa tekjur þeirra að aukast um 0,9% til 2,5% til að halda sama hagnaði. Krefjast 24 þúsund króna meðalhækkunar launa  VR vill leiðrétta laun í eins árs samningi með 50 þús. kr. launaþróunartryggingu Ólafía B. Rafnsdóttir Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Ólafur Ólafsson, sem var í fyrradag dæmdur í fjögurra og hálfs árs fang- elsi í Al Thani-málinu svonefnda fyr- ir markaðsmisnotkun, hyggst vísa málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu í von um að dómurinn taki málið fyrir. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér síðdegis í gær segir hann dóm Hæstaréttar vera sér mik- il vonbrigði. Hann kveðst saklaus og segist ávallt hafa trúað því að hann yrði sýknaður af öllum liðum ákær- unnar. Hæstiréttur þyngdi fangelsisrefs- ingu Ólafs, sem var einn stærsti hlut- hafi í Kaupþingi, um eitt ár. Ólafur segist jafnframt hafa leitað eftir áliti frá sex virtum lögmönnum og fræðimönnum í fjórum Evrópu- löndum sem hafi allir talið að hann hafi ekki gerst brotlegur við lög. Ólafur gagnrýnir þá niðurstöðu Hæstaréttar að hann hafi gerst sek- ur um markaðsmisnotkun og segir engin haldbær sönnunargögn eða framburð vitna styðja slíkt. Hins vegar fagnar hann því að hafa verið sýknaður af ákæru um umboðssvik. Í yfirlýsingunni gagnrýnir hann embætti sérstaks saksóknara harð- lega og segir að það hafi meðal ann- ars verið sett á laggirnir til að sefa reiði borgaranna í landinu. Dómur- inn í fyrradag falli vel að þeim til- gangi. Sakfelli saklaust fólk „Íslenskt réttarkerfi hefur dæmt saklausa menn seka. Ég velti vöng- um yfir því hvort réttarríki sé við lýði á Íslandi. Ég er sannfærður um að landsmenn vilja ekki búa í sam- félagi þar sem réttaröryggi þeirra er ekki tryggt og mannréttindi ekki virt,“ segir Ólafur enn fremur. Ólafur hyggst leita til Mann- réttindadómstóls Evrópu  Heldur fram sakleysi sínu  Gagnrýnir dóminn harðlega Ólafur Ólafsson Stakt fargjald í Strætó mun hækka úr 350 krónum í 400 krónur eða um 14% en fargjöld fyrir aldraða og öryrkja hækka um 4%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Hækk- anirnar voru samþykktar á stjórnarfundi í gær. Þar segir, að verð muni hækka til að mæta auknum kostn- aði m.a. vegna aukinnar þjónustu sem hófst um áramótin. Samhliða því verði tekin upp ný nemakort fyrir 6 til 11 ára og 12 til 17 ára sem miða að því að auka þægindi og lækka kostnað barnafjöl- skyldna við að nýta þjónustu Strætó. Hækkar ekki fyrir fatlað fólk Ný gjaldskrá mun taka gildi 1. mars. Gjaldskráin hefur verið óbreytt síðan í desember 2012. Breytingarnar taka til þjónustu strætisvagna Strætó en ekki akst- ursþjónustu fyrir fatlað fólk, þar verður gjaldskrá ekki breytt. Strætó hækkar um allt að 14% Hækkun Stakt fargjald hækkar um 50 kónur. Fyrstu riðutilfellin frá árinu 2010 greindust nýverið í tveimur kindum í bænum Neðra- Vatnsholti í Húna- þingi vestra. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Þar segir að nær 500 kindur séu á bænum og að sýnin hafi verið tekin samkvæmt skimunaráætlun Mat- vælastofnunar við slátrun síðast- liðið haust. Ekki hafi orðið vart við sjúkdómseinkenni. Fram til ársins 2010 greindist riða á nokkrum bæj- um á landinu á hverju ári en engin tilfelli hefðbundinnar riðu greind- ust á árunum 2011, 2012 og 2013. „Riðuveikin er því á undanhaldi en þetta tilfelli sýnir að ekki má sofna á verðinum,“ segir í frétt Mat- vælastofnunar. Fyrsta riðu- tilfellið frá árinu 2010  Fannst á bæ í Húnaþingi vestra Sauðir Riðu- veiki í sýnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.