Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015 Austurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd • Smáratorgi • Suðurveri Vinir okkar á Facebook Heill heimur af bollum! ÞESSAR GÖMLU GÓÐU– VATNSDEIGSBOLLUR OG GERBOLLUR Rjómi, jarðarberjasulta og súkkulaði ofan á • Rjómi, jarðarberjasulta og karamella ofaná • Jarðarberjarjómi, jarðarberjasulta og jarðarberja-súkkulaðispænir ofan á Rommrjómi, jarðarberjasulta og flórsykur ofan á • Irish-Coffee-rjómi, jarðarberjasulta og súkkulaði ofan á og orange-súkkulaðispænir HÁTÍÐARÚTGÁFUR Vínarveislubolla: Vínarbrauðsdeig, rjómi, vanillukrem, núggat, sólberjasulta, glassúr og dökkur súkkulaðispænir ofan á Lúxusbollameð ávöxtum: Rjómi, jarðarberjasulta, fersk jarðarber, kívi, bláber og súkkulaði ofan á Berlínarbollameð sultu Kíktu á nýju vefverslunina okkar bakarameistarinn.is Sími 533 3000 Yfir fimm þúsund manns voru við útför þriggja ungmenna sem skotin voru til bana í háskólabænum Chapel Hill í Norður-Karólínu á þriðjudaginn var. Fjölskyldur ung- mennanna og fleiri hafa krafist þess að morðin verði rannsökuð sem hatursglæpur. Þau Deah Shaddy Barakat, 23 ára, eiginkona hans, Yusor Mo- hammad Abu-Salha, 21 árs, og 19 ára gömul systir hennar, Razan Mo- hammad Abu-Salha, voru skotin til bana í árás, sem þótti minna á af- töku. Nágranni þeirra, Craig Stephen Hicks, 46 ára, er grunaður um morðin. Talið er að Hicks sé harður and- stæðingur trúarbragða. Hann hef- ur til að mynda margoft fordæmt íslam og kristni á Facebook-síðu sinni. Lögreglan telur að ástæða morð- anna sé rifrildi um bílastæði við heimili ungmennanna í Chaphel Hill en fjölskyldur þeirra telja að meginástæðan sé hatur morðingj- ans á múslímum. Nágrannar Hicks segja að hann hafi margoft abbast upp á þá vegna bílastæða og gengið um vopnaður í hverfinu. Auk lögreglunnar í Norður- Karólínu hefur bandaríska alríkis- lögreglan, FBI, hafið rannsókn á morðunum, m.a. á því hvort þau geti talist hatursglæpur. Bandarískir fjölmiðlar hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki veitt morðunum næga athygli í upphafi og fjalla ekki um þau sem haturs- glæp vegna þess að fórnarlömbin voru múslímar. Múslímarnir myrtir vegna haturs á íslam eða vegna bílastæðis? AFP Hatursglæpur? Múslímar biðja við athöfn í Raleigh í Norður-Karólínu í fyrradag til minningar um þrjú ungmennin sem voru myrt í vikunni. Minningarathafnir fóru fram í Dresden í Þýskalandi í gær í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá mann- skæðum loftárásum Bandaríkja- manna og Breta á borgina í síðari heimsstyrjöldinni. Talið er að um 25.000 manns hafi beðið bana í árásunum og 33 ferkílómetra svæði var lagt í rúst. Árásanna var m.a. minnst í Frúarkirkjunni þar sem Joachim Gauck, forseti Þýskalands, flutti ávarp. Þúsundir manna söfnuðust einnig saman í miðborginni í gær- kvöldi til að minnast þeirra sem létu lífið í árásunum. Loftárásanna á Dresden minnst AFP Forseti Joachim Gauck í Frúarkirkjunni. ÞÝSKALAND Varalitafar á munnþurrku, sem Margaret Thatcher notaði í Bandaríkjunum, hefur verið sett á uppboð á netinu. Starfsmaður leikhúss í Ohio tók munnþurrk- una úr ruslakörfu í búnings- herbergi sem Thatcher notaði þeg- ar hún flutti fyrirlestur í leikhúsinu árið 2000. Hæsta boðið í munn- þurrkuna til þessa er 1.950 pund, jafnvirði tæpra 400.000 króna. Munir sem tengjast Thatcher hafa verið mjög eftirsóttir á uppboðum á netinu. BRETLAND Varalitakoss Thatcher eftirsóttur Yfirvöld í Úsbek- istan hafa hvatt ungt fólk til að sniðganga vest- rænar hefðir val- entínusardags- ins, sem er í dag, og gert 14. febr- úar að degi ljóð- listarinnar. Þótt stjórnin hafi ekki gengið svo langt að banna valentínusardaginn hafa skólar fyrirskipað nemendum að sniðganga hann og gefa engar valentínusargjafir. Þess í stað er unga fólkið hvatt til að lesa ástar- ljóð stríðsprins sem fæddist þennan dag á 15. öld og er þekktur fyrir mansöngva. ÚSBEKISTAN Lesi ljóð og hunsi valentínusardaginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.