Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015 Dagur ástarinn ar Valentínusardagur 14. febrúar Sunnudaginn 15. febrúar eru 92 ár frá því að Ingibjörg H. Bjarnason settist fyrst kvenna á þing. Hún var kjörin til setu á Alþingi 1922 af lands- lista sem aðeins konur skipuðu, en þing kom ekki saman eftir kosning- arnar fyrr en 15. febrúar næsta ár. Hin séríslensku skerðingarákvæði, 40 ára aldurstakmörkin, voru þá fall- in úr gildi. Það gerðist 1920. Á þeim árum sem liðin voru frá því að konur fengu kjörgengi og kosningarétt 1915 hafði þeim ekki tekist að skipa sæti ofarlega á framboðslistum flokkanna til Alþingis. Því buðu kon- ur fram sérstakan lista í landskosn- ingunum, sem Ingibjörg leiddi. Hún hafði gert sig gildandi í félagsstörf- um og samtökum kvenna. Hún vann ötullega í Thorvaldsensfélaginu frá 1894 og var í stjórn barnauppeld- issjóðs þess. Hún starfaði í Hinu ís- lenska kvenfélagi, sem hafði kven- réttindi á stefnuskrá sinni, og var einn af stofnendum Lestrarfélags kvenna Reykjavíkur, sat þar í stjórn og í stjórn Heimilisiðnaðarfélags Ís- lands. Hún var skólastýra Kvenna- skólans í Reykjavík frá 1906 til ævi- loka 1941. Hátíðarhöld 1915 og Landspítalinn Þegar tíðindin af undirskrift kon- ungs undir stjórnskipunarlögin 19. júní 1915, sem kváðu á um kosninga- rétt og kjörgengi kvenna, bárust til Reykjavíkur ákváðu konur að efna til hátíðarhalda á Austurvelli þingsetn- ingardaginn 7. júlí. Mikil og fjölmenn hátíð var haldin í fögru veðri. Ingibjörg H. Bjarnason ávarpaði þá þingheim í þinghúsinu og þakkaði fyrir hönd reykvískra kvenna „fyrir réttindin sem stjórnarskráin nýja veitti íslenskum konum“. Forseti þingsins og ráðherra þökkuðu með ræðum og síðan báðu þingmenn kon- ur vel að lifa og hrópuðu ferfalt húrra. Ingibjörg endurflutti ávarpið á Austurvelli og Bríet Bjarnhéðinsdóttir hélt síðan ræðu. Að henni lokinni tók Ingibjörg að nýju til máls og til- kynnti fyrir hönd kvennasamtaka í Reykjavík og fjölda kvenna að réttarbótar- innar yrði minnst með fjársöfnun til byggingar Landspítala. Það myndu konur gera með sjóðsstofnun og með því að beita áhrifamætti sínum hvar sem því væri við komið til að vinna málinu fram- gang. Ingibjörg varð formaður fjáröflunar- nefndar og svo sjóðs- stjórnarinnar ári síðar, en þann 19. júní 1916 var hátíð á ný á Aust- urvelli og þar var lýst yfir formlegri stofnun Landspítalasjóðs Ís- lands og stofnaður Minningarsjóður Landspítalans til styrktar fátækum sem þyrftu spítalavist. Kvenréttindadagurinn 19. júní varð aðal söfnunardagur Landspítala- sjóðsins. Fyrst kvenna Það var ekki tilviljun að Ingibjörg var valin til að leiða landslistann 1922 eins og sjá má á ofangreindu. Hún var vel menntuð af konu að vera. Eft- ir nám í Kvennaskólanum hélt hún utan til náms, sem var óvenjulegt á þessum tíma, nam uppeldis- og kennslufræði og lauk leikfimikenn- araprófi fyrst Íslendinga og var brautryðjandi í líkamsrækt. Hún var öflug í félagsmálum, velferðarmálum og baráttu kvenna fyrir bættum rétt- indum. Ingibjörg átti ekki alltaf sjö dagana sæla á Alþingi, ein meðal karlanna, en fór sínar leiðir. Bygging Landspítalans og framtíð Kvenna- skólans voru meðal baráttumála hennar á þingi. Hún sat á Alþingi í átta ár. Þar var hún málsvari kvenna og barna og ekki síst þeirra sem höll- um fæti stóðu í samfélaginu. Heimildir: Alþingismannatal, vefur Alþing- is. Björg Einarsdóttir: Úr ævi og starfi ís- lenskra kvenna. Kristín Ástgeirsdóttir: Fyrst kvenna á þingi, erindi flutt á hátíð- arsamkomu í Alþingishúsinu 8. júlí 2012. Ingibjörg sest á þing Eftir Ástu R. Jóhannesdóttur » Ingibjörg átti ekki alltaf sjö dagana sæla á Alþingi, ein með- al karlanna, en fór sínar leiðir. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri afmælsnefndar 100 ára kosningaréttar kvenna 2015. Í umfjöllun Morgunblaðsins um daginn var fjallað um Breiðholtið og sagt frá að bærinn Breiðholt hafi verið á svipuðum slóðum og gatan Skógarsel er núna. Þetta er alveg rétt, en mér datt í hug að senda þessa ljósmynd sem ég tók fyrir nokkrum árum af rústum gamla torfbæjarins í Breiðholti, sem enn er hægt að skoða. Þegar ekki var lengur búið í torfbænum var byggður bær úr timbri. Sumir muna kannski eftir versluninni Alaska sem þar var. Þeir sem hafa áhuga á að skoða þessar rústir gætu auðvitað gengið að þeim frá ÍR-svæðinu eða líka frá bensínstöðinni sem er þar rétt hjá. Einnig er hægt að keyra að end- anum á Grjótaseli og ganga smá- spöl að göngugötu sem þar er, og þá sjást rústirnar. Einnig er þar skilti með nánari upplýsingum. Á þessari mynd sést endinn á Grjóta- seli. BgB. Velvakandi Svarað í síma 569- 1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Breiðholtsbærinn Hér má sjá rústir torfbæjarins. Torfbærinn í Breiðholti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.