Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 45. DAGUR ÁRSINS 2015 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 790 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Ófótósjoppuð Cindy Crawford … 2. Prófaði allt 50 Shades kynlífið 3. Hefja afplánun í Hegningarhúsinu 4. Bobbi Kristina lenti í bílslysi  Aðdáendur hins sígilda tölvuleikjar PONG hafa ástæðu til að gleðjast því leikinn er nú hægt að spila á gler- hjúpi Hörpu á meðan tónlistarhátíðin Sónar stendur yfir í húsinu en í dag er lokadagur hátíðarinnar. Milli leikja mun tónlistin sem leikin er í Silfur- bergi stýra ljósunum utan á húsinu. Listamennirnir Atli Bollason og Owen Hindley buðu upp á PONG-leik sl. sumar á Hörpu og hafa nú endurtekið leikinn. Þeir sem vilja leika PONG koma sér fyrir framan við Hörpu, tengjast þráðlausa netinu ,Play PONG’ með snjallsíma og bíða þess svo að röðin komi að þeim. Leikið á Hörpu  Heimilislegur sunnudagur verð- ur á morgun kl. 13 á Kex hosteli. Margrét Eir Hjart- ardóttir mun syngja lög úr teiknimyndinni Frozen, eða Fros- in, saga mynd- arinnar verður lesin og fléttugerð kennd. Frosin á Kex hosteli  Tónlistin við Fortitude, þáttaröð ensku sjónvarpsstöðvainnar Sky sem tekin var upp að mestu á Reyðarfirði í fyrra og sýnd er á RÚV, var samin af tónlistarmanninum Ben Frost sem búið hefur og starfað hér á landi um árabil. Frost sá um upptökur ásamt Paul Evans og fóru þær fram í hljóðverinu Gróðurhúsinu. Um flutning sá íslenski tónlistarhópurinn Reykjavík Sinfonia auk Ben Frost, Shahzad Ismaily, Nadia Sirota og Paul Corley. Frost í Fortitude FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðaustanátt og víða 15-23 m/s síðdegis. Slydda og síðar rigning, talsverð úrkoma á Suður- og Vesturlandi seinni partinn. Hlýnar, hiti 2 til 8 stig. Á sunnudag Sunnan 15-23 m/s og rigning eða slydda, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 1 til 7 stig. Vestlægari síðdegis, él fyrir vestan og kólnandi veður. Á mánudag Suðvestan 8- 15 m/s og él en léttskýjað á Norðausturlandi. Frost yfirleitt 2 til 8 stig. Á þriðjudag Suðvestanátt og dálítil él, en bjartviðri á Austurlandi. Lengi leit út fyrir að keppnin í Aust- urdeildinni væri lítið meira en auka- keppni samanborið við barninginn vestanmegin þar sem öll sterkustu lið- in voru að blóðga hvert annað vikulega í stórviðureignum. Á undanförnum vik- um hefur Atlanta Hawks hinsvegar far- ið hamförum austanmegin. Liðið vann nítján leiki í röð, sem er fjórða lengsta vinningsröð í sögu deildarinnar. »2-3 Haukarnir frá Atlanta hafa farið hamförum Bandaríkjamaðurinn Ted Ligety varð í gærkvöldi heimsmeistari í stórsvigi. Mikil gleði braust út á meðal áhorfenda á mótinu en mótið er haldið í Vail í Bandaríkjunum. Einar Krist- inn Kristgeirsson var einnig á meðal keppenda. Var hann í 55. sæti eftir fyrri ferðina og hafnaði í 48. sæti, um 15 sekúndum á eftir heims- meistaranum. »1 Heimamaður varð heimsmeistari Kári Kristján Kristjánsson var besti leikmaðurinn í öðrum þriðjungi Olís- deildar karla í handknattleik að mati Morgunblaðsins, sem gerir upp stöðu mála í deildinni í dag. Hann er einn þriggja Valsmanna sem eru í úrvalsliði um- ferða tíu til átján. »2-3 Kári Kristján besti leikmaðurinn Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Tilviljanir geta oft verið skemmti- legar. Iðunn Steinsdóttir rithöfundur samdi textann „Sumarást“ við lag eftir Þorgeir D. Hjaltason, sem Jó- hanna Linnet söng í Söngvakeppni Sjónvarpsins 1987. Í kvöld syngur El- ín Sif Halldórsdóttir, 16 ára sonar- dóttir hennar, „Í kvöld“, frumsaminn texta við eigið lag í úrslitum sömu keppni. Iðunn er ekki aðeins þekktur rit- höfundur heldur hefur hún samið marga texta sem hafa lifað í kunnum lögum með þjóðinni. Þar má nefna „Bíddu pabbi“, „Jón er kominn heim“, „Ég fer í fríið“ og „18 rauðar rósir“. Hún vill ekki gera upp á milli ljóðanna en segir að sér þykir samt einna vænst um ljóðin sem hún hafi samið fyrir sjálfa sig. „Ég vissi ekki að amma hefði átt texta í keppninni, en hún er rosalega flink og mér finnst allir textarnir hennar sérlega flottir,“ segir Elín. Amman sparar heldur ekki stóru orðin um barnabarnið. „Hún er yndisleg, stelpan, og ég er mjög ánægð með hana. Hún er mjög list- feng, flutningurinn var flottur hjá henni í undanúrslitum Söngvakeppn- innar og hún stendur sig mjög vel.“ Sérstök afmælisgjöf Þegar Iðunn varð 75 ára í liðn- um mánuði gaf Elín henni sérstaka afmælisgjöf. „Ég fór heim til hennar eftir skóla og spurði hana hvenær hún hefði byrjað að semja ljóð. Þá sýndi hún mér mörg eldgömul ljóð eftir sig, meðal annars um vinkonu sína, sem mér fannst ótrúlega falleg. Þá sagði ég henni að ég ætlaði ein- hvern tíma að semja lag við ljóð eftir hana og ákvað síðan að gera það í jólafríinu og gefa henni í afmæl- isgjöf. Ljóðið heitir „Vefurinn“ og ég kom henni á óvart í afmælinu með því að flytja lagið.“ Iðunn tekur und- ir það. „Hún er mjög skapandi og skemmtileg og þetta var mjög gam- an.“ Elín á ekki langt að sækja hæfi- leikana. Helga Rut Guðmundsdóttir, móðir hennar og dósent í tónmennt við Háskóla Íslands, er doktor í tón- listaruppeldi barna og á og rekur tónlistarskólann Tónagull, þar sem boðið er upp á námskeið fyrir for- eldra og nýfædd börn þeirra. „Ég fór fyrst með Elínu á tónlistarnámskeið þegar hún var átta mánaða gömul, í Bandaríkjunum,“ segir Helga og áréttar að Elín hafi verið í tónlistar- umhverfi frá blautu barnsbeini. Hún æfði lengi dans og þar lék tónlistin stórt hlutverk. „Mér hefur alltaf þótt ótrúlega gaman að dansa og syngja með,“ segir Elín og bætir við að hún eigi mörg frumsamin lög í handrað- anum. Ekki hefur komið til tals að Elín og Iðunn vinni saman að lagi og texta en þær taka ekki fyrir að sam- vinna á þessu sviði geti orðið að veruleika. „Það er góð hugmynd,“ segir Iðunn. Elín komst í úrslit Söngva- keppninnar eftir að hafa flutt lag sitt á fyrra undanúrslitakvöldinu. Fjöl- skyldan og þar á meðal Iðunn var í salnum og Elínu leist fyrst ekki á blikuna. „Ég bað mömmu að mæta ekki með margt fólk, því ég taldi það trufla mig, en um leið og ég sá and- litin þeirra slakaði ég á. Það hafði góð áhrif að vita af fólkinu, sem mér þykir vænt um, styðja mig.“ MSöngvakeppnin »46-47 Sjálfsmynd Elín Sif Halldórsdóttir og Iðunn Steinsdóttir, amma hennar, hafa báðar samið texta við lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Elín Sif Halldórsdóttir og Iðunn Steinsdóttir, amma hennar, eiga ýmislegt sameiginlegt Textahöfundar í Söngvakeppni Sjónvarpsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.