Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015 » Venjuleg ársfundarstörf » Önnur mál Sjóðfélagar og lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til setu á ársfundinum. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Reykjavík, 22. janúar 2015 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinnmánudaginn 16. mars kl. 18 á Grand Hótel Reykjavík. Ársfundur 2015 DAGSKRÁ FUNDARINS live.is Forsætisráðherra flutti athygl-isvert erindi á Viðskiptaþingi. Þar benti hann á þann vanda sem við er að etja við að halda út- gjöldum ríkissjóðs í skefjum.  Um þetta sagðiforsætisráð- herra: „Það hafa ætíð verið sterkir kraftar sem þrýsta á um aukin opinber útgjöld. Þeir kraft- ar hafa yfirleitt haft betur í viðureign- inni við þá fáu sem taka að sér að verja ríkissjóð.“  Hann benti á að frá lýðveld-isstofnun hefði rekstrarkostn- aður ríkisins á hvern Íslending auk- ist úr 150.000 krónum í 1.600.000 krónur á ári á verðlagi nú.  Ríkisútgjöldin fari enn hækk-andi en samt sem áður sé kvartað undan niðurskurði.  Forsætisráðherra spurði svohversu lengi væri hægt að halda áfram á þessari braut. „Það kemur að þolmörkum,“ sagði hann, og það er hverju orði sannara.  Enn hefur lítið verið gert til aðvinda ofan af skattahækk- unum vinstri stjórnarinnar og mik- ilvægt að það verði gert eigi að spyrna við fótum í þessum efnum.  Þá er brýnt að vinna áfram aðhagræðingaráformum, líkt og forsætisráðherra nefndi, en ríkið þarf líka að taka afstöðu til þess hverju það ætlar að sinna, hvað er óþarfi og hvað má eftirláta öðrum.  Þetta er ekki einfalt verk og kall-ar ævinlega á gagnrýni, en til lengri tíma litið er þetta meðal mik- ilvægustu verkefna stjórnmálanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Ískyggileg þróun STAKSTEINAR Veður víða um heim 13.2., kl. 18.00 Reykjavík -2 léttskýjað Bolungarvík -3 skýjað Akureyri -5 alskýjað Nuuk -15 léttskýjað Þórshöfn 5 alskýjað Ósló 0 skýjað Kaupmannahöfn 0 alskýjað Stokkhólmur 1 skýjað Helsinki 1 súld Lúxemborg 6 heiðskírt Brussel 10 léttskýjað Dublin 6 skýjað Glasgow 6 skúrir London 7 skúrir París 11 skúrir Amsterdam 8 heiðskírt Hamborg 2 léttskýjað Berlín 6 heiðskírt Vín 5 heiðskírt Moskva 0 alskýjað Algarve 15 léttskýjað Madríd 12 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 11 léttskýjað Aþena 7 skýjað Winnipeg -15 skafrenningur Montreal -22 skafrenningur New York -10 heiðskírt Chicago -9 skýjað Orlando 11 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:27 17:58 ÍSAFJÖRÐUR 9:43 17:52 SIGLUFJÖRÐUR 9:26 17:34 DJÚPIVOGUR 8:59 17:24 Húsið var byggt árið 1925. Að mati Minjastofnunar er mögulegt að styrkja og endurbæta burðarvirki hússins og und- irstöður svo kom- ast megi hjá nið- urrifinu. Stofnunin hefur samið þrjár um- sagnir þar sem þetta kemur fram og sent til borg- arinnar og eig- enda hússins, sú síðasta er dagsett 9. febrúar, en engin svör fengið, að sögn Péturs. Húsið er hvorki friðað né friðlýst, en það er umsagnarskylt samkvæmt lögum um menningarminjar. Í áliti Minjastofnunar sem sent var um- hverfis- og skipulagssviði Reykja- víkur 9. febrúar segir: „Ekki hefur verið sýnt fram á ótvíræða nauðsyn þess að rífa framhluta hússins og endurbyggja með óbreyttu útliti. Því getur stofnunin ekki fallist á þann hluta erindsins, enda væri með því gefið mjög óheppilegt fordæmi.“ Pétur segir húsið borgarprýði og illt væri að sjá á bak því. „Þau úr- ræði sem við höfum eru að beita skyndifriðun eða leggja til friðlýs- ingu hússins. En til þess hefur ekki komið ennþá.“ Gætu beitt skyndifriðun hússins Hafnarstræti 19 Að mati Minjastofnunar hefur ekki verið sýnt fram á nauðsyn þess að rífa húsið við Hafnarstræti 19. Torfusamtökin telja að ómetanleg verðmæti fari forgörðum verði húsið rifið. Verkfræðistofan Hnit hefur metið steypuvirki hússins veikt og að það sé ekki í samræmi við núgild- andi staðla. Húsið er í eigu Suður- húsa ehf. sem, í samræmi við mat Hnits, ætla að láta rífa það og end- urbyggja. Þar á að vera hótel í göml- um stíl. Verkefnisstjóri hjá Suður- húsum ehf. segir úttekt Hnits fagmannlega unna og nú sé beðið ákvörðunar byggingafulltrúa. „Það er rangt að bera húsið saman við nútímastaðla í steinsteypu,“ seg- ir Pétur H. Ármannsson, sviðsstjóri umhverfis og skipulags hjá Minja- stofnun. „Ef leggja ætti það til grundvallar niðurrifi, þá væri vænt- anlega réttlætanlegt að rífa öll hús frá þessum tíma.“ Pétur segir alls ósannað að ástand hússins sé lakara en annarra húsa frá sama tíma og segir skýrslur um úttekt á húsinu ekki nægilega trúverðugar. Því sé ekki hægt að fallast á niðurrif þess. Athugasemd við vinnubrögð Pétur leggur áherslu á að Minja- stofnun sé síður en svo á móti upp- byggingu Suðurhúsa í Hafnarstræti. „Við gerum athugasemd við vinnu- brögðin í málinu,“ segir Pétur Smári Björnsson, verkefnisstjóri hjá Suðurhúsum ehf., segir að leitað hafi verið sérfræðiráðgjafar hjá verkfræðistofunni Hniti til að standa sem best að framkvæmdum og að gerðar hafi verið margvíslegar út- tektir á því. „Við viljum byggja hús til lengri tíma. Þetta mat Minja- stofnunar er huglægt og ekki í sam- ræmi við álit sérfræðinga. Við bíðum nú svars byggingafulltrúa um fram- haldið.“ annalilja@mbl.is Deilt um niðurrif Hafnarstrætis 19 Minjastofnun á móti niðurrifi Eigendur segja mat stofnunarinnar huglægt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.